Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.06.2008, Blaðsíða 6
Síðan árið 2001 hefur Seðla - bankanum verið lögum sam - kvæmt ætlað að halda verbólgu í 2,5%. Á þessum sjö árum hefur bankanum tekist þetta í tvö skipti þá skamman tíma í senn þrátt fyrir allar stýri vaxtahækkanirnar sem hann hefur gripið til í viðleitni sinni til að ná þessu markmiði. Nú er svo komið að verð - bólgan er sú mesta sem mælst hefur í landinu í 20 ár og stýrivextir þeir hæstu sem þekkjast og þarf að fara alla leið til Tyrklands til þess að finna hlið - stæðu. Það alvarlegasta er að ríkistjórnin með jafnaðarmenn innanborðs hefur ákveðið að gera ekki neitt í baráttunni heldur bara vona að þetta gangi fljótt yfir. Þau spil sem Seðlabankinn hefur spilað út hafa bara verið jókerar þangað til að einungis var eftir eitt spil á hendi. Seðla - bankinn spilaði síðasta spilinu út með þegjandi samþykki ríkis - stjórnarinnar þ.e. að tala niður stærstu eigur almennings, hús - næð ið, með spá um allt að 30% verðlækkun þess á næstu tveimur árum í örvæntingu sinni við að ná markmiði um 2,5% verðbólgu eft ir átta ára vonlausa baráttu. Þetta þýðir á mannamáli að ríkis - stjórnin ætlar að láta almenning í landinu borga allan stríðs kostn - aðinn við verðbólguna án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri. Fjármálaráðherra hefur á sl. 3 ár um gumað að því hve ríkis - sjóður stæði vel og hve vel hafi ver ið búið í haginn til að mæta áföllum ef einhver yrðu. Þetta var sagt á þeim árum þegar allt var í uppsveiflu. Staðan reyndist svo ekki sterkari en svo að gleymst hafði að efla gjaldeyrisforða Seðla bankans og taka þarf lán uppá 500 þúsund milljónir króna. For maður Samfylkingarinnar kall ar eftir nýrri þjóðarsátt í grein í Fréttta blaðinu 1. maí sl.. Þar segir hún að Samfylkingin hafi hvorki hlaðið né kveikt í bálkesti verðbólgunar. En Ingi - björg, þú ert í slökkvi - liðinu og það er lág - mark að slökkvi liðið reyni að slökkva eld inn í stað þess að horfa bara á eða biðja aðra um að slökkva fyrir sig eins og þið í ríkis - stjórninni gerið. Ég gekk ungur til liðs við hreyfingu jafn - aðar manna sannfærður um að jafn ræði og réttlæti væri góður mál staður að berjast fyrir og að jafn aðarmenn myndu verja almanna hagsmuni umfram sér - hagsmuni. Það versta sem til er þeg ar á bjátar er að gera ekki neitt, því miður er ekki annað að sjá en að jafnaðamennirnir í núverandi ríkisstjórn hafi einmitt valið þessa slæmu leið þ.e. að gera ekki neitt. Það sést vel hvert getuleysið er að hækkun persónuafsláttar sem samið var um í kjarasamningum í vetur uppá ca 5000 kr. á að skammta á þremur árum. Eftir - launafrumvarpið fræga sem gefur ráðherrum, formönnum þing - flokka og einhverjum þing - mönnum fleiri hundruðum þús - undir í launaauka var hægt að af - greiða sem lög eina vornótt og látið taka gildi strax. Sam fylk ing - in lofaði fyrir síðustu kosningar að afnema þessi lög en það gerist ekki neitt, Valgerður Bjarnadóttir fékk ekki einu sinni stuðning ráð - herra flokksins til að koma því máli í gegn. Í lok þings var ákveð ið að formenn allra flokka færu yfir málið í sumar þar sem það gæti stangast á við stjórn - arskrá að skerða þá sem þegar hafa fengið greitt samkvæmt þessum umdeildu lögum. Man einhver eftir því að stjórn - málamenn hafi velt því fyrir sér þegar ákveðið hefur verið að skerða barna-, vaxtabætur eða bæt ur almannatrygginga hvort heldur er til öryrkja, aldraðra eða annara sem þeirra hafi notið hvort slíkar skerðingar hafi stangast á við stjórnarskrá. Ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina gera ákveðna hluti til að a.m.k. draga úr hækkun neyslu vísi - tölunar eins og t.d. lækka tíma - bundið álögur á eldsneyti, lækka virð isaukaskatt tímabundið á a.m.k. öllum neysluvörum, fella nið ur bifreiðagjald, sem átti að vera tímabundið gjald í tíð Jóns Bald vins sem fjármálaráðherra, og skera upp útreikning á neyslu - vísitölunni með það að markmiði að lækka vægi húsnæðis í þeim útreikningi og rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána. Vægi húsnæðis í útreikningi framfærsluvísitölunnar er 25% að það er álitamál hvort kostnaður við öflun íbúðarhúsnæðis eigi yfir höfuð að vera flokkuð sem neysla því hér er um augljósa fjár fest - ingu til langs tíma en ekki neyslu til skamms tíma. Einhver lag - færing á þessum þætti til lækk - unar myndi öruglega virka betur til lækkunar á verðbólgu en von - lausar átta ára stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Það er ekki undarlegt að fylgið hrynji af Samfylkingunni miðað við síðustu skoðannakönnun því almenningur ætlast til þess að jafnaðarmenn standi vaktina til varnar almennu launafólki. Ef ekki verður breyting á á næstunni þannig að Samfylkingin hysji upp um sig buxurnar og láti verkin tala og verði sýnileg er hætt við að margir sem fylgt hafa flokknum að málum yfirgefi skútuna. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Úrslit: Fótbolti Karlar: ÍH - Hvöt: (miðv.d.) Haukar - Njarðvík: 2-2 FH - Fjölnir: 2-0 Grótta - ÍH: 3-0 Haukar - Selfoss: 1-3 Haukar - Þróttur R.: 0-1 Haukar - Afríka: 12-0 Konur: FH - ÍA: (miðv.d.) ÍBV - Haukar: (miðv.d.) Næstu leikir Fótbolti 14. júní kl. 14, Ólafsfjörður KS/Leiftur - Haukar (1. deild karla) 14. júní kl. 14, ÍR-völlur ÍR - ÍH (2. deild karla) 16. júní kl. 20, Kópav.völlur Breiðablik - FH (úrvalsdeild karla) 18. júní kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Berserkir (bikarkeppni karla) 18. júní kl. 20, ÍR-völlur ÍR - FH (1. deild kvenna, A-riðill) Íþróttir Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Til leigu í miðbæ Hafnarfjarðar (Linnetsstíg 2). 128 m² 3-4 herbergja stórglæsileg íbúð með bílkjallara. Langtíma leiga, til greina kemur að leigja íbúðina með innbúi. Verð 170.000.- pr. mán. án innbús. Nánari upplýsingar í síma: 822- 1307 eða á netfanginu: f.1944@mac.com Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Skipti um rennilása ofl. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361. Blokkflauta gleymdist í Rauðakrossbúðinni á afmælishátíð Hafnarfjarðar. Eigandinn getur vitjað flautunnar í búðinni. Kötturinn okkar er týndur. Hann er gulbröndóttur 5 ára geltur högni með eyrnamerkingu. Hann á heima í Hlíðarási 27, nýja hverfinu í Áslandi. S. 664 5776. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Tapað - fundið Húsnæði í boði Klæðskeri Eldsneytisverð 11. júní 2008 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 168,7 185,2 Atlantsolía, Suðurhö. 168,7 185,2 Orkan, Óseyrarbraut 168,6 185,1 ÓB, Fjarðarkaup 168,7 185,1 ÓB, Melabraut 168,7 185,2 Skeljungur, Rvk.vegi 170,4 186,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Fimmtudagur 12. júní 20086 www.fjardarposturinn.is gjafir fríar prufur Elma s. 846 6447 – 555 4750 www.betralif.am G ARÐAÚÐUN Nú er rétti tíminn til að úða garðinn gegn ormum og lúsum. Upplýsingar og pantanir í s. 899 0304, 565 0637 Reynir Sig. Ekki gera ekki neitt Garðar Smári Gunnarsson Íslandsmet voru sett á SH International sem haldið var í Laugardalslaug um þarliðna helgi, en mótið var jafnframt 100 ára afmælismót Hafnarfjarðar. Kolbeinn Hrafnkelsson, SH setti met í 50 m baksundi drengja (13-14 ára), synti á 32,25 sek. Hrafnhildur Lútherdóttir synti 100 m bringusund á 1,11.32 mín sem er nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki. Tími Hrafnhildar er undir B-lágmörkum fyrir Ólynpíuleikana í sumar. Þá setti Sigurður Friðrik Kristinsson drengjamet í 50 m flugsundi, synti á 29,29 sek. Þrjú Íslandsmet í sundi SÖNGKENNSLA Langar þig í söngtíma? Tek að mér karlaraddir á öllum aldri í hressandi söngtíma. Byrjendur sérstaklega velkomnir. tenor@mi.is / 896 9410. Bætir meltinguna – betri heilsa Meiri orka. Sjálfstæður dreifingaraðili Gerður 824 7721 Verslum í Hafnarfirði! ... og sparaðu bensín og mikinn tíma! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.