Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. janúar 2008 Reykurinn frá malbikunarstöð Hlaðbæjar Colas er horfinn. Síðasta malbikið var framleitt í gömlu stöðinni við Hringhellu sl. föstudag en nokk urt hlé verður á mal biks framleiðslu þar til ný fullkomin stöð að Gullhellu 1 verður tekin í notk - un í mars. Að sögn Sigþórs Sigurðs - sonar, framkvæmdastjóra, var gamla stöðin kvödd með eftirsjá en á milli jóla og nýárs flutti fyrirtækið skrifstofur sínar að Gullhellu þar sem danskir verk - takar frá KVM eru nú að setja upp eina fullkomnustu mal bik - unarstöð landsins. Nýja stöðin mun verða mun stærri en gamla stöðin og getur framleitt 240 tonn á klukkutíma. Allur mengunarbúnaður er miðaður við að geta mætt kröf - um um útlosunar- og um hverfis - reglur framtíðarinnar auk þess sem stöðin er hönnuð til að geta endurunnið malbik og minnkað enn umhverfisáhrif af fram - leiðslu malbiks. Meðal nýjunga verður fram - leiðsla á hljóðdeyfandi malbiki sem minnkar veghávaða um mörg decibel og lághitamalbik sem hægt verður að flytja mun lengra til lagningar. Öll aðstaða verður mun betri á nýja svæðinu og m.a. verða efnissíló yfirbyggð en fjölmörg mismunandi steinefni eru notuð í malbik allt eftir því hvar nota á malbikið en notuð eru bæði íslensk og erlend efni í malbikið. Framleiðslutegundirnar eru fjöl - margar og vilji menn rautt malbik þá geta menn fengið það hjá Hlaðbæ Colas. Hlaðbær Colas byggir glæsilega verksmiðju Meiri mengunarvarnir í nýju verksmiðjunni en staðlar krefjast Sigþór Sigurðsson við þurrkarann og hálfuppsetta verksmiðjuna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Síðasti bíllinn við gömlu stöðina sem nú verður rifin. Á síðasta fundi fræðsluráðs gerði þróunarfulltrúi leikskóla grein fyrir starfstengdu íslensku - námskeiði sem nú er farið af stað fyrir starfsmenn leikskóla með annað móðurmál en íslensku. Á undan förn - um misserum hefur erl endum starfsmönn - um fjölgað nokkuð og eru nú 36 af u.þ.b 430 starfsmönnum leik - skól anna. Það hefur verið bæði nauðsyn - legt og gott að njóta starf skrafta þessa hóps og í mörgum tilfellum hafa starfsmenn af er lend um uppruna auðgað starf leikskól - anna með reynslu sinni og menn - ingararfleið. En það er nauð - synlegt að íslenskukunnátta um - ræddra starfsmanna verði sem best og til að ná því mark miði er nú boðið upp á 40 stunda íslensku námskeið á Skólaskrif - stofu Hafnarfjarðar. Kennt er tvær klukkustundir í senn tvisvar í viku. Hóparnir eru þrír, grunn - hópur, framhaldshópur og fram - haldshópur plús. 13 nemendur eru í grunnhópi og 13 í fram - halds hópi eða 26, sem nú eru farn ir af stað. Þeir 10 sem eftir eru hefja nám eftir páska og þá er jafnvel ætlunin að bjóða fram - haldshóp plús fyrir þá sem það hentar úr fyrri hópnum. Kennari á íslenskunám skeið - inu er Gull veig Sæ - mundsdóttir, sem er kennari að mennt og fyrr verandi ritstjóri með meiru. Skóla - skrif stofa Hafnar fjarð - ar sér um skipu lagn - ingu og unn ið er í samstarfi við Alþjóða - hús sem út veg ar kennslu gögn. Mennta - málaráðu neytið styrkir nám - skeið ið en sem kunnugt er ákvað menntamálaráðherra á síðasta ári að veita fjármagni til íslensku - kennslu útlendinga. Á sviði fræðslu ráðs og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar verður áfram unn - ið að eflingu skólastarfs á öllum stigum, til hagsbóta fyrir hafn - firska nemendur. Þátttak endum á námskeiðinu er óskað velfarn - aðar Höfundur er formaður fræðslu ráðs og forseti bæjarstjórnar. Starfstengt íslenskunám Ellý Erlingsdóttir Erlent starfsfólk leikskóla í Hafnarfirði á starfstengdu íslenskunámskeiði sem er nýhafið. Aðalskoðun hf. tók sl. fimmtu - dag í notkun afar full komna og glæsilega skoðuna rstöð fyrir ökutæki og tók Kristján L. Möller, samgönguráðherra stöð - ina formlega í notkun. Nýja stöðin, sem er sjötta skoð - unarstöð félagsins er stað sett í Skeifunni 5 í Reykjavík. Þar eru tvær afkastamiklar skoðunar - brautir fyrir fólks- og sendibíla auk brautar fyrir sér tækar skoð - anir. Brautirnar ráða við allt frá litl um fólksbílum upp í milli - stærð ir bíla og jeppa. Öll hönnun stöðvarinnar miðar að því að skoðunin gangi greið - lega fyrir sig og að aðstaða viðskiptavina sé sem best. Ekið er í gegnum húsnæðið til að auðvelda aðkomu og flæði bíla í gegnum stöðina. „Þetta er stór áfangi fyrir félagið og mikilvægur þáttur í uppbyggingu þess,“ segir Bergur Helgason fram kvæmda stjóri Að - al skoðunar hf. „Nú er töluvert af óskoðuðum bílum í landinu sem afar brýnt er að komi til skoðunar hið fyrsta. Bílum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og mikil umræða hefur verið um um ferð - ar mannvirki og öryggi í um ferð - inni. Tengivögnum, svo sem felli - hýsum og hjólhýsum hefur einnig fjölgað gífurlega á stuttum tíma. Aðalskoðun vill leggja sitt af mörkum til aukins umferðar - öryggis með því að bjóða upp á nýja og glæsilega skoðunarstöð sem hefur yfir að ráða full - komnun tækjum og aðstöðu til skoðunar á öku tækjum.“ Aðalskoðun opnar nýja fullkomna stöð í höfuðborginni Bergur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hann vakti eftirtekt hjólreiða - maðurinn í snjókomunni um daginn enda þæfingur á götum. Aðspurður sagðist hann hjóla í vinnuna allan ársins hring ef það væri mögulegt. Snjórinn væri ekki erfiðastur, verst væri þegar saltað er ofan í snjólagið án þess að hreinsa vel. Þá er ekkert hald í snjónum sagði sá hjólandi og hélt áfram áleiðis heim til sín í Garðabæ. Hjólar í vinnuna í nær öllu veðri Verst þegar saltað er í snjóinn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.