Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.12.2011, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.12.2011, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. desember 2011 Einhvern veginn tekst stjórn­ málamönnum og embættismönnun stundum að leggja áherslu á að þjóna minnihlutahópum á kostnað annarra. Jafnrétti byggist á rétti fólks en skyldar t.d. ekki fólk til að hafa ákveðna skoðun. Hér í Hafnarfirði var leikskólabörnum bannað að þiggja jólakakó og fá að hitta jólasveininn i Firði vegna þess að það var banki sem bauð! Samt mega þau ganga um bæinn með stórar auglýsingar framan á sér frá fyrirtækjum á borð við Sjóvá, Lands bankann, Hjallastefnuna ehf. og Skóla ehf. Í Reykjavík eru menn hræddir við að það sé verið að halda að börnum lífsskoðunum frá samtökum og kirkjum. Upplýsingar hafa aldrei gert neinum mein og við erum sífellt að kenna börnum okkar að hlusta og læra. Þekking er hverju barni nauðsynleg og það lærir að taka afstöðu og er ótrúlega fljótt að mynda sér sjálfstæða skoðun. Minnihlutinn má aldrei taka rétt meirihlutans til að hafa ákveðna trú og iðka hana á sama hátt og meirihlutinn má aldrei skipa neinum að iðka trú eða hafa ákveðna skoðun. Þannig getum við lifað í sátt og samlyndi og virt skoðanir hvers annars. Jólasöngvarnir eru stútfullir af gildum og boðskap sem hverjum og einum er frjálst að meðtaka eins og hann vill. Nær öll trúarbrögð hafa kærleika sem einn af hornsteinum í kenningum sínum. Leggjum áherslu á hann í stað þess að æsa fólk upp með boðum og bönnum um hvað megi gera með börnum í skólum og hvað ekki. Treystum skólastjórnendum til þess að hafa kærleikann að leiðarljósi í skólastarfinu og verum laus við argaþras sem skapast ætli menn að setja stífar reglur um allt. Guðni Gíslason Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is leiðarinn Víðistaðakirkja Laugardagurinn 3. desember Kirkjuskóli kl. 11:00 Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjöslkylduna. Sunnudagurinn 4. desember 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta kl. 11:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Árni Svanur Daníelsson www.vidistadakirkja.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sverrir Einarsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er Íslenskar og vistvænar líkkistur Jón G. Bjarnason Hermann Jónasson Kristín Ingólfsdóttir Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Áratuga reynsla Sunnudaginn 4. desember Fjölskyldumessa kl. 11 Barnakórinn flytur helgileik undir stjórn Helgu Loftsdóttur, undirleikari er Helga Magnúsdóttir. Prestur sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Barbörukórinn syngur við messuna undir stjórn og undirleik Guðmundar Sigurðssonar kantors. Öll velkomin. Morgunmessur alla miðvikudaga kl. 08.15 Tíðasöngur alla fimmtudaga kl. 10 www.hafnarfjardarkirkja.is. Við sendum um allt land, einnig til útlanda 35 ár Stolt að þjóna ykkur Bæjarhrauni 26 • Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 • www.blomabudin.is Útfararskreytingar Við leggjum alúð og metnað í okkar vinnu kransar altarisvendir kistuskreytingar hjörtu Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagur 4. desember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Haraldur Skúlason leikur á horn. Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir og starfsfólk sunnudagaskólans segja söguna um hirðana. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Kakó, piparkökur og mandarínur á eftir. www.astjarnarkirkja.is www.frikirkja.is Fríkirkjan Annar sunnudagur í aðventu, 4. desember. Sunnudagaskólinn kl. 11 Aðventukvöldvaka kl. 20 Hátíðleg dagskrá í tali og tónum. Kór og hljómsveit kirkjunnar flytur falleg aðventu- og jólalög Vertu velkomin(n) í Fríkirkjuna! Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Strandgata 43 · Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is Stofnað 1995 Stapahraun 5 - 220 Hafnarfjörður www.uth.is - uth@simnet.is sími: 565-9775 Næstu blöð 8. desember 15. desember 22. desember – jólablaðið www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.