Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 09.09.2010, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 9. september 2010 Íþróttir Næstu leikir Fótbolti: 12. sept. kl. 18, Kaplakriki FH - Selfoss (úrvalsdeild karla) 12. sept. kl. 18, Grindavík Grindavík - Haukar (úrvalsdeild karla) 11. sept. kl. 14, Húsavík Húsavík - ÍH (2. deild karla) Fótbolti úrslit: Konur: FH - Breiðablik: 2-3 Grindavík - Haukar: 2-2 Karlar: ÍH - Afturelding: 0-0 Allir vinna! innréttingahönnun • innréttingasmíði Minnum á endurgreiðslu vsk af hönnunarvinnu og vinnu á verkstað sem og skattaafslátt! Sjá nánar á www.allirvinna.is Drangahauni 8, Hafnarfirði • símar 565 1525, 898 2608 • tul@simnet.is Stórar sem smáar innréttingar TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR Getum bætt við nokkrum nemendum í söng Skólastjóri Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Strandgötu 51 • sími 555 2704 • www.tonhaf.is Aðalfundur 60+ Hafnarfirði verður haldinn laugardaginn 18. september kl. 11 að Strandgötu 43. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Söfnunarfé úr morgun­ messum til Mæðra styrks­ nefndar Alla miðvikudagsmorgna kl. 8.15 er nú sungin gregorsk messa í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messuna er boðið upp á léttan morgunverð en messan er flutt til að styrkja messugesti fyrir daginn og efla þá í leit að hamingjunni. Það einkennir þessa messu að hún byggir á hefðbundinni messu sunnudagsins í þjóð kirkj- unni, sem sungin er með gregorsku tónlagi, en bætt er við fleiri söngvum messunnar í sama stíl. Messusöngur er það tónlag sem notað er þegar messa er sungin. Gregors söng urinn var sá söngur sem kirkjan tók í arf þegar fyrstu messu bækur á íslensku voru gefnar á 16. öld. Í þessum morgunmessum er vaninn að láta söfnunarbauk ganga og geta þeir sem það vilja látið fé rakna, sem ætlað er til góðra verka. Vegna þess al var- lega ástands sem nú er uppi í samfélaginu hefur verið ákveðið að láta söfnunarfé hausts ins renna til Mæðra styrks nefndar Hafnarfjarðar. Mun söfnunin halda áfram fram yfir fyrsta mið- vikudag í aðventu, en þá verður söfnunarféð afhent. Tónlistar­ styrkur í boði Rótarýs Styrkur Tónlistarsjóðs Rótar- ýs Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir styrk- umsóknum. Sjóðurinn veitir ungu fólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2011 og verður að upp- hæð kr. 750.000. Umsóknum skal skilað í síð- asta lagi 1. október nk. til skrif- stofu Rótarýumdæmisins, Suð- urlandsbraut 54, 108 Reykja - vík. Sjá nánar á www.rotary.is Ný sí mennt­ unar mið stöð í Garðabæ Símenntunarmiðstöðin Klifið tekur til starfa í Sjálandsskóla nú í september. Klifið býður upp á fjölbreytt og spennandi frístundanámskeið sem spanna allt frá hóptímum í afródansi, bad minton eða stafagöngu til tónlistar, tölvu-, prjóna-, mynd- listar-, sauma-, skartgripa-, haust kransa-, leiðtoga- og flugu hnýtinganámskeiða. Einkunnarorð Klifsins eru nám við hæfi alla ævi. Með þeim orðum er vísað til þess að nám er æviverk og að það er aldrei of seint að bæta við sig þekkingu. Skráning er hafin á haust- námskeiðin á vef Klifsins. Á vefnum má nálgast upplýsingar um námskeið og tímasetningar. Klifið er framtak þriggja áhuga samra kvenna í Garðabæ sem vilja efla enn frekar mannlíf í bænum. FH Íslands­ meistari í 5. flokki c Á sunnudag léku strákarnir í 5. flokki FH við Þór frá Akur- eyri í úrslitum á Íslandsmótinu í flokki C-liða. Góð barátta og skemmtilegur fótbolti skilaði liðinu 2-1 sigri og Íslands- meistara titli. Þá má geta að A-liðið í sama flokki lék til úrslita á síðastliðin laugardaginn en varð að lúta í lægra haldi fyrir Stjörnunni í hörkuleik. Starfssemin verður að hluta til árstíðabundin og munu fleiri námskeið bætast við þegar líða tekur á haustið. Því er um að gera að fylgjast með á www. klifid.is og á Facebook. Taplausar Hauka­ stelpur Á dögunum varð 6. flokkur kvenna í Haukum Hnátu- mótsmeistari KSÍ. Fóru þær taplausar í gegnum mótið og ekki nóg með það, heldur hafa stelpurnar ekki tapað leik í allt sumar. Þessi frækni hópur hampaði einnig bikurum á Þróttara mót- inu, Króksmótinu og Síma- mótinu. Hér má sjá þær ásamt þjálfara sínum Röggu og liðstjóranum, Jóa. Stelpurnar í 6. flokki Hauka ásamt Röggu þjálfara og Jóa liðsstjóra.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.