Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 28. september 2006 Skurðstofa göngudeildar St. Jósefsspítala fagnaði 20 ára afmæli á þriðjudaginn en 20. september 1986 var í fyrsta sinn skipt um augastein á skurðstofu í gamla kaþólska barnaskólanum sem Hafnfirðingar þekkja best sem Kató. Aðgerðin þá markaði tímamót því áður var aðeins skipt um augasteina á sjúklingum sem lagðir voru inn á augndeildir Landakotsspítala og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Fimm augnlæknar tóku sig saman og keyptu nauðsynleg tæki, þeir Árni Björn Stefánsson, Björn Már Ólafsson, Jens Þóris- son, Ólafur Grétar Guðmundsson og Vésteinn Jónson. Reyndar höfðu sömu menn byrjað í smá- um stíl ári fyrr í handlæknastöð- inni í Glæsibæ en fluttu sig í Kató þegar ný smásjá kom til landsins. Tækjakostur hefur síðan verið bættur og endurnýjaður eftir kröf- um tímans og er í eigu augnlækna en ekki spítalans. Björn Már og Jens hafa enn stofur sínar í Kató og Vésteinn gerir við augn- skekkju á skurðstofu spítalans. Að sögn Jens Þórissonar, augn- læknis hefur á þessum 20 árum verið skipt um augasteina í 5630 augum. Augasteinaskipti eru fyrirferðarmest í starfsemi skurð- stofunnar en til viðbótar koma 1603 aðgerðir vegna gláku, augn- skekkju og annarra augnkvilla. Síðustu þrjú ár hefur verið skipt um 700 augnsteina vegna sérlegs átaks heilbrigðisráðuneytis til að stytta biðlista. Þótt sá fjöldi svari til eins þriðja allra slíkra aðgerða á landinu, er biðlisti ennþá 9-12 mánuðir. Starfsfólk skurðdeildar fagnaði þessum tímamótum og blaðamaður Fjarðarpóstins var viðstaddur augasteinaskipti. Frammi á gangi beið Hafsteinn Þorvaldsson, gamall Hafnfirðing- ur, búsettur á Selfossi. Hann hafði fengið nýjan augastein daginn áður og sagði muninn mikinn þó endanlegur árangur sæist ekki fyrr en að þremur vikum liðnum. Hann sagði þessa aðgerð ekki óþægilega, hann hafi aðeins fundið fyrir auknum þrýstingi í auganu á meðan á aðgerðinni stóð. Á skurðarborðinu lá Þórunn Jónsdóttir og var skipt um hægri augastein hennar. Jens augn- læknir sat við smásjána og horfði í auga Þórunnar á meðan hann beitti sérstöku áhaldi sem bæði braut niður gamla augasteininn með hljóðbylgjum og sogaði hann burt. Augnvökva er dreypt í augað á meðan og þegar auga- steinninn og það sem um hann liggur, hefur verið numið á brott er seigfljótandi vökvi settur í aug- að og nýja augasteininum, sem er aðeins nokkrir millimetrar í þvermál og líkist þykkri lítilli augnlinsu, komið fyrir. Allt er þetta gert í gegnum lítið gat á aug- anu sem grær eftir aðgerðina. Ekki þarf að sauma neitt og aðgerðin tekur aðeins um 15 mínútur. Eftir aðgerðina sagðist Þórunn aðeins hafa fundið fyrir þrýstingi og vonaðist hún til að þetta gæfi henni betri sjón en eiginmaður hennar hafði áhyggjur af lélegum augnbotnum. Sjálfur sagðist hann ekki nota nein gleraugu við akstur þó kominn væri á níræðisaldur. Það er greinilegt að svona aðgerð hjálpar fjölmörgum, lang- oftast eldri borgurum, að fá betri sjón eftir að ský hafi lagst á auga- steininn. Fullkomin smásjá og tölvustýrð tæki gera aðgerð á þennan hátt auðvelda og örugga og ekki sakar að hæfir læknar stýra tækjunum með aðstoð mjög hæfra hjúkrunarfræðinga. 5630 nýir augasteinar á 20 árum Við upphaf aðgerðar, augnsteinnin brotinn niður með hljóðbylgjum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Augað, örin bendir á augasteininn sem skipt er um Áslaug Pétursdóttir, Fríða Rut Baldursdóttir, Jens Þórisson, Áslaug Ásgeirsdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri á skurðdeildinni. Þórunn var hress eftir aðgerðina.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.