Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 21.12.2006, Blaðsíða 2
Jólaganga Hafnarfjarðar Rótarýfélagar bjóða bæjarbúum í göngu á Þorláksmessu Jólagangan er skemmtileg ganga um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem megin markmiðið er að færa líf í Fjörðinn á Þorláks- messukvöld. Engin ástæða sé að flykkjast til Reykjavíkur í ösina þar sem Fjörðurinn okkar hefur upp á svo margt að bjóða þegar kemur að því að komast í hið sanna jóla- skap og að undirbúa jólin. Jóla- gangan er fyrir stórfjölskylduna og genginn verður stuttur hringur um miðbæ Hafnarfjarðar en lagt verður af stað kl. 19.30 á Þorláksmessu frá Fríkirkjunni. Jólasöngur og kyndlar setja skemmtilegan blæ á göngunaen henni lýkur með kertafleytingu á Thorsplaninu og þátttöku í dag- skrá jólaþorpsins þar sem hljóm- sveit og söngvarar flytja gömlu góðu jólalögin. Hafnfirðingar eru hvattir til að fjölmenna í jólagöngu Hafnarfjarðar. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. desember 2006 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Jólaþorpið Á Þorláksmessu verður dagskrá í jólaþorpinu kl. 14 og kl. 20. Kl. 14 syngur Öldutúnsskólakórinn, Jaðar- leikhúsið verður með jólalist, Karíus og Baktus mæta, Grýla grettir sig og félagar úr Rimmugýgi sýna bardaga- list. Kl. 19.30 verður Jólaganga Hafnarfjarðar frá Fríkirkjunni og kl. 20 verða gleðilegir jólatónleikar. Óperukór Hafnarfjarðar og Elín Ósk koma gest- um í hátíðarskap og hljómsveit jóla- þorpsins ósamt Óla Má, Ragga Bjarna, Esther og Ívari leika gömlu amerísku jólalögin. Fróðleiksmolar í Pakkhúsinu Í kvöld kl. 20 - íslensk jólasöngvaka. Flytjendur eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Á vökunni verða flutt gömul íslensk jólalög af andlegum og veraldlegum toga, sálmar og hátíðarsöngvar í bland við grýlukvæði og jólasveinavísur. Það var lítill jólabragur yfir síðasta bæjar- stjórnarfundi þessa árs þar sem síðari umræða um fjárhagsáætlun fór fram. Í sjálfu sér er þetta skondið heiti því í raun er engin fyrri umræða því þá kynnir bæjarstjórinn áætlunina og aðrir segja sem minnst. En það er kannski ekki við því að búast að jólalegt sé yfir slíkum umræðum enda ekki þess eðlis. Manni finnst samt hálf pirrandi að vera ganga frá þessu svona rétt fyrir jólin, mæti gjarnan ljúka málinu eitthvað fyrr. Sitt sýnist hverjum um stöðu fjármála bæjarins og sjálfstæðismenn segja skuldir bæjarins hafa aukist um þrjá milljarða á fjórum árum og vitna þá í yfirlit um fjárstreymi bæjarsjóðs en bæjarstjóri segir þar tekið með skuldaaukningu fyrri meirihluta. Bæjarbúar sýna þessari umræðu lítinn áhuga og kannski er áhyggjuefni hversu lítinn áhuga bæjarbúar sýna á stjórnun bæjarins. Jólin koma hlaupandi á móti okkur og ef við erum viðbúin getum við notið þeirra í faðmi fjölskyldu eða vina. Það er löngu liðin tíð að ég kepptist við að klára eitthvað fyrir jól. Flest má bíða betri tíma og fyrir jólin á maður bara að gera það sem maður nýtur að gera og kemur manni í gott jólaskap. Umhverfið okkar býður okkur upp á að undirbúa jólin í verslunum en kirkjurnar minna líka á sig og kannski ættu þær að vera með bás í jólaþorpinu eins og kaupmenn- irnir. Allt stefnir í rauð jól og ætti engum að bregða hér sunnanlands því þau eru líklegri en hvít jól. Flestir eru þó innandyra um jólin og í gamla daga voru frostrósir á gluggum sem hurfu að mestu með tilkomu tvöfalda glersins. Nú fæst jólasnjór í brúsum og þeir sem sakna hvítra jóla ættu kannski að sprauta honum á rúður svo hugurinn upplifi hvít jól. Ég óska þér lesandi góður gleðiríkra jóla og ég þakka ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Guð gefi þér frið um jólin. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Jólavaka föstudaginn 22. des. kl. 22:00 Tónlistarflutningur: Flensborgarkórinn Stjórnandi: Hrafnhildur Blómsterberg Sigurður Skagfjörð, barítón Nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Allir velkomnir. Helgihald um jól og áramót Aftansöngur aðfangadag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Selló: Örnólfur Kristjánsson Miðnæturstund aðfangadag kl. 23:30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14:00 Barnakór, Unglingakór og Kirkjukór syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur og Úlriks Ólasonar. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Aftansöngur gamlársdag kl. 18:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson, tenór Sóknarprestur og starfsfólk Víðistaðakirkju óska íbúum Víðistaðasóknar og Hafnfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 3. Lækjarskóli - útivistarsvæði Lagt fram erindi frá skólastjóra Lækjarskóla vegna útivistarsvæð- is nemenda og ósk um sparkvöll við skólann. Sparkvellir hafa nú verið byggðir við fimm grunnskóla Hafnarfjarðar sbr. samþykkt íþrótta- og tóm- stundanefndar frá 3. maí 2004 þar sem nefndin hvetur bæjaryfirvöld til þátttöku í verkefninu í samstarfi við KSÍ. Fræðsluráð mælir með að næsti sparkvöllur verði byggður í ná- grenni Lækjarskóla og vísar erindinu til framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu. 5. Áheyrnarfulltrúi Formaður lagði fram svohljóð- andi tillögu: „Fræðsluráð Hafnarfjarðar sam- þykkir að leikskólastjórar fái einn áheyrnarfulltrúa úr sínum hópi til setu á fundum fræðsluráðs með málfrelsi og tillögurétti. Tilnefna skal aðalfulltrúa til eins skólaárs (1. ágúst til 31. júlí) í senn og ann- an til vara. Fyrsti fulltrúi sitji frá 1. janúar til 31. júlí 2007.“ 2. Fráveita, Herjólfsgata/Flókagata Lagt fram bréf Jóns Friðriks Sig- urðssonar fyrir hönd íbúa að Her- jólfsgötu 6 og 8, dags. 12. des- ember 2006, vegna skólplagna frá húsinu. Einnig lögð fram grein- argerð vegna dælingar 9. des- ember sl. Kristján Stefánsson um- sjónarmaður fráveituverkefna gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð felur um- sjónarmanni verksins að gera íbú- um grein fyrir lausn málsins í sam- ræmi við umræður á fundinum. 12. Hvaleyrarbraut, gatnagerð Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda á Hvaleyrarbraut- inni. Helga Stefánsdóttir gerði nánari grein fyrir málinu. Ástjarnarsókn í samkomusal Hauka, Ásvöllum Aftansöngur á aðfangadagskvöld kl. 18 Prestur sr. Carlos Ferrer www.astjarnarkirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.