Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 28.09.2006, Blaðsíða 15
Úrslit: Fótbolti Úrvalsdeild karla: Grindavík - FH: 1-1 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: Grótta - FH: 26-20 Haukar - Akureyri: (miðv.dag) Úrvalsdeild karla: ÍR - Haukar: (miðv.dag) Næstu leikir: Handbolti 29. sept. kl. 19, Varmá Afturelding - FH (1. deild karla) 30. sept. kl. 16, Kaplakriki FH - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 1. okt. kl. 20.15, Ásvellir Haukar 2 - Selfoss (1. deild karla) 3. okt kl. 20, Ásvellir Haukar - Fram (úrvalsdeild kvenna) 3. okt. kl. 19, KA heimilið Akureyri - FH (úrvalsdeild kvenna) 4. okt. kl. 20, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Hörkuleikur FH- Haukar Handboltavertíðin er hafin og Haukastúlkum er spáð góðu gengi og FH-ingum er spáð að endi í miðri deild. Það er alltaf hart barist þegar þessi lið mætast. FH-ingar hafa fengið 4 norskar stúlkur til liðs við sig svo nú er að mæta á völlinn. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 28. september 2006 Íþróttir Eldsneytisverð 27. september 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 117,4 117,7 Atlantsolía, Suðurhö. 117,4 117,7 Esso, Rvk.vegi. 118,9 119,2 Esso, Lækjargötu 118,9 119,2 Orkan, Óseyrarbraut 117,3 117,6 ÓB, Fjarðarkaup 117,4 117,7 ÓB, Melabraut 117,4 117,7 Skeljungur, Rvk.vegi 118,9 119,2 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðu olíufélaganna. Fréttasími: 565 4513 Auglýsingar: 565 3066 Síðastliðna tvo áratugi hefur verið gríðarlega mikil uppbygg- ing í Hafnarfirði í málefnum sem snerta félagsstarf ungl- inga. Ég tel mig geta lagt á þetta raunhæft mat, því ég sat í æsku- lýðsráði á árunum 1982-1985 og þekki jafnframt hver staðan er í málaflokknum í dag. Þar er sannarlega ólíku saman að jafna. Fyrir 1986 var hér vísir að æskulýðs- heimili í gamalli verbúð uppi á hrauni. Nú eru félagsmiðstöðvar í hverjum skóla, Gamla bóka- safnið, Músik og mótor og marg- vísleg starfsemi önnur sem miðar að því að tryggja aðgang að uppbyggilegu starfi ung- menna á þeim tíma sem skóli starfar ekki. Á þessum árum voru starfs- menn sem sinntu þessum málum afar fáir, lengst af einn í föstu starfi og síðan skólafólk í hlutastörfum. Í dag er allfjöl- mennur, traustur hópur vel menntaðs starfsfólks sem sinnir æskulýðsmálum í Hafnarfirði, í mörgum tilvikum fólk sem hefur aflað sér sérmenntunar á þessu sviði. Viðhorfsbreytingin 1986 Það er ljóst að það urðu algjör umskipti í þessum málaflokki árið 1986, þegar meirihluti jafn- aðarmanna tók við stjórn bæjar- ins. Þá þegar var ráðinn til starfa æskulýðsfulltrúi, sérmenntaður „á sviði frítímans“. Frá þeim tíma hefur verið lyft Grettistaki, eins og áður er lýst. Nú hafa hafnfirsk ungmenni aðgang að öflugum félagsmið- stöðvum, hver í sínu heimahverfi, sem stýrt er af hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Þessi uppbygging hefur farið fram undir stjórn æskulýðsfull- trúans sem ráðinn var 1986, Árna Guð- mundssonar, sem ný- lega ákvað að hverfa til annarra starfa, eftir næstum tveggja áratuga farsælt starf. Uppbyggingin, fyrirkomulagið og sú skýra sýn á mikilvægi starfs með ungmennum utan hefðbundins skólatíma hefur víða vakið athygli og horft hefur verið til uppbyggingar og fyrir- komulags æskulýðsmála í Hafnarfirði annars staðar að af landinu. Það er ljóst að fráfarandi æsku- lýðsfulltrúi skilar mjög góðu búi. Í áhöfninni er valinn maður í hverju rúmi og ljóst að það er bjart framundan í æskulýðs- málum í Hafnarfirði, enda verður áfram unnið í anda þeirrar stefnu mörkuð var undir forystu fyrr- verandi æskulýðsfulltrúa. Um leið og honum er sendar góðar kveðjur með ósk um jafn mikla velgengni í starfi á nýjum vett- vangi, eru honum þökkuð mikil og farsæl störf í þágu hafn- firskrar æsku. