Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 21. desember 2006
Félagar í Björgunarsveit Hafn-
arfjarðar eru nú á fullu í fjár-
öflunum sínum. Jólatrjáasala er í
hámarki þessa dagana og einnig
er undirbúningur fyrir flug-
eldasöluna kominn á fullt. Þessar
tvær fjáraflanir eru mjög mikil-
vægar fyrir björgunarsveitir
landsins og geta skipt sköpum
þegar á reynir. Starf Björgunar-
sveitar Hafnarfjarðar byggist að
langstærstum hluta á þessum
tveimur lykilfjáröflunum ár hvert.
Leiðandi í björgunarstarfi
Í gegnum árin hefur Björg-
unarsveit Hafnarfjarðar verið
leiðandi í starfi björgunarsveita á
landinu og er þar mestu um að
þakka öflugum félögum sem og
ríkum vilja Hafnfirðinga til þess
að styðja við bakið á sveitinni.
Nú um áramótin sem og fyrri
áramót leitar sveitin til bæjarbúa
um stuðning við starfið því í
þeirra styrk liggur ykkar öryggi.
Allt unnið í sjálfboðavinnu
Allir félagar björgunarsveit-
arinnar eru í sjálfboðavinnu og
eru til taks allan sólahringinn,
allt árið ef á reynir. Starf sveitar-
innar er því afar mikilvægt sem
hluti af öryggisneti landsmanna.
Að sögn Júlíusar Gunnarssonar,
formanns sveitarinnar, er um
80% af rekstrarfé sveitarinnar
komið af sjálfsaflafé og er það
nýtt til þjálfunar félaga, endur-
nýjunar og viðbótar við tækja-
kost auk annars starfs s.s. ung-
liða- og nýliðaþjálfunar. Án
þessara fjáraflana stæðu björg-
unarsveitir ekki jafn vel að vígi
og þær gera nú í dag. Þess má
geta að allur ágóði rennur óskipt-
ur til uppbyggingar á starfi
sveitarinnar.
Forvarnir
Forvarnir tengdar flugeldum
hafa á undanförnum árum dregið
verulega úr slysum af völdum
flugelda auk þess sem vöruþróun
hefur leitt til mikillar gæðaaukn-
ingar og hefur það verið stefna
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
undanfarin ár að
selja ekki
u n g -
mennum undir 16 ára aldri flug-
elda.
Nýr fjölskyldupakki
Nú í ár var brugðist við þeim
áskorunum að hafa stærri fjöl-
skyldupakka og bættist við pakk-
inn Trölli. Minnsti pakkinn, Trít-
ill, mun því hverfa úr sölu. Bar-
dagarnir, brennurnar og kappa-
terturnar verða áfram á sínum
stað ásamt rakettunum.
Sölustaðir
Engin breyting
verður á staðsetningu sölu-
staðanna í ár. Risaflugeldamark-
aðurinn verður í húsnæði Björg-
unarsveitarinnar við Flatahraun
(gamla slökkvistöðin) og svo
verða þrír aðrir
sölustaðir, Fornubúðir við smá-
bátahöfnina, Skátamiðstöðin
Hraunbyrgi við Víðistaðatún og
Haukahúsið við Ásvelli. Opið
verður frá kl. 9-22 dagana 28.-
30. desember og svo frá kl. 9-16
á gamlársdag.
Flugeldasýningin verður
haldin yfir höfninni föstudaginn
29. desember kl. 20.30.
Flugeldasala björgunarsveitanna
forsenda björgunarstarfs í landinu
Þeir sem versla hjá björgunarsveitunum leggja sitt af mörkum til að fjármagna björgunarstörf
Ásgeir með nýjan nætursjónauka um borð í Einari Sigurjónssyni.
Frá skipsstrandi í Hafnarfjarðarhöfn - Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur aðstoða lóðsbátana.
Frá sýningu á sjómanna-
deginum 2005
Gosin, raketturnar og
terturnar eru allar
kenndar við viðburði
úr Íslandssögunni.
Mikilvægt er að nota hlífðar-
gleraugu og vera ekki í eld-
fimum fötum við að skjóta upp
flugeldum og skotkökum.
Munið að áfengi og skoteldar
fara aldrei saman.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
B
jö
rg
un
ar
sv
ei
t H
af
na
rfj
ar
ða
r
Lj
ós
m
.:
B
jö
rg
un
ar
sv
ei
t H
af
na
rfj
ar
ða
r