Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 13.08.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. ágúst 2009 Undirbúningur skólastarfs er í fullum gangi þessa dagana og í Flensborg er framundan skólaár sem í senn verður spennandi og ögrandi að sögn Magnúsar Þorkelssonar starf - andi skólameistara í námsleyfi Einars Birgis Stein þórssonar. Magnús segir aðalverkefni ársins verði tengd námskrár - gerð og þykir honum merki legt að koma til starfa án þess að allt sé á hvolfi eins og verið hefur flest undanfarin 11 ár vegna framkvæmda. Hrefna Geirsdóttir, áfanga - stjóri leysir Magnús af í stöðu aðstoðarskólameistara og Hall - dóra Jóhannesdóttir sest í stól áfangastjóra en litlar breytingar eru í starfsmannamálum skól - ans. „Aðsókn að skólanum var mikil í vor. Raunar hefur aðsókn að skólanum aukist svo að á síðasta skólaári voru vor- og haustannir jafnfjölmennar en jafnan er vorönn fámennari en haustönn. Alls voru afgreiddar 373 umsóknir, þar af voru 274 með skólann sem fyrsta val. Inn voru teknir 253 nemendur. 120 var vísað frá og var langstærsti hluti þeirra eldri en 18 ára. Á starfsbraut eru skráðir 22 nemendur og 118 nemendur eru skráðir á íþróttaafrekssvið. Fleiri karlmenn Sú frekar óvanalega staða er uppi að heldur eru fleiri karlar en konur við skólann að sögn Magnúsar. „Það vakti athygli hversu sterkur hópur sótti um skólann en leitast var við að taka inn alla nýnema sem sóttu um skólann sem fyrsta val, voru með góða skólasókn og bjuggu í Hafnarfirði. Fjöl - mennustu brautirnar eru félags - fræða- og náttúru fræði braut en viðskiptabrautin hefur aukist og dafnað á ný síðustu árin.“ Skuldlausir sjá stundatöflu á INNU Skuldlausir eldri nemendur munu nú í fyrsta sinn geta séð stundatöflur á INNU að óbreyttu frá miðvikudeginum 19. ágúst en aðrir eldri nem - endur þurfa að ganga frá sínum málum við skrifstofu skólans áður en þeir fá aðgang. Nýnemar fá stundatöflur afhentar frá fimmtudeginum 20. ágúst en þá hefjast nýnemakynningar. Umsóknir um breytingar á stundatöflum á svo að senda í tölvupósti. Raunar er svo þröngt á garð - anum og segir Magnús að vandséð sé að nem endur geti breytt töflum sínum. „Við erum stolt af okkar fólki í Flensborgarskólanum. Það voru a.m.k. sex nemendur núverandi eða fyrrverandi í silfurliðinu sem stóð sig svo vel á HM unglinga í Túnis á dögunum. Auk þess fara tveir nemendur á EM kvenna í knattspyrnu í lok ágúst en að auki er einn útskrifaður nemandi í liðinu. Við fylgjumst því grannt með EM og segjum áfram Ísland!“ Hvetur Magnús nemendur til að fylgjast með heimasíðu skólans frá næstu helgi en þá munu nánari upplýsingar birtast um upphaf skólaársins! 253 teknir inn í Flensborg 73% umsækjenda völdu Flensborg sem fyrsta val L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Frábær frammistaða ríkis - stjórnar undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formanns Samfylkingar er að koma í ljós. Er það í anda Jafn - aðarmanna að kreysta sem mest og fyrst útúr eldri borg urum allt sem mögu legt er? Ríkis stjórnin sendi okkur kveðjuna um mánað ar mót júní/júli gegn um Trygg ingar - stofn un ríkisins. Þeir sem höfðu t.d. lámarks greiðsl ur frá TR fengu skerðingar upp á nokkrar tugi pró senta. Atvinnu - möguleikar skert ir