Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. maí 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is HVERFAFUNDIR BÆJARSTJÓRA 11. – 13. MAÍ 2009 Mánudagur 11. maí kl. 20: Setberg – Hraun – Suðurbær - Miðbær Fundarstaður: Álfafell, Íþróttahúsinu við Strandgötu Þriðjudagur 12 .maí kl. 20: Hvaleyraholt – Vellir – Ásland Fundarstaður: Ásvellir Miðvikudagur 13. maí kl. 20: Norðurbær – Vesturbær Fundarstaður: Skátaheimilið TAKTU ÞÁTT Í UMRÆÐUNNI – KÍKTU Á FUND Í ÞÍNU HVERFI Hverfafundir með bæjarstjóra Bæjarstjóri boðar nú til hverfafunda í sjötta sinn en þeir hafa mælst mjög vel fyrir hjá bæjarbúum. Á undanförnum árum hafa fjölmargir bæjarbúar lagt leið sína á fund ina og komið þar gagnlegum ábend- ingum á framfæri. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni. Hverfa- fundir bæjarstjóra eru góður vettvangur til að fylgjast með því sem er á döfinni og ekki síður til að spyrja bæjarstjórann beint um þau málefni sem brenna á íbúum. Boðið verður upp á kaffi og með því. Ráðist á mann á Smyrlahrauni Lögreglan fór ekki út úr bílnum Aðfaranótt 1. maí réðust þrír hettuklæddir menn tilefnis laust að 59 ára manni á Smyrlahrauni og spörkuðu í bak hans svo hann féll á gangstéttina. Spörkuðu þeir þá í andlit hans og hönd en flúðu af vettvangi er ungur maður kom hlaupandi út úr næsta húsi. Kallaði sá til lögreglu. Lögrelga kom á staðinn og voru árásar menn - irnir á bak og burt en sá sem ráðist var á sá aldrei framan í þá en heyrði á tali þeirra að þeir væru útlendingar. Sá sem varð fyrir árásinni var undir áhrifum áfengis og mjög vankaður eftir höggin. Var hann mjög óhress með að lögreglan hafi ekki einu sinni komið út úr bílnum og vildi þá ekkert með þá hafa. Tók lögregla ekki skýrslu og hvarf af vettvangi. Maðurinn bólgnaði mjög upp í andliti og tennur losnuðu. Er Fjarðarpósturinn leitaði til lögreglu og spurði um ástæðu þess að lögregla hafi ekki farið út úr bílnum, og hvort ekki væri farið eftir einhverjum verklagsreglum fengust eftirfarandi svör: „Þegar menn fara í líkams - árásarmál og gerandi er far - inn af staðnum eru teknar niður upplýsingar frá árásar - þola og vitnum ef þau eru til stað ar. Áverkar á þoland an - um er skoðaðir með tilliti til þess hvort nauðsynlegt sé að kalla til sjúkrabifreið og/eða hvort lögreglan flytur hinn slasaða á slysadeild til skoð - unar. Þetta er það sem er gert að jafnaði í upphafi hvers árásar máls. Í þessu máli er bókað að árásarþolinn hafi ekki viljað þiggja neina að - stoð frá lögreglu.“ Árásarþolinn segist hafa komist við illan leik heim og hafi haft mikla verki eftir spörkin sem dundu á honum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.