Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 24.01.2008, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. janúar 2008 Um þessar mundir fjölgar fyrirtækjum í Hafnarfirði. Gríð - arleg uppbygging er á nýjum iðnaðarsvæðum í bænum auk þess sem hafnarstarfsemin hefur verið að aukast. Atlantsskip er eitt þeirra fyrirtækja sem flutt hafa starfsemi sína í Hafnarfjörð en nýlega flutti fyrirtækið einnig höfuðstöðvar sínar úr Kópavogi í Hafnarfjörð. Í lok mars sl. hóf At lantsskip losun og lestun beggja skipa sinna á nýju 40 þús. m² svæði félagsins við Hafnar - fjarðarhöfn. Blaðamaður Fjarð ar póstsins heimsótti Davíð Blön dal, fram - kvæmdastjóra Atlants skipa í nýjum höfuðstöðvum fyrirtæk is - ins að Cuxhavengötu 1 en hann kom til starfa hjá fyrir tækinu í nóv ember sl. Sagði hann flutn - inginn nú vera seinni áfangann í flutningi til Hafnar fjarðar. Fyrst hafi gámavöllurinn verið tekinn í notkun en nú hafi skrifstofur fyrirtækisins verið fluttar í nýtt húsnæði að Cux havengötu og nýtt 1200 m² vöruhús verið tekið í notkun hinum megin við götuna, í Fisk markaðsshúsinu. Segir Davíð staðsetninguna falla mjög vel að starfsemi Atlants - skipa. Samstarf við Hafnar fjarð - arhöfn hafi verið mjög gott auk þess sé Tollurinn í sama húsi og skrifstofur Atlants skipa og sam - starfið við tollinn hafi einnig ver - ið mjög gott enda sé það sam - eiginlegt markmið aðila að sýna sveigjanleika í þjónustu við við - skiptavini. Hröð uppbygging Davíð segir Atlantsskip aðeins 10 ára gamalt fyrirtæki en koma þess inn á markaðinn hafi ýtt verulega við stóru skipafélög - unum sem voru á markaðnum fyrir. Starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið mjög hratt og bjóði Atlantsskip nú alhliða flutnings - miðlun og geti útvegað flutning hvaðan sem er í heiminum og hvert sem er. Árið 2002 hóf félagið Evrópusiglingar eftir að hafa annast flutninga varnar - liðsins milli Bandaríkjanna og Íslands. Árið 2005 hófu Atlants - skip svo að bjóða upp á daglegar flugsendingar frá öllum heims - hornum. Aðspurður um strandflutninga segir Davíð að þetta hafi verið kannað gaumgæfilega hjá fyrir - tækinu og talið hagkvæmt fyrir vissar tegundir af vörum. Þegar áform fyrirtækisins hafi verið gerð opinber hafi verð á land - flutningi hins vegar lækkað sem gert hafi verkefnið óarðbært. Þau verð hafi síðan hækkað aftur þegar áform Atlantsskipa voru slegin af. Davíð telur að flutn - ing ur með skipum sé mjög hag - kvæmur og minni mengun af þeim flutningi en með flugi eða flutningabílum og telur að meira verði horft til þessara þátta í framtíðinni. „Fyrirtækið er að vaxa mjög hratt. Nýlega var opnuð skrif - stofa í Hollandi og á skrif stof - unni hér á landi hefur starfs - mönn um verið fjölgað um ná - lægt 20% á síðustu mánuðum. Nú erum við að yfirfara alla verk ferla, fínpússa og endur - skipu leggja til að gera starf - semina enn betri fyrir við - skiptavini“. Segir Davíð að tvö skip geti annað starfsemi fyrir - tækisins á næstunni en nú losi og lesti skipin í sinni hvorri vikunni í Hafnarfirði. Skip félagssins eru Kársnes, 384 gámaeiningaskip og A.S. Africa, 300 gáma - einingskip. Auk Hafnarfjarðar er komið við í Immingham í Skot - landi, Vlissingen og Rotterdam í Hollandi og Esbjerg í Dan - mörku. Hörð samkeppni Davíð segir samkeppnina milli skipafélaganna vera harða, hörð verðsamkeppni hafi komið upp með jöfnu millibili og hafi flutningsmiðlarar hafi einnig áhrif á samkeppnina. Koma Atlantsskipa inn á siglinga - markaðinn hafi verið mjög stór þáttur í því að skapa þá sam - keppni, neytendum til hagsbóta. Sem dæmi nefnir hann dóm sem Eimskip fékk á síðasta ári eftir kæru samskipa frá 2002 en þar var Eimskip dæmt til að greiða 320 millj. kr. vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Í ákvörðun Samkeppnisstofnunar kemur skýrt fram að félögunum þótti ógn í starfsemi Atlantsskipa og þar má m.a. lesa tölvupóst forstöðumanns Eimskips í Banda ríkjunum við forstöðu - manns viðskipta þjónustu vegna til rauna til að ná viðskiptavini frá Atlantsskipum: „Mér er ekki rótt af því að þurfa að gefa eftir í baráttunni í samkeppninni við Atlantsskip, sérstaklega þar sem við ættum að vera sterkari en þeir á endasprettinum.