eða sama sem, það erum við eldri borgarar sem erum aðalhjól þeirra er greiða skulu skuldir Íslands, eða það virðist vera þannig. Hvað mundu t.d. kennarar, heil brigðisstéttir já sjálfir þing - menn og ráðherrar og allt stjórn - arliðið segja ef skerðingar upp á 27% kæmu bara sí svona á laun þeirra? Það er sú upphæð er undirritaður upplifði í skerðingu frá háttvirtri ríkisstjórn. Fólk sem búið er að þræla í gegnum lífið og greiða alla skatta af launum sínum gegnum tíðina er svo hundelt er það kemur á efri ár, og þá helst af vinstri stjórn, sem menn ættu að halda að hugsaði frekar um hag eldri borgara. Á sama tíma eru þó nokkrir, er gáfu upp tak mark aðan hluta launa látnir njóta allra hlunninda sem TR veitir. Mér segist svo hug - ur að haustið verði mjög heitt, þ.e.a.s. að baráttan geti orðið hörð hjá eldri borg urum til að halda sínum réttindum. Við munum ekki enda laust láta vaða yfir okkur það kemur að því að uppúr sýður, með sama áfram haldi. Ekki eigum við þátt í efna - hagshruninu hér á landi, en það virðist sjálfsagt að leita fyrst á garðinn þar sem hann er einfald - astur og lægstur. Meðan lítið sem ekkert gengur að fanga þá, er sann arlega stóðu fyrir bankahruninu síðastliðið haust. Er þetta hið nýja Ísland? Höfundur er formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði. Er þetta í anda Jafnaðarmanna? Jón Kr. Óskarsson Hafnfirðingar athugið! Strandgötu 37 • sími 565 4040 • Gerum við skartgripi. • Gyllum og hreinsum. • Rafhlöðuskipti á staðnum. • Gerum göt í eyru. www.lovedsign.is • www.nonnigull.is F ja rð a rp ó s tu ri n n 0 9 0 8 Verslum í heimabyggð! Nýr pítsustaður var opnaður á horni Flatahrauns og Skúta - hrauns í júní sl. Að sögn Einars Þorsteinssonar var hugmyndin að fara af stað með pizzastað sem notaði eins mikið af ís - lensku hráefni og hægt væri. Þetta var gert með það fyrir aug - um að reyna að búa til atvinnu fyrir Íslendinga og það an kemur nafnið, Pizza Islandia. Einar, sem er Grindvíkingur rekur staðinn ásamt konu sinni, Ásu Maríu Ásgeirsdóttur og rekur líka pítsastað í Grindavík – í sjoppu sem hann á og nýtur hann mikilla vinsælda. Pítsurnar eru bakaðar í stein - ofnum og þykja því nær ítölsk - um pítsum í bragði. „Allt grænmeti er keypt beint af bóndanum þar sem að því er komið við, kjöt er frá Ali og osturinn er íslenskur. Við leggj - um áherslu á að hafa verðið lágt og reynum að veita góða þjón - ustu“, segir Einar og segir stað - inn hafa fengið góðar móttökur. Húsnæðið er rúmgott, tekur um 60 manns í sæti og næg bíla - stæði. Fólk getur valið um að borða á staðnum eða taka píts - urnar með heim. Fyrir bolta - áhugamenn býður staðurinn upp á boltann í beinni á stórum skjá. Pizza Islandia fer vel af stað Hjónin Einar og Ása María á Pizza Islandia. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n KFC staðurinn hefur ávallt verið snyrtilegur. Þrastarás 27. Eigendur: Þorlákur og Unnur. Brekkuhvammur 10. Eigendur: Kristinn og Guðrún. Fjórbýlishús að Suðurgötu 90-92. Norðurvangur 21. Eigendur: Guðmundur og Elísabet Lækjarberg 46. Eigendur: Guðmundur og Hrafnhildur. Verðlaunagarðar 2009 Á forsíðu má sjá garðinn að Móabarði 28. Eigendur eru Guðleifur og Hildur. L jó s m y n d ir : G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.