Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. desember 2006 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 54 24 1 2/ 06 Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur Takið þátt í jólaleiknum á www.or.is www.or.is Fyrirtækið Nýsir er stórt og sífellt stækkandi fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í eignarhaldi og rekstri fasteigna og var Iðnskól- inn í Hafnarfirði fyrsta húsið sem fyrirtækið byggði og leigir. Síðan hefur byggingunum fjölg- að og þekktasta verkefnið sem Nýsir hefur tekið þátt í er eflaust tónleika- og ráðstefnuhúsið stóra sem brátt rís í miðborg Reykja- víkur. Fjarðarpósturinn leitaði til Sig- fúsar Jónssonar forstjóra Nýsis og forvitnaðist um fyrirtækið. „Fyrirtækið var stofnað árið 1991 sem ráðgjafafyrirtæki og með viðskiptaþróun í huga. Við byrjuðum fljótt að vinna í sjávar- útvegi í Namibíu þar sem við höfðum náð okkur í viðskipta- tengsl og má segja að reksturinn þar hafi komið undir okkur fót- unum.“ Upphafsmenn í fyrirtæk- inu, Sigfús og Stefán Þórarins- son eiga fyrirtækið í dag en Skagstrendingur á Skagaströnd og nokkrir aðrir voru með í upp- hafi en þeir Sigfús og Stefán keyptu þá síðar út. Bakgrunnur félaganna var ólíkur, Stefán hafði verið í sjávarútvegsráðu- neytinu og hjá Þróunarsam- vinnustofnun m.a. í Afríku en Sigfús var áður en Nýsir var stofnað, bæjarstjóri á Akureyri. Sigfús er fæddur á Akureyri en ólst að mestu upp í Reykjavík. Sigfús er með bs í landafræði með sögu og jarðfræði sem aukagreinar og mastersgráðu í landfræði og borgarskipulagi og tók doktorsgráðu frá Newcastle- háskólanum í byggðaþróun á Íslandi 1900-1940. Hann vann um árabil við sameiningu sveit- arfélaga og vann einnig sem ráð- gjafi í heilbrigðisþjónustu m.a. við sameiningu Borgarspítala og Landakots. Úr sjávarútvegi í Afríku í einkarekstur í Hafnarfirði „Við settum á stofn í Namibíu sjávarútvegsfyrirtæki, Seaflower Whitefish með Íslenskum sjáv- arafurðum og fleirum en fórum einnig að vinna fyrir namibísk stjórnvöld og tókum m.a. að okkur rekstur á hafrannsóknar- skipi eftir útboð árið 1993 sem var fyrsta reynsla okkar af rekstri fyrir hið opinbera. Einnig vorum við mjög öflugir í ráðgjafa- þjónustu, m.a. við fyrirtæki, sveitarfélög og ríki.“ En árið 1998 verða umskipti í rekstri fyrirtækisins er Nýsir býður í byggingu og rekstur Iðn- skólans í Hafnarfirði í svo kall- aðri einkaframkvæmd en Sigfús segir að góð reynsla af Hval- fjarðargöngunum, sem hafi verið fyrsta stóra íslenska einkafram- kvæmdin, hafi ýtt við mönnum og opnað augu manna fyrir möguleika á þessari aðferð við byggingu Iðnskólans. „Þetta hefur stækkað mikið síðan og okkur óraði ekki fyrir því hversu umfangsmikið þetta yrði en nú erum við komir út í sambærileg verkefni erlendis.“ Einkaframkvæmdir hafa verið nokkuð umdeildar og voru það sérstaklega hér í bæ þar sem skólar, leikskólar og íþróttahús voru byggð með þessum hætti. „Einkaframkvæmd hentar vel í ýmsum tilfellum en menn hafa stundum verið að nota þessa aðferð þar sem hún hentar ekki sérlega vel en sleppt henni þar sem hún ætti vel við.