Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 14
Það er þörf á því núna fyrir okkur Hafnfirðinga þegar nær dregur ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík að standa á varðbergi gagnvart tímabundnum tilraun- um Alcan til þess að hafa áhrif á skoðanir bæjarbúa tengdum álverinu og hugsan- legri stækkun þess. Al- can á næga peninga afgangs fyrir smá- gjöfum handa Hafn- firðingum en líklega eru þeir í dag að greiða bæjarbúum 600 - 700 milljónum lægra gjald árlega en eðlilegt gæti talist fyrir athafna- og áhrifasvæði sitt í Straumsvík. Rifjum frekar upp hvað Alcan gerði fyrir bæjarbúa á 30 ára af- mælinu áður en við þiggjum gjaf- ir sem byggðar eru á þeirri hug- mynd að hægt sé að plata al- menning í Hafnarfirði með smá- gjöfum rétt áður en stærsta ákvörðun sem bæjarbúar hafa nokkru sinni tekið verður tekin. Ég hvet alla Hafnfirðinga til þess að þiggja ekki neitt í dag sem þeim var ekki líka boðið á 30 ára afmælinu fyrir 10 árum. Skyndi- leg þáttaka Álverins í allskyns samfélagsmálum, styrkir til íþróttastarfsem skólabarna og núna síðast boð á stórtónleika Björgvins Halldórssonar eru ein- faldlega hlægileg tilraun til þess að reyna að hafa áhrif á skoðanir bæjarbúa á síðustu stundu. Hvar var þátt- takan í samfélagsmál- um og gjafirnar áður en Alcan fékk áhuga á að stækka álverið í Straumsvík? Hafn- firðingar eru hugsandi fólk sem lætur ekki slá ryki í augun á sér. Lágt verð fyrir land Alcan er með besta samning um notkun á landi bæjarbúa sem nokkurt fyrirtæki í bænum hefur. Hið svokallaða þynningarsvæði, sem réttara er að kalla mengunar- svæði, er í dag næstum því jafn stórt og allt byggt land í Hafnarfirði (9,8 ferkílómetrar). Fyrir það að leggja Alcan til lóðina sem álverið stendur á í dag og mengunarsvæði sem er 9.800 hektarar fær bæjarsjóður 70 milljónir á ári eða u.þ.b. 7.000 krónur á hvern hektara. Eðlilegt verð fyrir leigu á landi til dreif- ingar eða urðunar á úrgangi hvort sem það væri frá hænsnabúi eða öðrum rekstri væri líklega í kringum 50-100 þús. krónur á hektarann ef ég ætlaði að leigja mér slíkt landsvæði einhverstaðar á Suður- eða Vesturlandi. Ef við gætum hófsemi og förum fram á 50 þús. krónur fyrir hektarann strax í dag ætti bæjarsjóður að fá 500 milljónir í tekjur af meng- unarsvæðinu á ári. Það vantar því í dag u.þ.b. 430 milljónir til þess að álverið greiði eðlilega fyrir mengunarsvæði sitt. Fyrir utan auðvitað fasteignagjöld sem ættu að vera u.þb. 200 milljónir til viðbótar á ári, en vegna sérstakra laga um álverið í Straumsvík fær bæjarsjóður engin fasteignagjöld af álversbyggingunum. Ekkert greitt fyrir vatnstöku Álverið notar í framleiðslu sína árlega 10 milljón rúmmetra af vatni (Grænt bókhald Alcan 2004) sem tekið er í landi bæjarinns. Venjulegt gjald fyrir rúmmetra af vatni til atvinnu- starfsemi eru 12 krónur hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Ef við gefum þeim 50% afslátt af því að þeir eru stórnotandi og sækja vatnið sjálfir þá ættu tekjur Vatns- veitu Hafnarfjarðar af álverinu að vera u.þ.b. 60 milljónir króna á ári. Samkvæmt gögnum sem ég hef undir höndum greiddi Alcan 5 milljónir króna til Vatnsveitu Hafnarfjarðar árið 2005 fyrir neysluvatn en ekki krónu fyrir aðgang að vatnsforða bæjarbúa til framleiðslunar. Náttúruleg auð- ævi eins og ferskt vatn sem notað er til atvinnustarfsem á ekki að vera ókeypis. Engar tekjur af höfninni Samkvæmt samningi eignaðist Hafnarfjarðarbær höfnina í Straumsvík fyrir nokkrum árum. Frá og með þeim degi átti bærinn að fá allar tekjur af höfninni í Straumsvík. Enn sem komið er hefur Bæjarsjóður ekki séð krónu og er skýring sú að allar tekjur af höfninni fari í viðhald á henni. Undanfarna mánuði eða allt frá því að í ljós kom í skoðana- könnun á vormánuðum að meiri- hluti kvenna í Hafnarfirði væri á móti því að leyfa Alcan að stækka álver sitt í Straumsvík hefur Alcan látið gera vísindalegar rannsóknir á skoðunarmyndun á álverinu meðal hafnfirskra kvenna. Konur í bænum hafa verið boðaðar af Alcan í svo- kallaða „rýnihópa“ þar sem sér- fræðingar hafa rýnt í hugarheim þeirra og skoðanamyndun og viðhorf til álversins hefur verið rannsakað ýtarlega. Það er jú eftir miklu að sækjast fyrir Alcan að reyna að snúa viðhorfi kvenna í bænum til stækkandi álbræðslu áður en kosið verður um málið. Er hugsanlegt að hið furðulega boð Alcan til bæjarbúa um frí- miða fyrir alla á tónleika Björgvins Halldórssonar sé ein af afurðum þessarar rannsóknar- vinnu? Ef Alcan vill bæta ímynd sína í bænum er að mínum dómi réttast að fyrirtækið taki strax upp veskið og fari að greiða eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir aðstöðu sína hér í bænum. Reiknisdæmið er einfalt: Fasteignagjöld 200.000.000 Leiga á mengunarsvæði 500.000.000 Notkun á ferskvatni til fram- leiðslu áls: 60.000.000 Samtals á ári 760.000.000 Alcan greiði eðlilegt verð Við Hafnfirðingar þurfum ekki stærra álver, við þurfum hins- vegar að gera þá kröfu að Alcan greiði bæjarbúum sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir aðstöðu sína á sama hátt og önnur fyrirtæki í bænum þurfa að gera. Bæjar- félagið á að mínu mati að gera kröfu um 760 milljónir á ári frá og með þessu ári. