Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.12.2011, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.12.2011, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. desember 2011 Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Mánudaginn 5. des. Tálgun í umsjón Ólafs Odssonar Miðvikudaginn 8. des. Raul söngæfingar í umsjón Kjartans Ólafssonar Mánudaginn 12. des. Leðurtöskugerð í umsjón Helgu Rúnar Deiglan verður með markað á laugardögum fyrir jól Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar kl. 10 -14 Gönguhópurinn Röltarar og menning kl. 13 -15 Ferilskrárgerð Föstudagar kl. 10 -14 Þjóðmálahópur og Matarlist kl. 10 -14 List og handverk Fimmtudagar Deiglan er opin fyrir atvinnuleitendur Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr hf. til Íslands­ banka og allri samningagerð er nú lokið. Með því er ljóst að Íslandsbanki og Byr munu sameinast, en áður höfðu Fjár­ málaeftirlit, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA veitt samþykki sitt fyrir kaupunum. Íslandsbanki kaupir 11,8% hlut íslenska ríkisins og 88,2% hlut skilanefndar Byrs á 6,6 milljarða króna. Undir merkjum Íslandsbanka Bankarnir tveir munu samein­ ast undir merkjum Íslandsbanka og mynda öflugt fjármála fyrir­ tæki þar sem áhersla er lögð á framúrskarandi og persónulega þjónustu, eins og segir í tilkynn­ ingu frá Íslandsbanka. Sameinaður banki mun byggja á ríkri sögu sem nær allt aftur til ársins 1875 en þá var Sparisjóður Álftaneshrepps stofnaður, en hét síðar Sparisjóður í Hafnarfirði. Starfsemi hans lagðist af árið 1900 en var svo lagður inn í Spari sjóð Hafnarfjarðar sem var stofnaður 1902. Þá var Spari­ sjóður Arnarneshrepps stofnaður árið 1884 en hann sameinaðist síðar Sparisjóði Norðlendinga ásamt Sparisjóði Glæsibæjar­ hrepps. Sparisjóður Kópavogs var stofnaður 1954 og Spari­ sjóður vélstjóra árið 1961. Þessir sparisjóðir sameinuðust síðan undir merkjum Byrs á árunum 2007­2008 sem var svo bjargað frá gjaldþroti af íslenska ríkinu eftir bankahrun. Íslandsbanki hinn gamli var stofnaður að frumkvæði erlendra aðila árið 1904 með það að mark miði að veita fjármagni í iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Íslandsbanki hefur alla tíð síðan verið leiðandi banki í sameiningu og hagræðingu á íslenskum fjár­ málamarkaði. Er skemmst að minnast sameiningu Alþýðu­ banka, Iðnaðarbanka, Útvegs­ banka og Verzlunarbanka undir merkjum Íslandsbanka árið 1990 sem síðar varð Glitnir. Nýi Glitnir, síðar Íslandsbanki var svo stofnaður úr rústum Glitnis eftir bankahrunið. Öflugt fjármálafyrirtæki Sameinaður banki byggir því á hartnær 130 ára sögu spari sjóða annars vegar og rúm lega 100 ára sögu Íslandsbanka hins vegar. Með sameiningunni á að nást fram mikilvæg hagræðing á ís ­ lenskum fjármálamarkaði sem er liður í uppbyggingu hans. Efna­ hagsreikningur sameinaðs banka verður um 814 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall bank ans, miðað við samrunareikning, er vel yfir 20% en núverandi lág marks krafa Fjármála eftir lits ins er nú 16%. Sameining útibúa Útibú verða sameinuð og í Hafnarfirði sam einast útibúin í húsnæði Byrs í febrúar. Viðskiptavinir Byrs hf. geta áfram notað alla innláns reikn­ inga, greiðslukort og heima ­ banka eins og áður, sem og aðra þjónustu. Stefnt er að því að sam einingarferlinu ljúki á fyrstu mánuðum næsta árs. „Ég fagna þessum tímamótum um leið og ég býð nýja við­ skiptavini og starfsfólk velkomið í sameinaðan bank,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands­ banka. „Sameining Íslandsbanka og Byrs þýðir að við erum orðin eitt öflugasta fjármálafyrirtæki á Íslandi. Í krafti stærðarinnar von ast ég eftir að við getum veitt við skiptavinum okkar enn betri fjármálaþjónustu. Sameiningin hef ur auk þess í för með sér ákveðna hagræðingu sem er afar mikilvægt skref í endurupp bygg­ ingu íslenska fjármálakerfisins. Fyrirtækin eiga sér merka sögu, sterk gildi og fyrirtækjamenning þeirra er mjög áþekk. Við mun­ um leggja áherslu á að taka það besta úr hvorum banka og mynda eina öfluga heild.“ Jón Finnbogason, forstjóri Byrs segir að nú sé óvissutíma um framtíð Byrs lokið og að nú skapist því tækifæri til að horfa til framtíðar og byggja upp sterkt og traust fjármálafyrirtæki. „Bank arnir falla vel hver að öðrum, bæði hvað varðar góða þjónustu og staðsetningu útibúa. Síðastliðin þrjú ár hafa verið óvissu tími fyrir starfsmenn og viðskiptavini Byrs. Ég vil þakka þeim fyrir þá tryggð sem þeir hafa sýnt bankanum á þessum tíma,“ segir Jón. Sl. þriðjudag var svo 42 starfs­ mönnum sagt upp störfum. Sameining Byrs hf. og Íslandsbanka samþykkt Kaupverð 6,6 milljarðar króna - 42 sagt upp islandsbanki@islan dsbanki.is www.islandsbanki .is Sími 440 4000 Ljósin verða afgreidd frá og með 16. desember til og með 23. desember. Opið kl. 13-19 alla daga Lokað aðfangadag. Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Jólaljósin ehf. sími 692 2789 Ingibjörg Jónsdóttir Jólafundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði verður haldinn mánudaginn 5. desember í húsi Samfylkingarinnar að Strandgötu 43. Húsið opnað kl. 20.30. Hallgrímur Helgason rithöfundur mun lesa upp úr bók sinni Konan við 1000°. Lovísa Christinansen, framkvæmdastj. Krýsuvíkursamtakanna flytur jólahugvekju. Þórður Marteinsson og Stígur Herlufsen, spila létta jólamúsik. Heitt kakó og kökur. Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi. Jólanefndin Jólafundur Sjálfstæðisfélagsins Fram verður haldinn 9. desember kl. 18-20 að Norðurbakka 1 Léttar veitingar og ljúfir tónar Allir velkomnir Jólamorgunkaffi barnanna í Sjálfstæðishúsinu Norðurbakka 1, 10. desember kl. 10-12. Piparkökumálun, kakó og vöfflur Allir velkomnir Sjálfstæðisfélagið Fram Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.