Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 2
Tónleikar í Gamla bókasafninu í kvöld Stórtónleikar verða í kvöld í Gamla bóka safninu í Hafnarfirði. Hljóm sveit - irnar Vicky Pollard, Lightspeed Leg - end, Agent Fresco og Klaus spila frá kl. 20 til kl. 23. Eins og vanalega er frítt inn og 16 ára aldurstakmark. Vicky Pollard hefur gert það gott á öllum tónleikastöðum landsins og eru að leggja lokahönd á sína fyrstu breið - skífu. Tónleikaferðalag þeirra til Kína gerði það gott fyrir krakkana því sjald - an hefur sést jafn þétt og örugg sveit á sviði í langan tíma að sögn tón - leikahaldara. Ofursveitin Lightspeed Legend ætti enginn að láta framhjá sér fara en í henni eru fyrrum meðlimir Sign, Diagon, Spildog og Jamie´s Star. Agent Fresco eru nýlegir sigur - veg arar músiktilrauna og upplifun að fylgjast með þessum hæfileikaríku strákum á sviði. Klaus er áhugaverð nýleg hljómsveit úr Keflavík sem hefur spilað við góðan orðstír uppá síð - kastið. Hörku rokk og ról á tónleik un - um í kvöld. Til heiðurs Helgu kennara Helga Tómasdóttir kennari við Lækjarskóla varð 70 ára í maí. Að því tilefni ætla fyrrverandi nemendur hennar að heiðra hana með sam - kvæmi á Hótel Víking í dag fimmtudag kl. 18-21 í Hellinum. Helga var kenn - ari 1958 árgangs frá byrjun barna - skóla göngu og þar til nem endurnir luku fullnaðarprófi 12 ára gömul. Hún hafði góðan aga á nemendum sínum og þeir eru flestir sammála um að það veganesti sem þeir fengu frá henni hafi nýst þeim mjög vel. Aðalfundur hkd. FH Aðalfundur handknattleiksdeildar FH verður haldinn mánudaginn 16. júní kl. 18 í Dvergi (gengið inn frá Brekku - götu). Á dagskrá fundarins er kosning stjórnar, skýrsla stjórnar fyrir starfs - árið 2007-8 og önnur mál. Delizie Italiane spilar í kvöld Tríóið Delizie Italiane heldur tónleika á veitingastaðnum Maður lifandi í Hafnarborg í kvöld kl. 20 og leikur lög af nýútkomnum geisladiski sínum sem ber einfaldlega nafnið Delizie Italiane. Tríóið Delizie Italiane skipa þeir Leone Tinganelli, gítarleikari og söngvari (frá Napolí), Jón Elvar Hafsteinsson, gítar - leikari og Jón Rafnsson, kontra bassa - leikari. Þeir félagar hafa starfað saman frá árinu 2000 og komið viða fram þar sem þarf að framreiða ekta ítalska stemmningu. Árið 2006 gáfu þeir út geisladiskinn Passione sem fékk gríðarlega góðar viðtökur. Þá léku þeir eingöngu tónlist frá Napolí en á þessum nýja diski koma lögin hins vegar frá mismunandi hérðuðum Ítalíu. Flest þessara laga voru í upphafi alþýðusöngvar en eru nú orðin klas - sísk sönglög sem eru flutt jafnt í virt - um óperuhúsum sem og á götu - hornum um heim allan, lög eins og Funiculì funiculà, Bounasera signorina, Volare, Santa lucia, Arrivederci Roma og Tu vuo’ fa’ L’Americano. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Enn á ný stefnir í áhorfendahátíð á 17. júní. Ekkert hafa menn lært af afmælishátíð bæjarins þar sem stemmningin var best þar sem öll Strandgatan var nýtt og fólkið gekk á milli, hitti mann og annan og upplifði eitthvað nýtt. Nei, aftur í gamla farið. Maður verður víst að vona að menn sjái að sér að ári, því svona áhorfenda hátíð - ir byggja ekki upp líf í miðbænum. Það er fróðlegt að fylgjast með sumarverkunum í bænum. Skilti hafa verið sett upp til að hvetja fólk til að fjalrlægja bíla á meðan sópað er og er þetta ánægjulegt framlag til að þrífa húsagöturnar og verða íbúar nú að spila með og hlíða kalli. Reyndar kom svona skilti í götuna mína og fór - en ekkert bólaði á sópun og sandurinn frá í vetur liggur enn í hrúgum. Fyrsti sláttur sem ég fylgdist með var ekki uppörvandi. Unglingurinn á sláttuvélinni hafði greinilega ekki fengið neina þjálfun og