Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Sverrir Einarsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Íslenskar og vistvænar
líkkistur
Hermann Jónasson
Kristín Ingólfsdóttir
Það sem hafa ber í huga
varðandi andlát og útför
Áratuga reynsla
Sunnudagur 29. apríl
Guðsþjónusta kl. 11
Væntanlegum fermingarbörnum
vorsins 2013 og forráðamönnum þeirra er
sérstaklega boðið.
Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur messar.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Barbörukórinn leiðir söng. Barn borið til skírnar.
Sunnudagaskóli á sama tíma
í safnaðarheimilinu.
Eftir guðsþjónustuna er fundur með
fermingarbörnum og forráðamönnum um
fermingarstarfið veturinn 2012-2013.
www.hafnarfjardarkirkja.is. Stofnað 1995
Stapahraun 5 - 220 Hafnarfjörður
www.uth.is - uth@simnet.is
sími: 565-9775
Hafnfirska
fréttablaðið
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudaginn 29. apríl
Útvarpsguðsþjónusta kl. 11
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn
Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Gréta Salóme Stefánsdóttir
leikur einleik á fiðlu.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson
Sunnudagaskólinn
á sama tíma
þar sem bænin verður íhuguð.
Hressing og samfélag að lokinni guðsþjónustu.
www.astjarnarkirkja.is
Ástjarnarkirkja
Kirkjuvöllum 1
www.frikirkja.is
Fríkirkjan
Sunnudagurinn 29. apríl
Sunnudagaskólinn kl. 11
Æðruleysismessa kl. 20
Prestur er Bryndís Valbjarnardóttir.
Fríkirkjubandið leiðir sönginn.
Foreldramorgnar
Samverustundir með foreldrum
ungra barna eru í safnaðarheimilinu
alla miðvikudaga kl. 10-12
Vertu velkomin(n)
í Fríkirkjuna!
Útfararstofan
Fold
Vistvænar íslenskar kistur
Þjónusta allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda
ef óskað er.
Sími 892 4650
Netfang: foldehf@simnet.is – Vefsíða: foldehf.is
Elfar Freyr
Sigurjónsson
Guðmundur
Þór Gíslason
Gísli Gunnar
Guðmundsson
Víðistaðakirkja
Sunnudaginn 29. apríl
Guðsþjónusta kl. 11:00
Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur.
Prestur: Sr. Árni Svanur Daníelsson
www.vidistadakirkja.is
Gleðilegt sumar kæri lesandi!
Nú er kominn vorhugur í marga
og flestir bæjarbúar vilja hafa
snyrtilegt í kringum sig. Bærinn
kemur ekki mjög vel undan vetri,
götur eru illa farnar og við
bæjarbúar getum lítið gert við því.
En það er líka sandur uppi á gangstéttum og á stígum í
næsta nágrenni okkar og fjúkandi drasl víða. Það er
engin ástæða að bíða eftir því að bæjarstarfsmenn eða
verktakar frá bænum hreinsi þetta upp - við getum sjálf
og eigum í þessu árferði að sýna mátt okkar íbúanna. Því
skora ég á alla bæjarbúa sem vettlingi geta valdið að taka
fram kústinn og skófluna og hreinsa í kringum sig! Ekki
bíða eftir því hvað aðrir geta gert fyrir þig!
Lóðarhafar eru hvattir til þess að setja sig í spor
gangandi vegfarenda og klippa tré og runna svo þeir vaxi
ekki út á gangstéttar og stíga. Garðyrkjustjóri bæjarins
hvatti til aðgerða fyrir skömmu en viðbrögðin eru því
miður allt of lítil. Reyndar er umhirða um tré í eigu
bæjarins ekki til að hrópa húrra fyrir og má sem dæmi
benda á trágróður við Setbergsskóla.
Bílastæðamál í miðbænum eru mörgum hugleikin
núna eftir að starfsfólki fjölgaði mjög á Linnetsstíg og á
Strandgötu eftir tilfærslur hjá Hafnarfjarðarbæ. Bíla-
stæðin bak við Bæjarbíó eru nú að jafnaði þétt setinnog
því grátlegt að sjá að menn komist upp með að leggja
veturlangt húsbíl þarna án þess að að sé gert. Kannski er
kominn tími til að stýra lagningu bíla í miðbænum með
skífum eins og fólk þekkir frá nágrannalöndunum. Á
meðan almenningssamgöngur eru ekki betri en þær eru
verður fólk á bílum og í raun gera bæjaryfirvöld ekkert
til að letja fólk til þess. Bílakjallarinn í Firði er í eigu
Hafnarfjarðarbæjar sem tvisvar hefur borgað hann og
starfsfólk í húsinu leggur þar, jafnvel næst inngöngum,
og gestir hússins fá ekki alltaf pláss. Þar væri kjörið að
taka upp tímatakmörkun og skífur og eðlilegt væri að
Hafnarfjarðarbær fengi einhverjar leigutekjur af þessari
eign sinni í formi bílastæðagjalda.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Útfararskreytingar
Við leggjum alúð og metnað í okkar vinnu
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar, hjörtu