Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 28. september 2006 Náðu til Hafnfirðinga og góðra granna á Álftanesi í rótgrónu blaði. www.fjardarposturinn.is Anna Jörgensen verður starfs- mannasjóri Gunnar Rafn Sigurbjörns- son, sem gegnt hefur starfi starfsmannastjóra Hafnar- fjarðarbæjar sl. 20 ár hefur óskað eftir að verða leystur frá starfi starfsmannastjóra hjá Hafnarfjarðarbæ frá og með 1. október nk. Bæjarstjóri hefur lagt til að skipa Önnu Jörgensdóttur í starf starfsmannastjóra og Ingibjörgu Guðmundsdóttur í starf mannauðsstjóra. Gunnar Rafn mun áfram gegna starfi sviðsstjóra Fjöl- skyldusviðs. Óskað eftir nafni á leikskóla Fræðsluráð óskar eftir tillög- um að nafni á nýjan leikskóla á Völlum. Tillögur sendist til fræðslustjóra fyrir 5. október. 234% munur á tilboðum Eftir lokað útboð á hönnun á nýjum sex deilda leikskóla á Völlum bárust tilboð frá fjórum aðilum og var munur á hæsta og lægst tilboði 234% Eftirfarandi tilboð bárust: ASK arkitektar ehf. kr. 13.300.000 Arkís ehf. kr. 30.876.000 Batteríið ehf. kr. 22.900.000 Batteríið ehf., frávikstilboð kr. 19.500.000 Arkþing ehf . kr. 21.980.000 Kostnaðaráætlun var kr. 23.500.000 og lægsta tilboð því aðeins 56,6% af kostnaðar- áætlun. Framkvæmdaráð heimilaði Fasteignafélaginu að ganga til samninga við lægsbjóðanda ASK arkitekta ehf. 100 þúsund kr. til móttöku Tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar hefur fengið 100 þús. kr. styrk frá menningar- og ferðamálanefnd vegna mót- töku fyrir félaga Félags ís- lenskra tónlistarmanna og FÍH Félags íslenskra hljómlistar- manna til kynningar á starf- seminni. Aftann ehf Steinhellu 5 • sími 864 4589 • www.aftann.org Bílaviðgerðir Þarftu að láta gera við bílinn? Vantar þig bíl eða bát á leigu Aftann ehf. er nýtt fyrirtæki sem býður bíla, bát og hjólhýsi til leigu og hefu nú fengið til liðs við sig Stjána Meik hinn fræga bílaviðgerðarmann. Umræða um greiðslur til for- eldra ungra barna hefur nýverið skotið upp kollinum eftir að bæjarstjórnir Reykja- nesbæjar og Kópavogs tilkynntu að sveitar- félögin hygðust taka þær upp. Foreldrar ungra barna fá greidda ákveðna upphæð á mánuði sem samsvarar niðurgreiðslu bæjar- félaganna til dagfor- eldris. Þar með hafa foreldrar val um hvernig þeir verja upphæðinni; hvort og þá hvaða dagvistar- úrræði þeir nota fyrir börn sín. Í tíð meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, eða haustið 1998, voru sams konar greiðslur teknar upp sem þá voru kallaðar umönnunarstyrkir. Ákveðin upphæð var greidd til foreldra ungra barna sem voru á biðlista eftir leikskólaplássi og foreldrarnir ráðstöfuðu fjár- mununum að hentugleik. Sam- fylkingin kaus síðan að afnema þetta fyrirkomulag á síðasta kjörtímabili. Það hefur verið réttlætt m.a. með því að dag- vistarúrræði séu næg í bæjar- félaginu. Foreldrar hafi valið En málið snýst ekki um það að mínu mati heldur er hér um valkost að ræða fyrir foreldra. Sveitarfélagið er að greiða átta stunda vistun hjá dagforeldri niður um 30.000 krónur á mánuði. Er ekki réttlátt að greiða þessa upphæð beint til þeirra foreldra sem þess óska og þeir síðan velji hvað hentar þeim best í þessum efnum? Sumir hefðu tækifæri til að verja lengri tíma heima hjá ungum börnum en fæðingarorlof kveður á um, aðrir myndu nota fjármunina til að greiða skyldmennum fyrir pössun og enn aðrir kysu að fá aðstoð inn á heimili sín. Foreldra- greiðslur eru réttlætismál og því lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði til á bæjarstjórnarfundi 19. septem- ber sl. að teknar verði aftur upp mánaðarlegar greiðslur til foreldra ungra barna í Hafnar- firði. Greiddar verði 30.000 krónur með hverju barni frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barnið hefur fengið leikskólavist eða sama fjárhæð og bæjarfélag- ið greiðir með hverju barni til dagforeldris. Lagt er til að greiðslurnar verði teknar upp 1. janúar 2007. Það er von okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins að tillagan verði samþykkt svo hafnfirskir foreldrar hafi þennan valkost rétt eins og íbúar þeirra nágrannasveitarfélaga sem eru að taka upp greiðslur til foreldra eins og hér um ræðir. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Foreldragreiðslur - 30.000 á mánuði Rósa Guðbjartsdóttir Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefst kl. 20.30 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Munið vef félagsins: www.febh.is Hið vinsæla Capri-tríó leikur fyrir dansi. Hver vill missa af þessum dansleik? Dansleikur eldri borgara föstudaginn 29. september Fatahreinsun JAKKAFÖT .................................... 1.550,- HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.790,- SKYRTUR ........................................ 380,- KÁPUR.......................................... 1.365,- GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 775,- ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 HRAUNBRÚN 40 SÍMI 555 1368 Yoga hjá Guðjóni Byrjendanámskeið í húsnæði leikskólans Ása, Bergási 1, Garðabæ hefjast mánudaginn 1. október kl. 19.15. Framhaldsnámskeið hefjast á sama stað kl. 18. Upplýsingar og skráning í síma 691 6412. Guðmundur Karl Ásbjörnsson, hefur búið til skiptis í Hafnarfirði og í Þýskalandi. Hann hefur haldið sýningar frá 1965 og þáði listamannalaun síðast 1991. Guðmundur Karl á myndir hjá söfnum á Íslandi og í Þýskalandi. Hann sýnir nú í myndlistarsal Orkuveitu Reykjavíkur, Galleríi 100° að Bæjarhálsi 1. Á sýning- unni sem opnuð var 1. september sýnir hann mest olíumálverk en myndefni sitt sækir hann mest í hraunið og náttúruna. Sýningin er opin virka daga kl. 8.30-16 og á laugardögum kl. 13-17 út október. Sýnir í Gellerí 100° Guðmundur Karl Ásbjörnsson, myndlistamaður Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Barónsstíg 47, 101 Reykjavík www.heilsugaeslan.is Reykjavík 29. september 2006. Heilsugæslan Sólvangi Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar – Kvöldvaktir Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í sameiginlegri kvöldþjónustu heimahjúkrunar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi og Kópavogi. Vinnutími er frá 18.30 til 23.30 og unnið er þriðju hverja helgi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Starf hjúkrunarfræðings krefst sjálfstæðra vinnubragða og þarf umsækjandi að búa yfir góðri reynslu og hæfileikum til að geta unnið sjálfstætt. Bíll til afnota á vinnutíma. Heilsugæslan Sólvangi Hafnarfirði er með umsjón með þjónustunni. Upplýsingar um stöðurnar veitir: Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu Sólvangs í Hafnarfirði í síma 550 2600. Umsóknir um störfin, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Barónsstíg 47 101 Reykjavík, fyrir 12. október n.k.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.