Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 12
www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 21. desember 200612 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. desember 2006 Nýlega var tekin í notkun ný og glæsileg götunarvél í Flúr- lömpum. Hún byltir í raun allri framleiðslu á lömpum hjá fyrir- tækinu en vélin er tölvustýrð og getur gatað stálplötur eftir teikn- ingum og skiptir sjálfvirkt um verkfæri. Kemur vélin í stað handvirkrar vélar og léttir til mik- illa muna alla vinnslu þar sem ekki þarf að framleiða mikið magn í einu en ekki þarf lengur að stilla hverja vinnslu og ná- kvæmnin er miklu meiri. Vélin er keypt af Iðnvélum í Hafnarfirði. Flúrlampar ehf., er fram- leiðslu- og sölufyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 1977 og fagn- ar því 30 ára starfsemi á næsta ári. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hönnun og smíði á hverskonar flúrlömpum, bæði stöðluðum útfærslum og sérsmíði. Einnig flytur fyrirtækið inn mikið úrval af vönduðum lömpum og búnaði frá virtum fyrirtækjum á þessu sviði, þ.á.m. rakaþétta flúrlampa og neyðarljós, svo og allt efni til lampagerðar að undanskyldu plötujárni. Fyrirtækið á að baki víðtæka reynslu í þróun og smíði flúr- lampa sem notaðir eru við marg- víslegar aðstæður bæði inni og úti. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 5 starfsmenn m.a. við smíði á iðnaðarlömpum, kappa- og skápalömpum, innfelldum lömpum og við ýmsa sérsmíði. Lampar frá Flúrlömpum ehf. eru notaðir um allt land og á höfuðborgarsvæðinu, í fyrirtækj- um, skólum, stofnunum og á einkaheimilum. Nýjasta stóra verkefni Flúrlampa var sérsmíði á öllum loftljósum í nýja skrif- stofubyggingu Morgunblaðsins sem nam um 700 m ef öll ljósin hefðu verið lögð saman. Á síðustu árum hafa dimm- anlegir lampar, DALI ljósastýr- ingar og ljósastýrikerfi verið vaxandi þáttur í starfsemi fyrir- tækisins. Er þetta allt frá þrýsti- rofastýrðum ljósastýringum til tölvustýrðra lausna fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum. Hefur fyrirtækið sett upp slík kerfi m.a. hjá Land- spítala-háskólasjúkrahúsi og aðalstöðvum Nýsis hf. Frá því í júlí 2005 hefur fyrir- tækið haft umboð á Íslandi fyrir NARVA perur sem eru gæða- perur framleiddar í Þýskalandi. Þessar perur voru hér á mark- aðnum fyrir nokkrum árum og reyndust þá mjög vel. Þessum perum hefur verið vel tekið af viðskiptavinum fyrirtækisins og hafa selst á þriðja tug þúsunda pera að sögn Jóns A. Marinós- sonar hjá Flúrlömpum. Flúrlampar fá fullkomna götunarvél Jóhann Haraldsson, eigandi Flúrlampa við nýju vélina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur Félag iðn- og tæknigreina HUG M YN D & H Ö N N U N / SC O PE

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.