Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 26. apríl 2012 © F ja rð ar pó st ur in n 20 11 -0 9 Komdu í bragðgóða skemmtun! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 12 -3 2 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 ..eða tandoori Munið krakkamatseðilinn Stofnfundur Hollvinafélags Hellisgerðis var haldin á sum ar­ daginn fyrsta í Hellisgerði í blíðskaparveðri. Í tilefni dags­ ins plantaði Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og fulltrúar undirbúningsnefndar Hollvina­ félagsins tveimur eplatrjám sem voru gjöf frá Hafnar fjarð­ ar bæ og undirbúningsnefndinni. Þetta var táknræn athöfn því það þarf tvö eplatré til að þau frjóvg ist og beri ríkulegan ávöxt eins og stefnt er að með sam starfi Hollvinafélagsins og Hafnarfjarðarbæjar um Hellis­ gerði. Einnig var plantað kirsu­ berja tré sem var gefið af Skóg­ rækt arfélagi Hafnarfjarðar. Sam þykkt voru lög félagsins sem hefur það að markmiði að standa vörð um Hellisgerði og styðja við fegrun og viðhald garðs ins með fjársöfnunum og sjálfboðavinnu og vekja athygli á þessari fallegu perlu bæjarbúa. Hægt að gerast félagar Um 40 manns skráðu sig sem stofnfélaga og í stjórn voru kosin Hólmfríður Guðmunds­ dóttir, Kristbergur Pétursson, Jó hann Halldórssón, Lárus Vil­ hjálmsson, Margrét Lárus dóttir, Oddrún Pétursdóttir og Ragn­ hildur Jónsdóttir. Á næsta ári verður haldið upp á 90 ára af mæli Hellisgerðis og vonast Holl vinafélagið til þess að bæjarbúar sameinist um verkefni sem gera þennan un ­ aðs reit í Hafnarfirði enn betri. Þeir sem áhuga hafa á að ger ast félag ar í Hollvinafélagi Hellis­ gerðis er bent á að hafa sam­ band í netfangið vinir hellis­ gerdis@gmail.com, í síma 6943153 og facebooksíðu félags ins. Hollvinir Hellisgerðis Eplatré var plantað í tilefni stofnunar Hollvinafélagsins. Tuulikki Koivunen Bylund biskup sænsku kirkjunnar í Härnösands stift, fimmti sænski kvenbiskupinn, og prófastar í biskups dæminu heimsóttu Hafn ar fjarðarkirkju á þriðju­ daginn. Þar tók Þórhallur Heimisson á móti þeim en hann hefur gegnt prestembætti í Svíþjóð. Dómkórinn í Reykjavík býður vorið velkomið með tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 2. maí kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk kórlög m.a. eftir Báru Gríms­ dóttur, Önnu S. Þorvaldsdóttur ásamt mótettum eftir Duruflé og Bruckner. Dómkórinn var stofnaður árið 1978 af Marteini H. Frið­ rikssyni. Kórinn hefur gefið út nokkra hljómdiska og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Í dómkórnum syngja um 40 manns. Stjórnandi Dómkórsins Kári Þormar en hann er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og var lengi vel félagi í Kór Hafnarfjarðarkirkju áður en hann hélt til náms erlendis. Kári tók við stöðu dómorganista árið 2010. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangseyrir er kr. 1500 en ókeypis er fyrir börn og ellilíf­ eyrisþega. Sænskir prófastar og biskup í heimsókn Dómkórinn í Hafnarfjarðarkirkju Sænski biskupinn, sú með krossinn, prófastar og fylgdarlið ásamt sr. Þórhalli Heimissyni og fleiri í safnaðarheimili Hafnarfj.kirkju. Kári Þormar stjórnandi kórsins Of dýrt að farga jarðvegi Eftir lokun tippsins á Hamranesi sem löngu var tímabær hafa Hafnfirðingar engan annan kost en að aka um 30 km leið að Bolaöldu með jarðveg. Þrátt fyrir fögur orð hafa ekki verið fundnar aðrar lausnir í Hafnarfirði á meðan deiliskipulagi fyrir Hafranesið er breytt. Víða í bæjarlandinu eru sár í landinu eftir jarðnám og þar mætti koma fyrir miklu efni á sama tíma og sár eru löguð. Á þetta hafa fjölmargir bent í mörg ár en engin stefna hefur verið mótuð né staðir fundnir fyrir jarðveg úr Hafnarfirði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.