Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. febrúar 2009 Fulltrúar Landsnets og sérfræðingar, sem vinna að matinu á vegum fyrirtækisins, kynna verkefnið og svara fyrirspurnum. Verkefnið, sem fengið hefur vinnuheitið Suðvesturlínur, tekur til endurnýjunar á raforkuflutningskerfinu frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnarfirði og áfram út á Reykjanes. Frekari upplýsingar um Suðvesturlínur er að finna á sudvesturlinur.is sérstakri heimasíðu verkefnisins. landsnet.is heimasíðu Landsnets. efla.is heimasíðu EFLU verkfræðistofu. skipulag.is heimasíðu Skipulagsstofnunar. Suðvesturlínur verða líka kynntar í opnu húsi á Suðurnesjum: í Virkjun á Vallarheiði í Reykjanesbæ föstudaginn 6. febrúar kl. 15:00-19:00 og í Stóru-Vogaskóla í Vogum laugardaginn 7. febrúar kl. 15:00-19:00. Opið hús um Suðvesturlínur í íþróttamiðstöðinni Ásvöllum Landsnet kynnir tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína í opnu húsi í íþróttamiðstöðinni Ásvöllum (Haukahúsinu) í Hafnarfirði á sunnudaginn kemur, 8. febrúar, frá kl. 15:00 til 19:00. A T H Y G L I Fyrir stuttu var haldinn um 1800 manna borgarafundur í Íþrótta - húsinu við Strandgötu und ir heitinu „Stöndum vörð um St. Jósefs - spítala“. Fund urinn var haldinn í kjölfar ákvörð unar þáverandi heilbrigðis ráð herra, í ríkisstjórn Sjálfstæðis - flokks og Sam fylk - ingar, um að loka spítal anum, færa þjón - ustuna á sjúkra húsið í Reykja nesbæ og á Lands spítalann og koma upp öldrunar þjón ustu þess í stað. Ákvörðunin var tekin í miklum flýti og án samráðs við hags muna aðila. Þingmenn heyrðu fyrst af henni í fjölmiðlum og Hafnar fjarðarbær var ekki hafð ur með í ráðum. Á borgara fund inum reyndi ráðherra án árangurs að færa rök fyrir ákvörðun sinni. Lífsgæði Ásta Möller, formaður heil - brigðisnefndar, hefur einnig opin - berlega reynt að réttlæta lok un með þeim rökum að hús næði spítalans sé illa farið. Í þar síðustu viku skoðaði ég spítalann í fylgd Dórotheu Sigur jóns dóttur, hjúkr - unarstjóra og sá þá að slíkar yfirlýsingar eru úr öllu sam hengi. Aðkall andi er að klæða gafl í göngu deildar eining unni en slíkt viðhald er eðli legur hluti af rekstri stofnana. Bæði á borgara fund - inum og í viðræðum við starfsfólk skurðdeildar spítal ans komu fram mikilvægar upplýs ingar um starf - semi hans. Til dæmis um s.k. grindar botns teymi sem sérhæfir sig í meðferð á grindarbotns - vanda málum kvenna. Teym ið er það eina sinnar teg - undar í landinu og hef - ur bætt lífs gæði fjöl - margra kvenna. Gegnheil samstaða Hafnfirðingar hafa staðið vörð um spítal - ann bæði árið 1991 og nú árið 2009 með und - ir skriftasöfnun. Hef ur Bandalag kvenna í Hafnar firði (BKH) að öðrum ólöst uðum verið í forystu varð - stöð unnar eins og fram kom í góðri ræðu Kristínar Gunn björns - dóttur, for manns BKH, á borgara - fundinum. Mörg félög í Hafn - arfirði hafa ásamt félögum allra stjórn málaflokka í bænum álykt - að gegn ákvörðun um lokun St. Jósefs spítala. Samstaða Hafn - firðinga í þessu máli er því gegn - heil. Þann 14. janúar s.l. bauð aðgerðarhópur „Stöndum vörð um St. Jósefs spítala“ þing mönn - um Suðvestur kjördæmis til fundar um lokunar áform ráð - herra. Á þeim fundi mátti heyra að nokkrir þingmenn höfðu efa - semdir um réttmæti ákvörð unar ráðherra. Ögmundur Jónas son, nýr heilbrigðis ráðherra, sótti fundinn og þekkir því ágæt lega til málsins. Af þeim sökum er því rétt að spyrja núna Hvað nú Ömmi? Höfunundur er alþingismaður. Hvað nú Ömmi? Siv Friðleifsdóttir Iron Dog vélsleðakeppnin í Alaska er lengsta og sennilega erfiðasta vélsleðakeppni í heimi og hefur verið haldin síðan 1984. Langflestir keppendur eru frá Alaska. Keppt er í tveimur flokkum „Pro“ flokki og „Recre - ational“ flokki eða skemmti flokki sem hjónin Sigurjón Pét urs son og Þóra Hrönn Njálsdóttir taka þátt í. Að sögn Sigurjóns er mikill undir búningur fyrir svona ferð og hafa margir lagt hönd á plóg. Þau hjónin héldu út fyrir um 10 dögum síðan og hafa verið við æf ing ar síðustu daga. Aðstæður geta verið mjög erfiðar -30° til -45°C. Með þeim í liði eru bræðurnir Will og Wally Smith frá Alaska. Ferðin hefst í Wasilla, sem er norður af borginni Anchorage. Þaðan liggur leiðin í norð-austur til Nome við Barentshaf, á ám og eftir opnum sífrerasléttum og gegnum þéttvaxna skóga en keppn inni lýkur svo í Fairbanks inni í landi. Miklar kröfur eru gerðar til búnað ar keppenda og öryggis - kröf ur strangar. Í þeirra flokki koma allir keppendur í hús á kvöldin en í „Pro“ flokknum er keppt á tíma og hver ekur eins og hann lifandi getur og hvílist aðeins eftir þörfum. Sigurjón og Þóra Hrönn keppa á sérbúnum keppnissleðum af gerðinni Artic Cat F6 Sno Pro en fjaðrabúnaður þeirra hefur verið styrktur sérstaklega fyrir keppn - ina. Þóra Hrönn er ein þriggja kvenna sem taka þátt en hinar tvær eru frá Alaska. Keppnin hefst á morgun en „Pro“ flokkurinn leggur af stað á sunnudag en samt er búist við að keppendur í þeim flokki fari fram úr fólkinu í skemmtihópnum á leiðinni. Sjálfvirkur staðsetn ing - ar búnað ur er á sleðum keppenda og hægt verður að fylgjast með þeim Sigurjóni og Þóru Hrönn á síðunni www.icelandalaska.com Sigurjón, sem er vanur vél - sleða maður segir keppnina mik ið ævintýri sem þau hjónin hlakki mikið til að taka þátt í. Taka þátt í erfiðri 3172 km vélsleðakeppni í Alaska Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir hefja keppni á morgun Sigurjón og Þóra Hrönn við æfingar í Wasilla í Alaska.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.