Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 2
Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands pólsku myndina Aska og demantar í leikstjórn Andrzej Wajda. Sögusviðið eru þorp og sveitir Póllands síðustu daga heim styrjaldar - innar síðari. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafn Íslands Fávitann eftir samnefndri skáldsögu Fyodor Dosto - evskys. Aðalpersónan Myshkin fursti, frægasti kristgerfingur bók mennta - sögunnar og kannski geðfelldasta sögu persóna Dostoevskys er allt í senn; nærgætinn, háheilagur, kjána - legur og góður, varpar gagnrýninni sýn á rússnesku yfirstéttina. Hádegistónleikar Hádegistónleikar með Antoníu Hevesi í dag kl. 12 en þá verður Bjarni Thór Kristinsson, bassi, gestur Antoníu. Elva sýnir grafíklistaverk Elva Hreiðarsdóttir, nýr listamaður í Galleríi Thors við Thorsplanið opnar sýningu sýna á laugardaginn kl. 14- 16 þar sem hún sýnir grafíklistaverk. Hún sækir innblástur sinn helst í klettum úti í náttúrunni. Þorvaldur Halldórsson syngur í Hraunseli Þorvaldur Halldórsson spilar og syng - ur á balli eldri borgara í Hraunseli á föstudaginn kl. 20.30-24. Húsið opnað kl. 20. Allir eldir borgarar vel - komnir. Grímutölt á Sörlastöðum Grímutölt Sörla verður á laugardaginn kl. 14 á Sörlastöðum. Eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta og sjá knapa og fáka sýna tilþrif í glæsilegum búningum. 2. Setbergsskóli - skólastjóri Lagt fram bréf, dags. 22. janúar 2008 frá Guðríði Óskarsdóttur, skólastjóra Setbergsskóla þar sem hún tilkynnir að hún hyggist láta af skólastjórn að þessu skólaári loknu. Fræðsluráð felur sviðsstóra að auglýsa stöðuna. 5. Staðan í ráðningarmálum í leik- og grunnskólum Lagt fram yfirlit yfir stöðu í starfsmannamálum í leik- og grunnskólum. 8. Hamravellir, leikskóli Lagt fram bréf frá Skólar efh. þar sem lýst er áhuga á að fara í viðræður um þjónustusamning vegna reksturs á leikskólanum Hamra völlum. Starfað er eftir svonefndri „heilsu stefnu“ sem þróast hefur á undanförnum tíu árum. Stefnan byggir á næringu, hreyfingu og list sköpun í leik auk umhverfis - vernd ar. Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur formanni, fræðslu - stjóra og þróunarfulltrúa leikskóla að hefja viðræður við Skóla ehf. 1. Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir Lögð fram niðurstaða úr útboði vegna líkamsræktarstöðvar í sund miðstöðinni, með rökstuðn - ingi fyrir einkunn. Einnig lagðar fram 3 fundargerðir starfshópsins. Jafnframt er óskað eftir heimild til að ganga til samninga við Hress. Formaður starfshópsins, Ingi - mar Ingimarsson, gerði grein fyrir niðurstöðunni. Lagt fram bréf frá Nautilus vegna málsins þar sem óskað er eftir rökstuðningi. Framkvæmdaráð felur Fast - eignafélagsinu og bæjarlögmanni að vinna rökstuðning og leggja fyrir næsta fund fram kvæmda - ráðs. 2. Kaup á saltdreifara og snjótönn Lögð fram beiðni fram - kvæmdasviðs um kaup á salt - kassa og snjótönn dags. 23. jan 2007. Framkvæmdaráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og leitar eftir því við bæjarráð að samþykkja breytingu á fjárhagsáætlun þess efnis. 4. Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir Lögð fram fundargerð bygg - ingarnefndar FH nr. 38, þar sem vinnuhópurinn leggur til við framkvæmdaráð að heimila Fasteignafélagi Hafnarfjarðar að ganga til til samninga við lægst - bjóðanda þ.e. Ris ehf.. Framkvæmdaráð samþykkir að heimila Fasteignafélaginu að leita eftir samningum við lægst bjóð - anda Ris ehf. 7. Krýsuvík, aksturssvæði Lögð fram fyrirspurn 21.01.08 um að byggja kennslu og skrif - stofuhúss v/ ökukennslu samhliða ökugerð ásamt geymslu fyrir tæki og bíla. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er skortur á bréfberum hjá Íslandspósti. Eru þar ýmsar ástæður fyrir að fólk helst ekki í starfinu og laun eflaust stór þáttur. Hins vegar verður að viðurkennast að starfsumhverfið er ekki spennandi núna þegar vetur konungur hefur minnt á sig. Gangstéttar víða óruddar og illa ruddar auk þess sem bílum er lagt a.m.k. hálfum upp á gangstétt víða. Bréfalúgur og póstkassar eru mjög víða ekki hannaðir til að taka við hefðbundnum pósti og staðsetning þeirra oft á tíðum tilviljunarkennd. Ég er búinn að ræða svo oft um gangstéttar og snjóruðning en þegar íbúar bæjarins þurfa að aðstoða bréfbera með póstkerrurnar upp úr snjónum á gangstéttinni út á saltborna götuna þá er nóg komið! Svona þjónusta er ekki boðleg á afmælisári bæjarins. Um bréfalúgur og póstkassa geta menn eflaust rifist endalaust um en úrbóta er þörf. Lélegir plastkassar með of stuttum rifum fyrir póstinn og bréfalúgur sem eru staðsettar niður við jörð eiga ekki að sjást á íslenskum húsum. Kannski er leiðbeininga þörf en þó eru skýr ákvæði í viðbót við byggingarreglugerð frá 8. febrúar 2002 þar sem segir m.a. að bréfarifur skuli vera 25x260 mm og mælið þið nú hjá ykkur! Bréfberarnir eiga samúð mína alla. Við viljum fá póstinn okkar á réttum tíma en stutt töf vegna vondra aðstæðna á mörgum stöðum safnast upp og því tekur útburður mun lengri tíma en hann þyrfti að gera. Slælegar merkingar hrjá bréfbera einnig og ótrúlegt að fólk skuli ekki vera staðsett í íbúð í þjóðskrá eins og tíðkast t.d. á Norðurlöndum. Þannig dygði að merkja póstkassa með íbúðanúmeri ef það númer fylgdi á eftir heimilis - fanginu, en allar íbúðir í fjölbýlishúsum hafa númer. Það er annars ótrúlegt að minnast þurfi á svona mál. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 10. febrúar Sunnudagaskólinn kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðsþjónusta kl. 13.00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur Einsöngur: Sigurður Skagfjörð, barítón Organisti: Úlrik Ólason Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 10. febrúar Fjölskyldumessa kl. 11 Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson þjóna og allir starfsmenn sunnudagaskólanna taka þátt

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.