Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. september 2006 Gaflarar ehf rafverktakar óska eftir að ráða vanan rafvirkja til starfa, sem fyrst. Upplýsingar í síma 565 1993 og 896 8345 eða með tölvupósti gaflarar@gaflarar.is Rafvirkjar Schwinn Frontier 24“ hjóli var stolið frá Setbergskóla. Ef einhver veit um þetta nýlega hjól, er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband í síma 896 4613 eða tilkynna til lögreglunnar. Hjólið var læst. Veist þú um þetta hjól? Hvarf frá Setbergsskóla Heiðursáskrift Má bjóða þér að gerast heiðursáskrifandi að Sögu FH ? Skráning á heimasíðu FH: www.FH.is Þessa vikuna standa yfir skólatöskudagar á vegum Iðju- þjálfafélags Íslands. Áherslan er á forvarnir gegn stoðkerfis- vanda barna og unglinga. Þess- um viðburði er hrint af staða að bandarískri fyrirmynd en slíkur dagur (National School Back- pack Awareness Day) hefur verið haldinn þar í mörg ár og er nú haldinn um allan heim að frumkvæði iðjuþjálfa. Iðjuþjálf- ar um allt land eru að heim- sækja grunnskóla og fræða nemendur um notkun skóla- töskunnar. Einnig er nemendum boðið upp á að vigta skólatösk- urnar en ekki er æskilegt að barn beri tösku sem vegur meira en 15% af líkams- þyngd. Fleira er gott að hafa í huga til að skólataskan nýtist sem best: • Skólataskan þarf að falla þétt að hrygg barnsins og nota skal festingar yfir mjaðmar- og/eða brjóst. • Stillið allar festingar svo taskan haldist sem næst líkama barnsins. • Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og taskan á aldrei að ná lengra en 10 cm fyrir neðan mitti. • Raðið í töskuna þannig að hlutirnir renni ekki til í henni og þyngstu hlutirnir eiga að vera sem næst baki barnsins. Hér í Hafnarfirði fara iðju- þjálfar með fræðslu í Lækjar- skóla og Öldutúnskóla. Iðju- þjálfar vona með þessu átaki að sem flestir njóti góðs af og vakni til betri vitundar um notkun skólatöskunnar. Oddrún Lilja Birgisdóttir, iðjuþjálfi. Styrktarfélag Lamaðra og Fatlaðra, Hafnarfirði. Eru skólatöskurnar of þungar? Létta leiðin er rétta leiðin Á nýjasta hóteli bæjarins, Hóteli Hafnarfjörður er nýjasta veisluþjónusta bæjarins. Þar reka hafnfirsku bræðurnir Andreas Ólafur Ketel, matreiðslumeistari og Róbert Veigar Ketel veislu- þjónustu og sjá jafnframt um morgunmat og matarþjónustu fyrir hópa á hótelinu. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Andreas að þeir bjóði upp á matargerð fyrir allar stærðir af veislum. Í sumar hafi þeir félagar verið með veisluþjónustu uppi á fjöllum auk þess að starfa sem einkakokkar fyrir efnaðar gyð- ingafjölskyldur en þær borða t.d. ekkert kjöt hér á landi. Hefur það tekist mjög vel og hafa við- skiptavinirnir verið mjög ánægð- ir með íslenska hráefnið og eldamennskuna að sögn Andr- easar. Þeir bræður segja að þeir taki að sér alls kyns veislur og ekkert sé of lítið og ekkert of stórt. Nokkuð hefur aukist að fólk kaupi þjónustu þeirra í heimahús fyrir minni og stærri veislur og segja þeir að verðið komi mörg- um á óvart. Þeir komi með allt hráefni og áhöld og eldi á staðn- um og skili við eldhúsið tandur- hreint. Margir panti óvæntan matseðil og segja þeir þetta jafnan verða mjög skemmtilegar veislur. Auk þessa geta þeir útvegað sali af öllum stærðum og geti útvegað þjóna og allt sem þarf til veisluhalda. Lúxus veisluþjónustan — ný þjónusta í Hafnarfirði Bræðurni Róbert Veigar Ketel og Andreas Ólafur Ketel ásamt starfsmanni sínum Baldvini Stefánssyni, matreiðslumeistara. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Foreldrafótbolti í Risanum Foreldar skemmtu sér ekki síður en strákarnir í foreldrabolta hjá 6. flokki FH í síðustu viku. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.