Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Síða 9

Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Síða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 25. september 2008 Mætum öll og styðjum okkar fólk! Stórleikir í Kaplakrika! ̶ fyrstu heimaleikir ársins handbolti • handbolti • handbolti Á laugardaginn: FH - HK í meistaraflokki kvenna kl. 16 Í dag, fimmtudag: FH - HK í meistaraflokki karla kl. 19.30 H i l d u r Þ o r g e i r s d ó t t i r Ó l a f u r G u ð m u n d s s o n 23 10 F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 9 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . • L j ó s m . : Þ o r b j ö r n G u ð m u n d s s o n Hvað borðaðir þú í morgun? Elma: 846 6447 – 555 4750 Gjafapakki Hagstæður samningur fyrir Hafnarförð. Einróma samkomu - lag í Hafnarstjórn Undirritaðir hafa verið samn - ingar við fyrirtækið Glacier World um sölu á vatni úr Kaldár - botn um og útflutning um Hafnarfjarðarhöfn. Allmikil umræða hefur orðið um þennan samn ing í fjölmiðlum og byggist hún aðal - lega á andstöðu Sjálf - stæðis manna sem fram kom við afgreiðslu málsins á síðasta bæj - ar stjórnar fundi. Sú af - staða virðist byggð á stefnumörkun um að leggjast nú í „harða stjórnarandstöðu“ á síðustu misserum kjörtíma - bilsins, fremur en málefnalegum rökum. Ýmsar tilraunir hafa verið gerð ar til útflutnings á vatni frá Íslandi og hafa flestar gengið illa. Íslensk fyrirtæki hafa tapað tölu verðum fjarmunum á fjár - festingum í slíkum rekstri og flest gefist upp. Því hafa menn dregið þann lærdóm að rétt sé að þeir sem ráða markaðs setning - unni taki alla áhættu af vatns - öflun og öðrum fjárfestingum. Slíka ráðleggingu hafa menn í viðskiptalífinu, sem mesta reynslu hafa á þessu sviði, gefið með skýrum hætti í fjöl miðlum nýverið. Og það er einmitt þannig sem Hafnar - fjarðarbær stendur að þessu máli. Glacier World leggur til alla fjármuni og tekur þannig alla áhættu, en fyrirtækið og bæjar - félagið munu bæði njóta góðs af ef vel tekst til. Vatnssölusamning - urinn kveð ur á um að Glacier World kaupir vatnið beint úr borholu í Kaldár botnum og greiðir allan kostnað við sérstaka vatnslögn niður að höfninni þar sem átöppunar - verksmiðja verður reist. Félagið greiðir 40 evrusent, nú um 53 kr. fyrir hvert tonn, en stórnotendur í bænum greiða nú 12 kr. á tonn, en nýta sér þó stofnæðina til bæjarins og dreifikerfi hans, sem Glacier World gerir ekki. Sjálf - stæðismenn hafa reynt að kasta rýrð á samninginn með því að fullyrða að almenningur greiði mun hærra verð. Bæjar búar greiða vissu lega vatns skatt með fast eigna gjöld unum og deila má um hvort hann sé réttlátur eins og hann er fram kvæmdur, en það bygg ist á lögum frá Alþingi. En auk þess að standa undir vatns - öflun er vatnsskatt inum ætlað að standa undir stofnlögninni til bæjarins og dreifi kerfinu öllu (og þar með leka sem í því er enn þó mikið átak hafi verið gert til að setja fyrir hann). Þessir þættir, sem Glacier World nýtir ekki, eru mun dýrari en sjálf vatns - öflunin. Samanburður Sjálfstæð - is manna er því augljóslega út í hött. Þar fyrir utan ber að nefna að Glacier World hyggst reisa um 7.000 fermetra vatnsátöppunar - verksmiðju við höfnina. Á þá byggingu verða lögð fasteigna - gjöld og vatnsskattur með ná - kvæmlega sama hætti og aðrar fasteignir í bænum. En meðal annarra orða. Hvern - ig er með rafmagnsverðið til álversins í Straumsvík, er það ekki öllu lægra en önnur fyrir - tæki og almenningur í bænum greiðir, þveröfugt við það sem nú gildir um vatnssöluna? Samt hefur ekki skort á stuðning Sjálf - stæðismanna við þá starfsemi og reyndar álasa ég þeim ekki neitt fyrir það. Nú um þessar mundir er sér - lega mikilvægt að leitað sé leiða til nýsköpunar og aukinnar verðmætasköpunar í gjaldeyri. Má í því sambandi vitna til marg endurtekinnar hvatningar for sætisráðherrans. Með hinum nýja samningi eru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að leggja lóð á þær vogarskálarnar svo um munar. Höfundur er formaður Hafnarstjórnar Hafnarfirskt vatn á heims markað Eyjólfur Sæmundsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.