Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 21. desember 2006 www.fjardarposturinn.is eina hafnfirska bæjarblaðið Lýst eftir vitnum Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að umferðarslysi er átti sér stað laust eftir mið- nætti laugardaginn 16. desem- ber sl. á Álftanesvegi. Einn maður lést í slysinu. Sérstaklega leitar lögreglan eftir því að ná tali af öku- mönnum tveggja bifreiða sem komu að vettvangi skömmu eftir slysið og talið er að hafi séð aðdraganda þess. Eru vitni beðin um að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði í síma 525 3300. Jólaball Hauka á Ásvöllum Glæsileg jólaskemmtun Hauka verður haldin í veislusal félagsins á Ásvöllum í dag frá kl. 16-18. Margvísleg skemmti- atriði verða í boði, landsfrægir jólasveinar kíkja í heimsókn og stýra söng og dansi kringum jólatréð, leynigestur sýnir töfra- brögð og spilað verður jóla- bingó. Kaffi og meðlæti fyrir börn og fullorðna á boðstólum. Aðgangseyrir er 500 kr og eru tvö bingóspjöld og sælgætis- poki innifalið í verðinu. Einnig verða allir keppnis- búningar Hauka síðan í fyrra til sölu á lágu verði, 250 kr. fyrir búning, stuttbuxur eða mark- mannsbuxur, og 500 kr. fyrir íþróttagalla eða íþróttatöskur. Margt af þessu er lítið notað og sumt nánast ekkert. Allur ágóði af þessari sölu verður notaður í kaup á íþróttabúningum fyrir yngri flokkana. Barna- og unglingaráð knatt- spyrnudeildar Hauka hefur undirbúið og endurvakið jóla- ball Hauka og er mikil til- hlökkun hjá Haukafólki að hitt- ast í góðra vina hópi á aðvent- unni. Allt Haukafólk, sem og aðrir Hafnfirðingar, er innilega velkomið á þessa jólaskemmt- un fjölskyldunnar. www.frikirkja.is Fríkirkjan Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18 Erna Blöndal syngur einsöng og Björk Níelsdóttir spilar á trompet. Prestur: Einar Eyjólfsson. Jólasöngvar á jólanótt kl. 23.30 Eyjólfur Eyjólfsson syngur einsöng. Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 Björk Níelsdóttir syngur einsöng og spilar á trompet. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Gamlársdagur Aftansöngur kl. 18 Kórstjóri: Örn Arnarson. Organisti: Skarphéðinn Hjartarson. Hrafnista: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 16. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 16. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Allir alltaf velkomnir 24. desember – aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18 Tríóið Furan úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kemur fram. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Organisti: Antonía Hevesi. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30 Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson. 25. desember – jóladag: Hátíðarguðsþjónusta kl.14 Málmblásarasveit úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar kemur fram. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Organisti: Antonía Hevesi. Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson. 26. desember – annan dag jóla: Fjölskyldu- og skírnarguðsþjónusta kl. 14 Rannveig Káradóttir syngur og segir jólasögu. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur og sýnir jólahelgileik. Prestar: Prestar Hafnarfjarðarkirkju. 31. desember – gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18 Klarinettutrío úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Organisti: Antonía Hevesi. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. 1. janúar – nýársdag 2007: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Ræðumaður: Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Málmblásarakvintett Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur. Einsöngvari: Svava Kr. Ingólfsdóttir. Kór Hafnarfjarðarkirkja syngur. Organisti: Antonía Hevesi. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Kátir krakkar og foreldrar á aðventukaffi í leikskólanum Álfasteini. Lj ós m .: S m ár i G uð na so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.