skorti áhuga því sjaldan hef ég séð lélegri slátt. Síðan er búið að slá tvisvar á þessum slóðum á stuttum tíma og vinnubrögðin eru allt önnur og betri. Þökk fyrir það. Hin glæsilega afmælishátíð Hafnarfjarðarbæjar fékk litla umfjöllum stóru landsfjölmiðlanna, á hátindi hátíðarinnar var í fréttalok í RUV sýnt frá sýningu í Reykjanesbæ en 100 ára afmæli þriðja stærsta kaupstaðar landsins var ekki hátt á fréttamatslista ljósvakamiðlanna og stóru blaðanna. Þetta er eitthvað sem yfirstjórn bæjarins þarf að skoða því ef ekki er hægt að fá góða fjölmiðlaumfjöllun um svona mikla hátíð og jákvæða þá er eitthvað að. Það skortir ekkert á viðbragðstímann þegar banki er rændur nokkrum tugum þúsunda eða ef unglingar láta illum látum. Kannski hafa framkvæmdaaðilar hátíðarinnar ekki verið í nægilegu sambandi við fjölmiðla og reyndar get ég vottað um það, upplýsingaflæðið hefði mátt vera meira. Víkingahátíðin hefst í dag, ótrúlega merkilegt framtak Jóa og félaga, framtak sem hefur sett mikinn svip á bæinn og undarlegt að bæjarfélagið hafi ekki nýtt sér víkingþemað í bænum. Auðvitað eigum við að upplifa eitthvað víkingatengt þegar við komum inn í bæinn. Hafnarfjörður á að vera víkingabær og sjávarbær, við þurfum að vinna með þeim sem eru að gera góða hluti. Guðni Gíslason 3. Reykdalsvirkjun.ses Lagt fram erindi Reykdals - félags ins dags. 19. maí 2008 varð andi boð til fyrirtækja og ein - staklinga um að gerast stofnaðilar að Reykdalsvirkjun.ses. Bæjarráð samþykkir að gerast stofnaðili að Reykdalsvirkjun með 100 þús. kr. stofnframlagi sem greið ist af fjárveitingum bæjarráðs til styrkveitinga. 8. Launamál, fyrirspurn Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi bæjarráðs þann 22.maí sl. Lagt fram eftirfarandi svar fjármálastjóra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu á fundi bæjarráð 22. maí 2008 eftir að fá sundurliðun á launum og launatengdum gjöldum að fjárhæð 45,3 m.kr. sem fram kemur í skýringu nr. 17 í árs - reikningi 2007. a) Laun og aðrar greiðslur til bæjarstjóra: Laun bæjarstjóra ársins 2007 námu 12.339.847 og launatengd gjöld 2.355.192. b) Laun og aðrar greiðslur til aðalbæjarfulltrúa: Laun aðal - bæjar fulltrúa á árinu 2007 námu 19.696.373 og launatengd gjöld 2.941.592. c) Laun varabæjarfulltrúa: Laun varabæjarfulltrúa á árinu 2007 námu 277.682 og launatengd gjöld 53.832. d) Annað: Í skýringu nr. 17 með ársreikningi 2007 voru laun og launatengd gjöld bæjarráðs að fjárhæð 7.709.695 meðtalin í launa fjárhæðinni, en laun og tengd gjöld bæjarráðs voru ekki meðtalin í sambærilegri skýringu í ársreikningi 2006. Laun og tengd gjöld annarra ráða og nefnda námu á árinu 45.676.067. 19. Hafnarborg, tillaga Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggja til að metinn verði árangur af 25 ára starfi menn - ingar- og listastofnunarinnar, Hafn ar borgar. Jafnframt verði fjallað um stöðu stofnunarinnar í stjórnsýslu bæjarins og mótuð framtíðarsýn hennar. Lögð verði til grundvallar ákvæði gjafabréfs dags. 1. júní 1983, en þar var lagður grunnur að stjórn og starfskipulagi Hafnarborgar. Í greinargerð með tillögunni segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði að nú sé kjörið tækifæri til líta yfir farinn veg og meta árangur af starfi, rekstri og skipulagi og móta framtíðarsýn Hafnarborgar. www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 15. júní Morgunsöngur kl. 11 Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason Barbörkukórinn í Hafnarfirði syngur. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Allir velkomnir Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 15. júní kl. 20 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.