“ Nefnir hann sem dæmi gamlar skóla- byggingar sem þarfnast mikilla endurbóta og segir að þar henti oft betur að rífa þær gömlu og byggja nýjar. Í einkarekstri sé mun meira frelsi en í opinberum rekstri til að taka viðskiptalegar ákvarðanir og það gerir muninn. Hins vegar sé slæmt að nýta einkaframkvæmdina í sveitar- félögum þar sem pólitísk sam- staða er ekki góð. „Eftir Iðnskólann var boðin út bygging leikskólans Álfasteins í Hafnarfirði, leikskóla í Grinda- vík, fimleikahúss Bjarkar, Lækj- arskóla, Sóltúns í Reykjavík og ýmissa fleiri bygginga og við buðum í allar þessar byggingar og fengum flestar þeirra." Segir Sigfús að ekkert annað fyrirtæki sé í alveg sambærilegum rekstri og Nýsir líklega eina fyrirtækið sem sérhæfir sig í rekstri fast- eigna. Mikil útrás í Bretlandi Nýsir keypti í haust 69% hlutafjár í fyrirtækinu Operon, sem er þekkt fyrirtæki í fast- eignarekstri í Bretlandi. Nýsir hefur keypt tvö einkafram- kvæmdafyrirtæki í Bretlandi, annað sem á fjóra skóla og hitt sem á m.a. nýtt ráðhús Ruthin í Wales. Operon sér síðan um allan rekstur á þessum fast- eignum en það fyrirtæki sinnir eingöngu rekstri fasteigna, lagnahönnun og ráðgjöf. Sl. föstudag var tilkynnt að Nýsir UK hafi unnið samkeppni um byggingu 10 skóla og einnar íþróttamiðstöðvar í einkafram- kvæmd í Aberdeen í samstarfi við Operon. Samstarfsaðilar eru Operon, Landsbankinn, Pihl & Søn, móðurfyrirtæki Ístaks og VÍS auk íslenskra arkitekta en stofnkostnaður er áætlaður 15 milljarða ísl. kr. Segir Sigfús mikil verkefni framundan í endurbyggingu skólamannvirkja í Bretlandi. Nýsir Danmark á tvær bygg- ingar í Danmörku, stóra bygg- ingu fyrir danska skattinn í Norðurhöfninni í Kaupmanna- höfn og viðskiptahús í Brøndby en Nýsir keypti danskt fyrirtæki í rekstri og segir Sigfús að Danir séu ekki nógu hungraðir í stórviðskipti og þar liggi mögu- leiki Íslendinga og fleiri. Í nýjar höfuðstöðvar Nýsir hefur verið í Hafnarfirði síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði var byggður og nýverið flutti fyrirtækið í nýtt og endurbætt húsnæði að Reykjavíkurvegi 74 þar sem Iðnskólinn var áður til húsa. Húsið hefur allt verið end- urbyggt og stækkað og nýlega opnaði Café Konditori Cop- enhagen kaffihús á jarðhæðinni en það er dótturfélag Nýsis. Þar er einnig til húsa annað dótt- urfélag Nýsis, Miði.is en eftir er að ráðstafa nokkru af húsnæðinu á jarðhæðinni. En dótturfélögin eru fleiri því Nýsir á fyrirtækið Sal, sem rekur heilsugæslustöð í Kópavogi og Menntaskólann Hraðbraut sem Nýsir á að hálfu. Öll þessi fyrir- tæki á Nýsir í samstarfi við aðra aðila. Starfsemin er því orðin mjög fjölbreytt og um 3-400 manns vinna við fyrirtækin á Ís- landi og Operon í Bretlandi er með um 900 manns og því vel á annað þúsund manns í þjónustu Nýsis og tengdra fyrirtækja. Framundan „Tónleika- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík og sókn inn á Bret- landsmarkað í einkaframkvæmd eru helstu verkefnin framund- an,“ segir Sigfús, „ég sé miklu meiri vöxt fyrir mér í Bretlandi en í Danmörku, þar er gífurleg þörf fyrir endurbyggingu á skól- um og ríkisstjórnin þar er í átaki við að endurbæta skólabygging- arnar þar. Þörfin fyrir skólabygg- ingar í Danmörku er miklu minni.“ Í fasteignarekstri í þremur löndum Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis landaði milljarða samningi í Bretlandi Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis og Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður í nýju höfuðstöðvunum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.