Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 14. desember 2006 Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar Opnunartímar 15.-23. desember frá kl. 10-22 er í Hvalshúsinu, við Flatahraun, beint á móti Nóatúni Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarstarfa Jólasveinar koma með jólatrén heim dagana 20., 21., og 22. des. frá kl. 18-21             Fimleikafélag Hafnarfjarðar varð 75 ára 15. október 2004 og var á afmælisárinu ákveðið að skrifa sögu FH í 75. Var skipuð ritnefnd og Björn Pétursson, sagn- fræðingur og FH-ingur fenginn til verksins sem nú lítur dagsins ljós. Margir muna 30 ára sögu FH sem var mjög skemmtilega uppbyggð og vakti áhuga hvers lesenda á þeim fjölmörgu afreksmönnum sem kepptu með FH. Síðar kom út 50 ára af- mælisblað en Saga FH 75 ár spannar öll árin 75 auk þess sem á skilmerkan hátt er sagt frá íþróttastarfi í Hafnarfirði fyrir þann tíma og aðdraganda að stofnun FH. Hver kafli í bókinni spannar um einn áratug þar sem dregnir eru saman í upphafi helstu atburðir hvers árs. Síðan er hverju ári gerð skil og auðvelt er að átta sig á því hvaða ár er verið að skoða því ártal er ritað efst á blaðsíðurnar. Þetta gerir að mjög auðvelt er að blaða í bókinni og skoða afmörkuð tímabil en sennilega er þetta ekki bók sem tekin er með í rúmið og lesin frá upphafi til enda þó ekki væri nema fyrir það að hún er yfir 400 síður og í A4 broti. Bókin er mjög áhugaverð hverjum íþróttaáhugamanni og vel og skilmerki- lega unnin og skemmtilega framsett. Bók- in er til sölu í Bókabúð Böðvars og hjá FH. Heljarinnar bók um heljarinnar sögu Saga FH í 75 ár komin út www.fjardarposturinn.is Sendu jólakveðju í jólablaðinu 21. desember

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.