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa bæjarbúa. Að bjóða skyndilega á tónleika og að vera á síðustu stundu vænn við menn og málleysingja er ein- faldlega fáránleg hegðun við þessar aðstæður og jaðrar við vanvirðingu og hroka gangvart almenningi í bænum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. 14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. september 2006 Heilsunudd Býð upp á heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Níundu bekk- ingum boðið á sundæfingu og sund- laugarpartí Í kvöld er öllum krökkum í níunda bekk í Hafnarfirði boðið á sundæfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Þau sem mæta fá boðsmiða í sund- laugarpartí sem verður haldið í Sundhöll Hafnarfjarðar föstu- dagskvöldið 29. september. Partíið hefst klukkan 20. Þetta partí er líka fyrir alla SH-inga sem eru eldri en 13 ára. Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Þriggja herb. íbúð óskast fyrir hjón með eitt barn. Helst í gamla bænum. Langtímaleiga. Uppl. í s. 663 6736. Amerískt king-size hjónarún, 180x200 cm til sölu. Uppl. í s. 695 3444. Gamalt sófasett (ca 1940-50) með ágætis áklæði. Ódýrt. Til sýnis eftir kl. 18. Uppl. í s. 557 7664. Óska eftir barngóðri 14-15 ára stelpu til að passa 2-3 kvöld í viku. Búum í Kríuási. Uppl. gefur Hafdís í síma 555 1628. Tökum að okkur flutningsþrif og heimilisþrif, jólahreingerningar og fl. Vönduð og góð þjónusta. Uppl. í s. 897 4232. Nokia 6101 farsími (samlokusími) tapaðist á meistaraballi FH á laugardaginn. Uppl. í s. 565 1637. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Þrif Barnagæsla Til sölu Húsnæði óskast Manstu eftir 30 ára afmæli álversins í Straumsvík? Pétur Óskarsson Ungir jafnaðarmenn í Hafn- arfirði hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma aðför sjálf- stæðismanna í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að almenn- ingssamgöngum. Þar segir m.a.: „Um langt skeið hafa þeir lagst á eitt um að tala niður þessa sjálfsögðu þjónustu og hafa nú skert hana verulega. En þrátt fyrir það hefur farþegum fjölgað og voru þeir 20% fleiri í júlí og ágúst á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Þessi árangur Strætó bs. er hrósverður og hvetja UJH eindregið til þess að nú verði gengið á lagið og þjónustan aukin og bætt.“ Skora UJH því á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fjölga ferðum þannig að þær verði aftur á tíu mínútna fresti á stofnleið 1 á annatímum, en auk þess vilja UJH að tekin verið upp sama ferðatíðni á leiðum innanbæjar. Einsýnt sé að slíkt mun auka notkun á þjónustunni verulega og ekki sé eftir neinu að bíða. Harma aðför að almenningssamgöngum Vilja auka ferðatíðni á stofnleið 1 Gunnar Axel Axelsson Gunnar Axel Axelsson hefur gefið kost á mér í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvestur- kjördæmi þann 4. nóvember n.k.. Sækist hann eftir stuðningi í 4.-5. sæti. Gunnar fæddist í Hafnarfirði þann 3. apríl 1975 og er þar uppalinn og búsettur í dag. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2003 og hóf sama ár meistaranám við Viðskiptaháskólann í Árósum. Frá árinu 2005 hefur hann starfað sem sérfræðingur í launa- og kjaramálum hjá Hagstofu Íslands. Auk menntunar á viðskiptasviði hefur hann lokið sveinsprófi í framreiðslu frá Hótel- og matvælaskóla Íslands. Katrín Júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti framboðslistans fyrir næstu alþingiskosningar. Hún hefur setið á Alþingi síðan 2003 en fram að þeim tíma hafði hún sinnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um innan jafnaðarmannahreyf- ingarinnar. Sat m.a. í fram- kvæmdastjórn Samfylkingar- innar 2000-2003 þar af sem varaformaður frá 2001-2003 og var formaður Ungra jafnaðar- manna - ungliðahreyfingar Sam- fylkingarinnar 2000-2001. Auk þessa sat hún í stjórn Evrópu- samtakanna um nokkurra ára skeið, sat í háskóla- og stúdenta- ráði fyrir Röskvu frá 1997 til 1999 og starfaði sem fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs 1998 – 1999. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarhúsinu Innn hf. um þriggja ára skeið. Samfylkingin - prófkjör Framboðsmál

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.