Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Side 8

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Side 8
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 14. desember 20068 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006 Kór Flensborgarskólans heldur hátíðartónleika sína í hinum nýja og glæsilega sal Flensborgar- skólans, Hamarssal á laugar- daginn kl. 16. Gestir tónleikanna verða þau Páll Óskar og Monika en stjórn- andi kórsins er sem fyrr Hrafn- hildur Blomsterberg. Flutt verður hátíðardagskrá er hittir beint í hjartastað, gömul og ný jóla- og aðventulög í vönd- uðum flutningi áttatíu manna ungmennakórs og tvíeykisins Páls Óskars og hörpuleikarans Moniku. Boðið verður upp á frítt kaffi og meðlæti í hléi. Forsala miða er hafin í Súfistanum og hjá kór- félögum. Vinakvöld á aðventu Kórs Flensborgarskólans og Páll Óskar og Monika Hvaleyrarbraut hefur verið lokuð vegna endurnýjunar lagna í götunni frá því 4. október og hafa fjölmargir íbúar haft samband við Fjarðarpóstinn og lýst óánægju sinni með seina- gang framkvæmda og skort á upplýsingum en lokunin var hvergi auglýst og merkingar við- vaningslegar. Lesandi sem hafði samband sagðist hafa hringt í Hafnar- fjarðarbæ og þá hafi átt að opna eftir þrjár vikur. Þær þrjár vikur séu löngu- löngu liðnar. Að sögn Ishmaels Davids á umhverfis- og tæknisviði Hafn- arfjarðarbæjar er stefnt að því að verkinu verði lokið fyrir jól en segir að veður geti þó haft áhrif á framgang verksins. „Ef veður hamlar malbikun fyrir jól mun gatan verða opnuð,“ segir Ismael í svari við fyrirspurn Fjarðar- póstsins. Hvaleyararbrautin er nú lokuð við Holtabraut/Hólabraut og öll umferð sem áður fór um götuna er nú beint á Suðurbrautina. Ekki hafa enn borist svör frá Hafnarfjarðarbæ hvers vegna verkið tekur svo langan tíma sem raun ber vitni þó heyrst hafi að lagnir hafi leynst í götunni sem ekki komu fram á teikningum án þess að sú frétt hafi fengist staðfest. Fjölmörg fyrirtæki eru á svæðinu og eykur þetta mjög umferð þungra bifreiða um Suð- urbrautina, m.a. fram hjá leik- skólanum Smáralundi. Hvaleyrarbraut lokuð frá byrjun október Óánægja íbúa með seinagang Mozart-tónleikar Camerarctica hafa verið fastur liður í aðventu- hátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kerta- ljósin á síðustu dögum hennar og heyra kammerkórinn Camer- arctica leika ljúfa tónlist í Hafn- arfjarðarkirkju. Á þessu ári hefur verið haldið upp á að 250 ár eru liðin frá fæð- ingu Wolfgangs Amadeusar Mozart. Af því tilefni leikur Camerarctica á upprunahljóð- færi eins og þau sem tíðkuðust á klassíska tímanum, hljóðfæri sem bera með sér andblæ liðinna alda, þegar lífið var rólegra og hljóðlátara. Tónleikarnir eru klukkustund- arlangir og verða Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 20. des- ember klukkan 21. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ármann Helgason, klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari, Svava Bernharðs- dóttir, lágfiðluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn, nemendur og eldri borgarar fá afslátt og ókeypis er fyrir börn. Mozart við kertaljós Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju á miðvikudagskvöld ... menningarpóstur Hafn f i rð inga f rá 1983 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Gamlar myndir úr bæjarlífinu Áslaug Gunnarsdóttir sendi blaðinu þessa mynd en hún er ein margra úr safni föðurs hennar heitins, Gunnar Bjarnasonar, trésmíðameistara. Myndirnar eru úr skátasafni hans og er myndin að ofan sennilega frá Sumar- deginum fyrsta um miðja síðustu öld. Gaman væri ef einhver lesandi gæti tímasett myndina nánar myndin sýnir Hafnarfjarðar- kirkju til hægri og þar fyrir aftan sést í gömlu Dvergshúsin við Lækinn, þá Einarsbúð og Skál- ann svo einhver hús séu nefnd. Verslum í Hafnarfirði! . . . það e r svo s tu t t að fa ra!

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.