Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. ágúst 2009 Þessa dagana er ekki talað um annað en það hvort ísinn sé traustur. Þingmenn fá margir ekki sumarfrí á meðan aðrir roðna undan góðviðrinu eins og við hin sem höfum getað notið veðurblíðunnar. Einu sinni hélt ég að sérfræðingar gætu veitt svör. En því fer víðs fjarri og eins og heimsspekingar þá svara þeir með vangaveltum. Sumir svara þó með fullyrðingum sem eru þá sjaldan studdar með rökum og eru lítils meira virði en skoðun mín á heimsmálunum. Ég er reyndar prinsippmaður og vil segja nei þegar ég meina nei og já þegar ég meina já og leyni helst ekki áliti mínu. Þá vita aðrir kannski betur hvar ég stend. Hjásetur er mér meinilla við og þeir sem sitja hjá eru ekki með og eiga að víkja sitji þeir í bæjar stjórn - um eða á þingi. Fyndnast finnst mér reyndar þegar stjórn - málamenn í ræðustóli gera grein fyrir atkvæði sínu og segjast ákveðnir vera á móti og sitji því hjá. Svoleiðist húmoristar setja bara lit á samfélagið. En við kjósum fólk til að taka ákvarðanir og telja stjórnmálamenn sig ekki hafa nægilega þekkingu til að taka ákvarðanir eiga þeir að afla sér hennar eða segja af sér ella. Því segi ég að ef að menn telja ísinn ekki traustan þá eigi menn ekki að fara út á hann, alveg sama hvert álit samfélags þjóðanna verður. Grýlan sem búin er til, hugsanlega með valdi og vonsku Breta og Hollendinga, er órökstudd og með almennri skynsemi má fullyrða að hún sé bull. Nær væri að gera skoðanakannanir á áliti almennings í þessum löndum á stöðu Íslands og nýta sér niður stöðurnar til að sýna erlendum stjórnmálamönnum að íslenskir þingmenn geta ekki annað en farið eftir samvisku sinni og ekki látið hræða sig með einhverjum grýlum. Í sumar hafa Íslendingar lært að njóta landsins síns. Góður skátaforingi, Tryggvi Þorsteinsson sagði í ljóði sínu: „Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammt, þú leitar í fjarlægð en átt hana samt. En vel skal þess gæta, hún oftast nær er, í umhverfi þínu hið næsta þér.“ Helgafellið, Hraunin, Hvaleyrarvatn, strandlengjan, gamli bærinn, Hamarinn, Ástjörnin og nágrannar bjóða okkur upp á fallega strandlengju, meira hraun, skóga og kaffi ef maður bankar upp á. Njótum þess sem við höfum. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 16. ágúst Messa kl. 11 Prestur: dr. Kjartan Jónsson Organisti: Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur. Ferðalag fermingarbarna í Vatnaskóg mánudag kl. 08.00 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Skíðabox Pacific 600190 x 63 x 39 cm340 L54.900.- Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Sólborg og Björk Björk syngur í Fríkirkjunni Föstudaginn 14. ágúst kl. 20 heldur Björk Níelsdóttir, sópran tónleika ásamt Sólborgu Valdimarsdóttur píanóleikara og Grími Helgasyni klarinettuleikara. Björk lauk söngprófi frá Tónlistarskólanum í Hafnarfirði 2007 og er nú í námi við tónlistar - háskólann í Amsterdam sem hún segir vera skemmtilegt nám en strangt. Hún segir mikið líf í skól - anum og þar læri hún líka m.a. dans og leiklist og svo sé auðvitað sungið mikið saman. Björk var í hornaflokki með nöfnu sinni í eitt og hálft ár á tónleikaferðum um heiminn en hélt svo beint til náms enda segist hún vera miklu betri söngvari en trompetleikari. Á tónleikunum í Fríkirkjunni verða söng lög eftir Britten, Barber, Schubert og Jórunni Viðar. Ljóða - tónlist úr úppáhaldssafni Bjarkar, það sem hún helst vildi syngja en um þriðjungur er eftir Jórunni Viðar við ljóð m.a. eftir Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson. Léttir og skemmtilegir tónleika, lofar Björk og það er frítt inn. Sýningin Safn(arar) í Hafnarborg framlengd Vegna góðrar aðsóknar og mikils áhuga hefur sýningin Safn(arar) sem nú stendur í Hafnarborg hefur verið framlengd til 16. ágúst. Á sýningunni gefst einstakt tækifæri til að sjá glæsileg verk úr fórum einkasafnara og verk úr stofngjöf lista verk asafnar anna Sverris Magn - ús sonar og Ingi bjargar Sigur - jónsdóttur til Hafnar borgar. Einka - safnararnir sem lánað hafa verk á sýninguna eru Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir, Bragi Guðlaugsson, Ingunn Wern ers dóttir og Sverrir Kristinsson. Sýning á graffítiverkum Dvergshúsinu Sýning á graffítiverkum, sem unnin eru í sérstöku graffítiverkefni sem Hafnarfjarðarbær stendur yfir, stendur nú yfir á jarðhæð Dvergs við Lækjargötu. Sýningin stendur til föstudags 14. ágúst kl. 20 en opnað er kl. 16. Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Bergmál Bergmál eftir N. Richard Nash fjallar um tvær konur sem fastar eru í heimi minnis - leysis og geðveiki. Þær reyna að átta sig á umhverfi sínu, fortíð og framtíð og yfirstíga þeirra mestu ógn; manninn. Sýningin er mjög súrealísk, átakanleg en skemmtileg í senn. Hópurinn leitaðist við að kanna nýjar leiðir í vinnu sinni. Sýningin er jafnframt unnin í kringum handritið, en ekki alger lega uppúr því, en leik - endur eru Guðrún Sóley Sig - urð ar dóttir, Aldís Da víðsdóttir og Halldór Magnússon. Guðrún og Aldís sáu einnig um leikstjórn, sviðsmynd, bún - inga, lýsingu og allt það sem við kemur sýningunni. Verkið verður frumsýnt föstu daginn 14. ágúst en alls verða sýningarnar 8 og sú síð - asta 28. ágúst. Sætaframboð er takmarkað en sýnt er í húsnæði félagsins í Gamla Lækjarskóla.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.