Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 07.02.2008, Blaðsíða 7
Úrslit: Handbolti Konur: Fram - FH: 29-22 Haukar - Valur: 25-33 Grótta - Haukar: 36-24 Karlar: Víkingur - FH: 33-32 Valur - Haukar: 32-27 Haukar 2 - Víkingur: 24-29 Körfubolti Karlar: Haukar - Reynir S: 89-62 Höttur - Haukar: 59-67 Konur: Haukar - Fjölnir: 82-63 Haukar - Keflavík: 94-89 UMFG - Haukar: 80-66 Næstu leikir: Handbolti 8. feb. kl. 19.15, Kaplakrika FH - Haukar 2 (1. deild karla) 9. feb. kl. 16, Strandgötu FH - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 10. feb. kl. 16, Ásvellir Haukar - ÍBV (úrvalsdeild karla) Körfubolti 8. feb. kl. 20, Vatnsleysuströnd Þróttur V. - Haukar (1. deild karla) 9. feb. kl. 16, DHL Höllin KR - Haukar (úrvalsdeild kvenna) www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 7. febrúar 2008 Íþróttir Grannaslagir í handbolta um helgina FH - Haukar konur og FH - Haukar 2 karlar Á föstudag kl. 19.15 tekur karlalið FH á móti Haukum 2 í 1. deild í handbolta. Haukar eru í neðsta sæti, hafa aðeins unnið einn leik en FH hefur aðeins tapað einum leik og gert 2 jafntefli og eru fyrir leikinn í 2. sæti, 1 stigi á eftir ÍR en á þennan leik til góða. Á laugardag keppa FH og Haukar í úrvalsdeild kvenna í handbolta. FH er í 8. og næst neðsta sæti en Haukar eru í 5. sæti. Leikurinn fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu vegna þorrablóts í Kaplakrika. Á fundi fjölskylduráðs í gær var tekið til umræðu risadans - leikur og þorrablót FH í Kapla - krika um helgina og kom fram að byggingarnefnd FH hafi form - lega frýjað sig ábyrgð vegna blóts ins en nefndin ber ábyrgð á öryggismálum á byggingar svæð - inu. Var rætt um notkun íþrótta - mannvirkja til skemmtana halds en fjölskylduráð tók á fundi sínum 21. nóv. sl undir tillögu for varnarnefndar frá 15. nóv - ember sl. um að vínveitingarleyfi í íþróttamannvirkjum verði að - eins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mann virkj - anna og vegn leigu þeirra til lok - aðra einkasamkvæma. Var íþrótta fulltrúa og forvarnar full - trúa falið að ræða við bæjar lög - mann og forsvarsmann íþrótta - mannvirkjanna. Risadansleikir FH hafa verið mjög vel sóttir og verið eitt stærsta sveitaballið á höfuð - borgar svæð inu þar sem fólk af öllum aldri hefur komið saman. Að sögn Björgvins Hall dórs - sonar, list ræns skipuleggjanda dansleikjarins hefur fólk komið víða af, jafnvel frá Akranesi Fjölskylduráð fjallar um FH-ball Vill ekki vínveitingarleyfi í íþróttahúsum nema til lokaðra einkasamkvæma og árshátíða eigenda. Brotist inn hjá hestamönnum Í sl. viku var brotist inn í félags aðstöðu hjá hesta manna - félaginu Sörla við Kaldár sels - veg. Hurð hafði verið spennt upp, farið inn á skrifstofu og það an tekin tölva og peningar. Þeir sem kunna að hafa upp - lýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband á lögreglu stöð - ina við Flatahraun 11 eða í síma 444 1140. Gaskútaþjófar handsamaðir Lögreglunni bárust tilkynn - ingar um grunsamlegar manna - ferðir í Vallarhverfinu þar sem piltar voru að sniglast í kring um hús og reyna að stela gaskútum. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að piltarnir höfðu farið á milli húsa í tveimur götum í Vallarhverfinu en þegar íbúi gerði vart við sig fóru piltarnir á brott á bifreið. Lögreglan hafði tal af piltunum skammt frá og kom í ljós að þeir höfðu ekki náð að stela gaskútum í þetta skiptið. Tveir piltanna voru undir lög - aldri og voru þeir fluttir til síns heima þar sem rætt var við for - eldra þeirra og þeim gert viðvart um málið. Þá náðist innbrotsþjófur í síðustu viku eftir að hafa brotist inn í verslun Hans Peder sen/ - Farsímalagerinn í Firði. Tveir menn sáust á vettvangi, ann ar beið fyrir utan á meðan hinn spennti upp opnanlegt fag og fór inn. Þýfinu náði þjófurinn ekki að koma út úr versluninni. Gerður Hannesdóttir • 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is NÝR LÍFSSTÍLL — þyngdarstjórnun • ráðgjöf Fríar prufur L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.