Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2009, Side 4

Fjarðarpósturinn - 27.08.2009, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. ágúst 2009 Barna– og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju Í vetur verður boðið upp á kórastarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára Innritun og fyrsta æfing kóranna verður mánudaginn 31. ágúst Barnakór, 4-6 ára kl. 16.45 -17.30 Eldri barnakór, 7-9 ára kl. 17.15-18 Unglingakór, 10-16 ára kl.18-19 Einnig æfir unglingakórinn á fimmtudögum kl. 17.30-19 Allir eru velkomnir til að vera með ! Stjórnendur kóranna eru Helga Loftsdóttir kórstjóri og Anna Magnúsdóttir píanóleikari Allar nánari upplýsingar eru í síma 695 9584 eða á helga.loftsdottir@gmail.com BREAKDANS - HIPHOP DANS - STREET DANS - POPPING Viltu læra ALVÖRU BREAKDANS eða HIPHOP DANS? Þá ertu búin að finna rétta kennarann til að kenna þér!! Natasha Royal kom frá New York fyrir meira en 10 árum síðan og ákvað að kenna Íslendingum ALVÖRU BREAK & HIPHOP DANS en dansarnir eru upprunalega frá Bandaríkjunum. Hún er með mikla þekkingu og reynslu í kennslu en með hverju ári eykst áhugi Íslendinga. Lærðu alvöru dansa, tæknina, framkomu, stílinn og auðvitað flottustu sporin við bestu tónlistina!! Skemmtileg námskeið fyrir allan aldur. Ný námskeið að byrja í september. Nánari upplýsingar og skráning í síma 822 6325 www.NATASHA.is Eva Rut Reynisdóttir og Anita Aradóttir heldu tómbólu í Firði og fyrir utan heima hjá sér, sem og söfnuðu dósum til styrktar Rauða krossinum í sumar. Þær söfnuðu 4.380 kr. sem þær færðu Hafnar fjarðar - deild Rauða krossins. Hildur Una Gísladóttir, Þóra Margrét Karlsdóttir og Brynja Björt Óskardóttir héldu tom - bólu við Fjarðarkaup fimmtu - daginn 13. ágúst og söfnuðu þar 7.130 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Er þeirra framlag allra vel þegið og fá krakkarnir hrós fyrir að vilja leggja bágstödd - um lið. Söfnuðu fyrir Rauða krossinn Aníta Aradóttir og Eva Rut Reynisdóttir. Þóra Margrét, Hildur Una og Brynja Björt. Adrenalín á Úlfljótsvatni Ferð Vinnuskóla Álftaness á Úlfljótsvatn Miðvikudaginn 12. ágúst héldu nemendur Vinnuskóla Álftaness af stað í einnar nætur skemmtiferð. Lagt var af stað snemma morguns og ferðinni heitið á Úlfljótsvatn. Á Úlfljóts vatni fékk adrena - línið að njóta sín í blíðskapar - veðri. Unglingarnir spreyttu sig á klifri og sigi í 10 metra háum klifurturni. Þeir prófuðu kanóa og hjólabáta og þeir allra hugrökkuðustu tóku sundsprett í ísköldu vatninu! Vatnasafaríið sló einnig í gegn og leðju - slagurinn verður lengi í minn - um hafður. Þegar rökkva tók var kveiktur varðeldur og hóp - ur inn gæddi sér á grilluðum sykur púðum og söng sig inn í nóttina. Andorra er ein af eldri versl - unum bæjarins og þar hefur verið gerð bylting til að bjóða konum ódýrar vandaðar snyrti - vörur. Segir Helga Sæunn Árnadóttir, eigandi, að konur noti enn snyrtivörur þó það sé kreppa. „Við verðum að horfa í budd - una sérstaklega á tímum sem þessum og ákvað ég því að bjóða Signature of nature í Andorru þar sem það eru fag - aðilar við inn flutning og áhersla er lögð á að innihalds - efni, gæði og verð skili sér til viðskiptavina. Það eru engin kemísk efni í vörunum og í boði er allt frá líkamsskrúbbum í hárnæringar og sápubar frá Signature of nature sem er nýjung hjá okkur í Andorru.“ Helga er búin að snúa búð - inni við og breyta henni í takt við breytta tíma og býður nú t.d. krem á 1490 - 2990 kr. Boð ið er upp á fjölbreytta gjafa vöru í bjartri versluninni. Þá hefur verið bætt við augnhára- og háralenginum þar sem Bryndís tekur á móti gestum. Býður hún Grand Hair Extension sem er ný kynslóð af hárleng ingum og eitt fljót - legasta kerfið á markaðnum og fer alls ekki illa með eigið hár. Hárið er hægt að nota 3-4 sinnum eða í 1 ár samfleytt. Arndís Helga hefur slegist í lið með Helgu Sæunni í nögl - unum og áfram verður boðið upp á tilboð í neglur. „NYX make-up er komið til okkar og einnig er Förð - unarskólinn NYX með nám - skeið sem hefjast í október og er skráning hafin. Hlökkum til að sjá ykkur í nýrri og betri Andorru,“ segir Helga Sæunn að lokum. Snyrtivöruverslunin Andorra er að Strandgötu 32 þar sem Alþýðubrauðgerðin var til húsa í gamla daga. Miklu ódýrari snyrtivörur Andorra opnar með nýjar ódýrar gæðasnyrtivörur Helga Sæunn og Arndís Helga ásamt Kamillu dóttur Helgu. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.