Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Side 5

Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Side 5
Hafnarfjarðarkirkja 5Fimmtudagur 7. maí 2009 Sr. Gunn þór Þ. Inga son sem verið hefur sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju frá 1977 lætur brátt af störf um til að taka við starfi á Biskups stofu þar sem hann mun m.a. sinna rann sókn um á keltneskri kristni og menn ingu og áhrifum þeirra á íslenska kristni og mannlíf en sr. Gunnþór hefur sérmenntað sig á þessu sviði. Á næstunni verð ur auglýst eftir nýjum sókn ar presti við kirkjuna . Sóknarprestar kirkjunnar hafa einungis verið þrír frá vígslu kirkjunnar 20. desember 1914, sr. Árni Björnsson sem kjörinn hafði verið sóknarprestur Garða - sóknar árið áður en sóknin hét Garðasókn til ársins 1966, hann gegndi starfinu til dauða dags, 26. mars 1932, sr. Garðar Þor steins - son sem var vígður til starfa 23. júní 1932 og sr. Gunnþór Þ. Ingason frá 5. júní 1977. Hafði sr. Friðrik Friðriks son sinnt starfi sókn ar prests frá láti sr. Árna þar til sr. Garðar tók til starfs. Við kirkjuna starfa tveir prest - ar, sóknarprestur og prestur en sr. Þórhallur Heimisson gegn ir síðari stöðunni og hefur gert frá 9. júní 1996. Fyrrihluta þessa árs hefur sr. Kjartan Jónsson, hér - aðs prestur sinnt störfum sr. Þór - halls á meðan sr. Þórhallur hef ur sinnt fræðslustarfi fyrir Kjalar - ness pró fast dæmi og afleysingar - skyld um embættisins. Sr. Þór - hall ur snýr aftur til starfa 1. júlí nk. Sr. Þórhildur Ólafs vígðist til kirkjunnar 16. október 1988 og starfaði síðan sem safnaðar - prestur til júní 2003. 2. tbl. 30. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: Gunnþór Þ. Ingason — 7. maí 2009 Prestaskipti eftir 32 ár Sr. Gunnþór Þ. Ingason hverfur til nýrri starfa á Biskupsstofu Einn fermingarhópa kirkjunnar ásamt prestunum sr. Kjartani og sr. Gunnþóri. Kyrrðar - stund með kristinni íhugun þriðjudaginn 12. maí kl. 17.30-18.30 Kirkjan er opin frá kl. 17 Nú fer skemmtilegu vetr ar - starfi barna- og unglingakórs senn að ljúka. Í vetur hafa um 60 börn og unglingar tekið þátt í starfi kórsins og hefur kórinn verið með fjöl breytta dagskrá. Má þar nefna tónleika í Hall - grímskirkju, æfingabúðir í Kald - ár seli, kóramót í Víði staðakirkju, nátt fata partý, sungið hefur verið í fjöl skyldu guðþjónustum og margt fleira. Í apríl tók ungl - ingakórinn þátt í vel heppn uðu kóramóti ís lenskra barnakóra sem að þessu sinni var haldið í Seljaskóla. Kórarnir eru ný - komn ir úr sín um árlegu óvissu - ferð um. Ungl ingakórinn fór á hinn geysi vinsæla söng leik Mamma Mia sem sýndur var í Garða skóla á dögunum en barna - kórinn fór á hestbak og heimsótti Skógrækt Hafnarfjarðar. Vor tónleikar kóranna verða næst komandi mánu dag 11. maí kl. 18 í Hafnarfjarðarkirkju og eru allir hjartanlega vel komn ir. Vortónleikar mánudaginn 11. maí Barna- og unglingakór kirkjunnar syngja – allir velkomnir Glæsilegir kórfélagar á tónleikum í Hallgrímskirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.