“ Þetta er til marks um þær aðstæður sem Atlantsskip hefur þurft að mæta af hálfu samkeppnisaðila fyrir - tækisins frá upphafi. Uppbygging í Hafnarfirði „Við erum með þessum flutn - ingum að festa okkur í sessi í Hafnarfirði og sjáum fram á áframhaldandi uppbyggingu hér. Við höfum gert langtíma leigu - samning um athafnasvæðið við höfnina og höfum fjárfest veru - lega á svæðinu auk þess sem við höfum byggingarrétt á svæðinu undir skrifstofur og vöruhús.“ Höfuðstöðvar Atlantsskipa komnar í Hafnarfjörð Davíð Blöndal, framkvæmdastjóri Atlantsskipa segir frá vaxandi starfsemi Davíð Blöndal framkvæmdastjóri Atlantsskipa við Gámavöllinn við Hafnarfjarðarhöfn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bjóða upp á heildar - þjónustu í flutningum Laugardaginn 19. janúar sl. hélt Samfylkingarfélagið 60+ í Hafn - arfirði afar fjölmennan stjórn - mála fund um baráttumál líf eyris - þega og eldri borgara. Nær hundr að manns sóttu fundinn og var mikill hugur í fundargestum. Greini legt var að fólk vill breyt - ing ar, það vill framkvæmdir á sviði hjúkrunarheimila og það strax. Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hélt frábæra ræðu. Ráðherrann skýrði frá ýmsum málum sem unnið er að. Jóhanna tók við öldrunarmálunum nú um áramótin og trúa menn og treysta að hún muni berjast af sínum frábæra krafti fyrir bættum kjör - um eldri borgara á sama hátt og ör yrkja. Miklar væntingar eru bundnar við hennar framgang og væntingarstuðull í samfélaginu geysilega hár gagnvart félags - mála ráðherra. Grunnlífeyrir, hjúkrunarheim - ili, heimahjúkrun, skattar á eftir - laun, þetta eru mál sem brenna á eldri borgurum. Nú eru um 350- 400 í brýnni þörf fyrir hjúkrunar - heimili, þar af er einna mest þörfin hér í Hafnarfirði. Það kom fram á fundinum að það eru laus pláss á Hraf nistu í Hafnarfirði og í Reykjavík vegna vöntunar á starfsfólki. Laun fólks í um önn - unarstörfum verður að hækka til að hægt sé að manna stöðugildi sem laus eru. Annað er ekki boðlegt hjá ríkustu þjóð í heimi. Málefni félagsmála í Hafnarfirði. Guðmundur Rúnar Árnason bæjar fulltrúi og formaður fjöl - skylduráðs sagði frá hjúkrunar - heimilismálum í Hafnarfirði. Það kom fram að ennþá vantar grænt ljós frá ríkisvaldinu á fram - kvæmdir á byggingu hjúkrunar - heimilis á Völlum 7 í Hafnarfirði. Hafn arfjarðarbær er tilbúinn með lóð og allt sem henni tilheyrir. Bygg ing in er ekki vandamál og marg ir sem vilja byggja, en það þarf grænt ljós frá ríkisstjórn Ís lands til að standa und ir kostnaði við starf rækslu hjúkr unar - heim ilisins. Það ljós mun verða gefið von bráðar. Þjónustuíbúðir á miðsvæði Valla Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar Alþingis tjáði sig í öflugri ræðu um að hann myndi veita virðulegum félagsmála ráð - herra allan þann stuðning sem hann mögulega getur inn stjórn - ar meirihlutans til að félagsmálin séu metin á skynsamlegan hátt. Þar eru málefni jafnaðarmanna vissulega í forgangi. Skattamál voru rædd og kom fram hjá hæstvirtum félags mála - ráðherra að hún myndi vilja sjá breytingar á skattakerfinu, líf - eyris þegum í hag. Það er vonandi að Samfylkingin nái fram breyt - ingum innan ríkis stjórnarinnar, en vissulega takast á stálin stinn þegar kemur að skattabreytingum m.t.t. lífeyrisþega milli ólíkra flokka. Fjármunir lífeyrissjóða umtalsefni Að lokum vil ég koma að hug - leiðingum vegna auglýsinga um málefni lífeyrissjóðanna. Það vill svo til að undirritaður er með laun frá einum af þessum lífeyrissjóða. Ég þekki því talsvert til hvernig þessir sjóðir eru formaðir og til hvers þeir eru. Í fyrsta lagi hef ég greitt í lífeyrirsjóð i rúm 40 ár af mínum tekjum og tel mig því einn af eigendum þeirra og bendi á, að þetta kerfi var skapað til að afla mér laun er ég hætti störfum á almennum vinnumarkaði. Í dag eru sjóðirnir ekki með heimild til ráðstöfunar á byggingu hjúkr - unar heimila eða íbúða. Það má spyrja sig að því hvort að það sé landsmanna að svara, eins og fram kemur í skoðanakönnuninni, hvort þeir vilji að lífeyrissjóðirnir standi fyrir uppbyggingu hjúkr - unar heimila. Auðvitað ætti aðeins að spyrja þá sem sjóðina eiga þ.e.a.s. þá er hafa greitt í sjóð ina. Ég óska alls ekki eftir að ein - staklingar, ríki eða sveitarfélög fari að lækka mín laun eða ræna mínum fram færslu eyri er ég hef stofnað til í gegnum fjölda ára. Ég er tals maður þess að lífeyris - sjóðirnir greiði lífeyrisþegum sínum fjár muni til baka í formi greiðslna, en ekki í formi bygg - inga. Höfundur er stoltur Hafnfirðingur og formaður 60+ Hafnarfrið. Öflugur fundur 60+með ráðherra Jón Kr. Óskarsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.