Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 17.07.2008, Blaðsíða 7
FH tapaði fyrir Fylki og tapaði þar með toppsætinu í úrvalsdeild karla. Þetta var þriðji tapleikur FH í röð en Fylkir hafði hins vegar ekki unnið 5 leiki í röð í úrvals deild inni. Eins og í leikn - um gegn Keflavík stálu and - stæðingarnir sigrinum á upp - bótartíma. FH liðið var andlaust mestan hluta leiksins og þarf að taka sig verulega á í næstu leikjum. Haukastúlkur unnu FH FH og Haukar eru í 5. og 6. sæti A-riðils 1. deildar kvenna og eru bæði liðin með 6 stig. Haukar eru með 11 mörk í mínus en FH aðeins 2 mörk, hafa aðeins fengið á sig 6 mörk. Liðin léku í síðustu viku og lauk leiknum með 1-0 sigri Hauka þrátt fyrir harða hríð FH stúlkna að marki Hauka á heimavelli FH. En til að sigra þarf að skora, svo einfalt er það. Úrslit: Fótbolti Karlar: Tindastóll - ÍH: 4-4 FH - Fylkir: 1-2 ÍH - Magni: 0-3 Konur: Haukar - ÍR: (miðv.d.) Þróttur R. - FH: (miðv.d.) Stjarnan - Haukar: 4-5 FH - Haukar: 0-1 Næstu leikir Fótbolti heimaleikir 17. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Grevenmacher CS (Evrópukeppni félagsliða) 20. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH - HK (úrvalsdeild karla) 24. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fylkir (bikarkeppni karla) 26. júlí kl. 16, Ásvellir ÍH - Höttur (2. deild karla) 27. júlí kl. 14, Ásvellir Haukar - Fjarðarbyggð (1. deild karla) 28. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - ÍBV (1. deild kvenna - A-riðill) 6. ágúst kl. 19.15, Kaplakriki FH - Þróttur R (úrvalsdeild karla) 7. ágúst kl. 19, Ásvellir Haukar - KA (1. deild karla) 8. ágúst kl. 19, Ásvellir ÍH - Grótta (2. deild karla) 9. ágúst kl. 14, Kaplakriki FH - ÍR (úrvalsdeild karla) 13. ágúst kl. 19, Ásvellir Haukar - GRV (1. deild kvenna - A-riðill) Íþróttir Fimmtudagur 17. júlí 2008 www.fjardarposturinn.is 7 Hálfdán Kristjánsson Alhiða flutningar 896 7730 kaldeyri@simnet.is  FH-inga aftur á toppinn! FH-HK á sunnudaginn kl. 19.15 Vegna framkvæmda á Krikanum, er aðal aðgengi að svæðinu að norðanverðu (við bensínstöð Atlantsolíu). Til að komast í gömlu stúkuna er gengið vestur fyrir völlinn. Ný malbikuð bílastæði inni á svæðinu! F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 6 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Komið í Kaplakrika og sjáið skemmti - legan fótboltaleik. Nú er komið að stuðningsmönn um FH að láta vel í sér heyra. Kíkið við í FH-b úðinni og látið sjást að þið eruð FH-ingar. Strá karnir okkar launa ykkur örugglega stuðnin ginn með skemmtilegum fótbolta – og sig ri! Félagar í Vantrú, félagi trúleysingja gerðu sig seka um siðleysi þegar þeir sýndu þátt - takendum í prestastefnu dónaskap við setningu Prestastefnunnar. Þeir hinir vantrúuðu hvort sem þeir eru félagar í Vantrú, Siðmennt eða einhverjum öðrum félagsskap eða engum, ætlast til þess að tekið sé tillit til skoðana þeirra og þeim sé sýnd virðing og þeir fái að hafa vantrú sína í friði fyrir afskiptum ann - arra. Ég hef ekkert við það að athuga að menn afneiti trúar - brögðum. Þeim er það frjálst mín vegna og mér dettur ekki hug að sýna þeim vanvirðingu vegna þess að þeir hafi aðra skoðun en ég. Í landinu ríkir trúfrelsi. En fólk sem sínir trúuðum dónaskap og vanvirðingu á ekkert gott skilið af minni hálfu. Þetta var hvorki sniðugt né findið. Þetta var alger aulaháttur. Þetta er virðingarleysi gagnvart skoðunum annarra sem þeir sjálfir hafa verið að gagnrýna hástöfum. Þetta er svívirðing af sama sauðahúsi og auglýsing Símanns þar sem gert er grín að píslarvætti Krists og grínteikningar af Mú - hammeð spámanni múslima. Vantrú á að skammast sín og þeir geta ekki ætlast til að skoðunum þeirra sé sýndur skiln ingur ef þeir haga sér svona. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Siðleysi vantrúaðra Hermann Þórðarson Við hlið Café Aroma á 2. hæð Fjarðar hefur verið opnuð ný verslun með kvenfatnað og fylgi hluti. Eigandi nýju versl - unarinnar sem ber nafnið Zebra er Kristján Páll Rafnsson. Katrín Lilja Sigurðar dóttir og Selma María Cassaro Heimis dóttir tjáðu blaðamanni Fjarðar pósts - ins að þarna gætu allar ungar konur fengið eitthvað við sitt hæfi. Boðið væri upp á skemmti - legan fatnað, pínulítinn glamúr sem hentaði breiðum aldurs hópi. Þá væri gott úrval af fylgi hlutum, skóm, töskum, úr um og skarti. Opið er í dag til kl. 20 eins og í fleiri verslunum í Firði. Ný verslun í Firði Zebra býður upp á kvenfatnað og fylgihluti Katrín Lilja, Hólmfríður Katla og Selma María í nýju versluninni. Fylkir FH erfiðir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n SH-ingar í boðsundi yfir Ermasund í dag Það eru allt félagar í Sund - félagi Hafnarfjarðar sem taka þátt í boðsundi yfir Ermasund í dag ef veður leyfir en í gær freistaði Benedikt Hjartarson þess að synda yfir Ermasund. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.