Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Qupperneq 5

Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Qupperneq 5
Hafnarfjarðarkirkja 5Fimmtudagur 25. september 2008 Annað tveggja orgela sem sett verða upp í Hafnarfjarðarkirkju er komið til landsins og var tekið út úr gámi á þriðjudaginn. Fjórir orgel smiðir eru komnir til að setja upp orgelið en það er vandasamt og tímafrekt starf. Að því loknu verður það intónerað eins og það er kallað, tónn þess aðlagaður kirkj unni og það stillt. Christian Scheffl er í Sieversdorf smíðaði org el ið sem er 25 radda orgel í þýsk um róm an tískum stíl. Sr. Sigurður Sigu rðarson, vígslu biskup mun vígja orgelið við messu fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember. Þann sama dag verða hátíðar tónleikar þar sem hinn heims þekkti orgel - leikari Stefan Engels frá Leipzig leikur auk þess sem frumflutt verða ný verk fyrir orgel og kór eftir Huga Guðmundsson og Smára Ólason. Orgelsmiðirnir mættu í kirkjuna á þriðju dags - morg un, snæddu morgunmat með forsvarsmönnum kirkjunnar og ráðgjöfum við orgel kaupin áður en þeir hófust handa við upp - setninguna Ottó Ragnar Jónsson er staðar - haldari í Hafnarfjarðarkirkju og safn aðarheimilinu Strandbergi auk þess að gegna starfi sem með - hjálp ari/kirkjuþjónn að hluta. Ottó er lærður þjónn og starfaði lengst af með föður sínum á Gafl inum og sú reynsla leynir sér ekki í starfi Ottós fyrir Hafnar fjarðar kirkju enda er hann ávallt tilbúinn til aðstoðar. Ottó tók við sem kirkju - þjónn af Jóhönnu Björnsdóttur í vor en Jóhanna hafði átt farsælan starfsferil frá alda mótum. Þá hefur Einar Örn Björgvinsson verið ráðinn sem kirkjuþjónn og tekur til starfa á morgun. Til gamans má geta að sá sem lengst gegndi starfinu var Jóel Fr. Invarsson en hann var með hjálp - ari frá 1946-1972. Sími Ottós í kirkjunni er 555 1295 netf.: otto@hafnarfjardarkirkja.is 3. tbl. 29. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: Gunnþór Þ. Ingason — 25. september 2008 Ottó staðarhaldari Sigurjón Pétursson og Christians Scheffler, orgelsmiður handsala verksamninginn. Orgelsmiðirnir ásamt prestum Hafnarfjarðarkirkju tveimur sóknarnefndarmönnum og kantor auk eins af ráðgjöfum kirkjunnar við val á orgeli. Ottó Ragnar Jónsson, staðarhaldari og meðhjálpari. Uppsetning á nýja orgelinu hafin Vígsla orgelsins verður 30. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Teikning af orgelinu á sönglofti Hafnarfjarðarkirkju. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.