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs. Umskipti í æskulýðs- málum sl. tvo áratugi Guðmundur Rúnar Árnason Gróa Guðmundsdóttir: „Margar greinar.“ Hannes Guðmundsson: „Nám í mörgum greinum er þetta ekki iðngreinanám?“ Sigrún Sigurþórsdóttir: „Að krakkarnir velja sjálfir hver sitt fag.“ Soffía Sturludóttir: „Eftir 10. bekk fyrir nemendur sem vilja koma sér aftur á strik.“ Spurning dagsins Veistu hvað fjölgreinanámið er? Rétt svar: Fjölgreinanám er námsframboð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk sem vilja auka vægi verklegra greina. Námið er fyrir nemendur í Hafnarfirði og deildin tilheyrir Lækjarskóla og er staðsett í Menntasetrinu við Lækinn. — Unnið af nemendum í fjölgreinanáminu. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði var stofnað 16. apríl 1923. Ákveðið var á stofn- fundinum að þetta yrði fyrst og fremst fjáröflunarfélag til þesss að styrkja kirkjuna og fjármagna kaup á ýmsum hlutum sem kirkjuna vantaði. For- maður var þá frú Guðrún Einarsdóttir, ritari frú Þorbjörg Bergmann og gjaldkeri frú Elísabet Erlingsen. Ef litið er á sögu Fríkirkjunnar í Hafnar- firði má ljóst vera að hlutur Kvenfélagsins hefur verið gríðarlega mikilvægur. Allt frá upphafi hefur kvenfélagið fært kirkjunni sinni stórar gjafir og stutt við starfið á allan hátt. Má geta þess að kvenfélagið átti frumkvæðið að því á 7. áratugn- um að hefja barnastarf við kirkj- una á sunnudagsmorgnum. Hefur kvenfélagið alltaf lagt mikið metnað í það að styðja allt starf fyrir börn og unglinga. Auk þess að standa fyrir skemmtilegu starfi fyrir sínar félagskonur. Starf kvenfélaga á landsvísu hefur ætíð verið öflugt og gott og komið mörgu þörfu og góðu verki til skila. Hins vegar hefur borið á fækkun félagsmanna slíkra félaga og því vert að spyrja hverju sætir. Eitt er víst, félags- skapurinn er þarfur. Því má spyrja sig: Eru konur áhugalausar um framtíð kirkna sinna og safnaða? Svo tel ég ekki vera og yfir höfuð hlýhugur ríkjandi í garð kirkjunnar þó svo meira beri á neikvæðri umfjöllun ef upp kem- ur. Vil ég hvetja allar konur til þess að hugleiða með sjálfum sér hvort félagsskapur á borð við kvenfélög sé eitthvað fyrir þær. Víst er að við konur getum lagt okkar af mörkum til þess að styrkja starf kirkna okkar um leið og við eignumst vett- vang til þess að koma skoðunum okkar á framfæri eða einfaldlega gera okkur glaðan dag í góðra vinkvenna hópi. Messa næsta sunnudags verður helguð málefnum kvenfélagsins og hefst kl. 13. Höfundur er prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Kvenfélagið sterkur bakhjarl Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Í síðustu viku voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í sundátakinu „Sund er fyrir alla“ sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð fyrir í sumar í sundlaugum bæjarins í samstarfi við bæjar- yfirvöld og Actavis. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri afhenti viðurkenningarnar við athöfn í Suðurbæjarlaug og þau sem hlutu viðurkenningu voru: Anna Karen Gunnarsdóttir, Elín Ósk Traustadóttir, Björn Sigurðsson og Stefanía Knútsdóttir. Sund fyrir alla Fengu viðurkenninguKörfubolti um helgina Um helgina fer fram gríðarsterkt æfingamót í Körfuknattleik kvenna. Mótið verður haldið á föstudeginum í Íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 18.30 og 20 en á laugardeginum á Ásvöllum klukkan 12.30 og fram eftir degi. Í þessu móti mæta Íslandsmeistarar Hauka, Keflavík og UMFG með sín sterkustu lið á mótið og danska stórliðið SISU mætir til leiks með sitt sterkasta lið. Styrkleiki SISU liðsins er álíkur og bestu liða hér á landi. Þetta er liður að því að efla kvennakörfuna hér á landi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.