Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.08.2009, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 27.08.2009, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. ágúst 2009 Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Skráning á sundæfingar fyrir 6 ára og eldri styrkir barna- og unglingastarf SH Sundfélag Hafnarfjarðrar • www.sh.is • Ásvöllum 2 • sími 555 6830 hefst fimmtudaginn 27. ágúst kl. 10-14 alla daga í síma 555 6830, einnig er hægt að senda tölvupóst á sh@sh.is. Koma þarf fram: Nafn barns, kt., heimilsfang, nöfn foreldra, kt. og símanúmer. Stundaskrár og nafnalistar hópa verða birtir á heimasíðu SH, www.sh.is. Æfingar hefjast mánudaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 1. september. Æfingarstaðir: Sundhöll Hafnarfjarðar • Suðurbæjarlaug • Ásvallalaug. Ný sundnámskeið sem byrja 6. september: 3-4 ára fædd 2005 • 4-5 ára fædd 2004 • 5-6 ára fædd 2003 Á þessi námskeið þarf að forskrá hjá sh@sh.is eða í síma 555 6830. Sundknattleikur fyrir 14 ára og eldri - Handbolti í vatni Nýr hópur byrjar 31. ágúst kl. 20 í Ásvallalaug. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 20-21. Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna Nýtt skriðsundnámskeið hefst 7. september og stendur yfir í fjórar vikur. Skráning hafin á sh@sh.is Upplýsingar um þessi námskeið eru á heimasíðu Sundfélags Hafnarfjarðar www.sh.is Um helmingur starfsmanna Áslandsskóla tók þátt í Reykja - víkur marþoninu um helgina. Kristín Högnadóttir hljóp heilt maraþon og þær Brynja Björg Braga dóttir og Lovísa Rut Ólafs dóttir hálft maraþon. Hinir 30 hlupu 10 km, en skólastjórinn hljóp að auki síðustu 8 km í maraþoninu með Kristínu henni til stuðnings. Starfsmenn hlupu til góðs og annað árið í röð var heitið á Íþrótta félagið Fjörð. Hlaupandi starfsfólk 33 starfsmenn Áslandsskóla tóku þátt í Reykjavíkumaraþoninu Fimmtudaginn 20. ágúst var verkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur vígt á Kárahnjúk - um að viðstaddri stjórn Lands - virkjunar, starfsmönnum og verktökum sem að því komu, fulltrúum sveitarstjórnar, lista - mann inum og fleiri gestum. Verkið er hringlaga form eins og sjá má á myndinni og er um 20 metrar í þvermál. Hringform í miðju verksins er 7,5 m og er það sama og þvermál aðrennsl - is ganganna í Fljótsdalsvirkjun. Spíralformin í verkinu eru úr mattslípuðu blágrýti og tákna hringiðu vatnsins sem sogast niður í aðrennslisgöngin. Flöt - ur inn er lagður flögugrjóti úr landi Valþjófsstaðar. Á blágrýt - is línunni er texti úr Völuspá, síðustu hendingar upphafsvís - unnar: „Vildu að eg Valföður vel fyr telja, forn spjöll fira þau er fremst um man“. Trextinn er úr áli. Í verkinu eru þannig ýmsar vísanir. Verkið er á útsýnisstað og er þannig frá því gengið að fólk getur gengið upp á það og horft „vítt og um vítt“, en þarna sér yfir stóran hluta Hálsalóns, vest ur til Snæfells, yfir stíflu - garðinn og niður í Jökulsár - gljúf ur. Jónína vann samkeppni um gerð umhverfislistaverks sem Landsvirkjun efndi til í sam - vinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) árið 2006. Jónína var útnefnd bæjar - listamaður Hafnarfjarðar árið 2007. Sýning hennar Vættir stóð yfir í Hafnar borg frá maí s.l. til 21. júní. Hafnfirskt umhverfislista - verk á Kárahnjúkum Umhverfislistaverkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur stendur á útsýnisstað á Kárahnjúkum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.