Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 13. ágúst 2009 Fríkirkjan Sunnudagur 16. ágúst Fermingar- og skírnarguðsþjónusta kl. 11 Fermd verður Sunna Þorkelsdóttir, búsett í Bandaríkjunum. Örn Arnarson og Erna Blöndal syngja. Allir velkominir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Kennt er á 26 feta kjölbát. Hvert námskeið er 22 tímar og kennt er virka daga frá kl. 17.00 og á laugardögum frá kl. 10.00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu félagsins www.sailing.is eða hjá Siglingaklúbbnum Þyt í síma 896 8180 Seglbátakennsla Siglingaklúbburinn Þytur mun á næstunni halda siglinganámskeið fyrir fullorðna Flensborgarskólinn auglýsir Aðgangur að stundatöflum opnast miðviku - daginn 19. ágúst öllum sem skuldlausir eru. Aðrir geta greitt gjöld sín á skrifstofu skólans og fengið aðgang í kjölfarið. Undantekning frá þessu eru nýnemar sem fá stundatöflur afhentar fimmtudaginn 20. ágúst. Nánari upplýsingar á vef skólans frá og með næstu helgi. Skólameistari www.flensborg.is Íslands mót í hálfum járnkarli (Half IronMan) var haldið í Hafnarfirði á sunnudag. Að mótinu stóðu þríþrauta félagar úr Hafnarfirði, ÍBH og SH. Synt var í Ásvallalaug, hjólað á Krýsuvíkurvegi og hlaupið á Hvaleyrarvatnsvegi. Þátttaka var góð en vinsældir þríþrautar fara ört vaxandi. Sett voru Íslandsmet í flokk um karla og kvenna. Í karla flokki sigraði Steinn Jóhanns son FH/SH á 4.29,53 klst. og í kvennaflokki sigraði Eva Margrét Ei n - arsdóttir ÞRÍR á 5.40,02 klst. Mótið er orðið árviss atburður og verður haldið aftur að ári. Voru keppendur sammála um að aðstæður í Hafnarfirði séu þær bestu til þríþrautaiðkunar hér á landi. Steinn á Íslandsmeti í hálfum járnkarli Íslandsmót í hálfum járnkarli - 1,8 km sund, 90 km hjólreiðar og 21,1 km hlaup Eva Margrét og Steinn Frábær árangur 19 ára landsliðs Íslands í handknattleik á heimsmeistaramótinu hefur vakið verðskuldaða athygli. Liðið komst í úrslit og vann til silf - ur verðlauna eftir að hafa tapað í úr slita - leik gegn fyrnasterku liði Króata. Það sem er þó at - hyglisverðast fyrir okk ur Hafn firðinga er það að helmingur liðs ins, átta af sextán eru leikmenn Hafnar fjarð ar - liðanna FH og Hauka og skipt - ast þeir jafnt á milli FH og Hauka nema hvað fyrirliði liðs - ins, Aron Pálmarsson og fyrrum FH-ingur, er nú gengin til liðs við stórliðið Kiel í Þýskalandi. Hinir hafnfirsku leikmennirnir eru: Benedikt Reynir Kristins son FH, Guðmundur Árni Ólafsson Haukum, Halldór Guð jónsson FH, Heim ir Óli Heimis son Haukum, Ólafur Guðmundsson FH, Stefán Sigur - mansson Haukum, Tjörvi Þor geirsson Hauk um og Örn Ingi Bjarkason FH. Þetta afrek strák - anna er ekki minna en afrek karla lands liðs - ins sem vann silfrið á Olympíu leikunum. Mér finnst því full ástæða til þess að Hafnar fjarðar bær veiti strákunum verð skuld aða viður - kenningu og skora hér með á bæjarstjórnina að gera það. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Silfurdrengirnir okkar Frábær árangur 19 ára liðsins í handknattleik Hermann Þórðarson Nánari upplýsingar á www.ungbarnsunderlu.is Ungbarnasund Námskeið fyrir börn 3 mánaða til 2 ára hefjast 18. og 22. ágúst. FH varð undir í bikarkeppni Höfðu sigrað í 16 ár ÍR-ingar hömpuðu sigri eftir bikarkeppni FRÍ sem fór fram á Laugardalsvelli um helgina. Hið öfluga frjálsíþróttalið FH hafði sigrað 16 ár í röð og hefðu slegið sigurgöngumet ÍR með sigri. FH sigraði í karlaflokki en ÍR í kvennaflokki og samanlagt og því ljóst að sigurgöngumetið verður ekki slegið á næstunni. Eldsneytisverð 12. ágúst 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 190,3 181,2 Atlantsolía, Suðurhö. 190,3 181,1 Orkan, Óseyrarbraut 190,1 180,1 ÓB, Fjarðarkaup 190,2 181,1 ÓB, Melabraut 190,3 181,2 ÓB, Suðurhellu 190,3 181,2 Skeljungur, Rvk.vegi 191,8 182,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.