Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012 Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar kl. 10 -14 Gönguhópurinn Röltarar og menning Föstudagar kl. 10 -14 Þjóðmálahópur og Matarlist kl. 10 -14 List og handverk Deiglan er opin fyrir atvinnuleitendur Mánudaginn 19. des. Leðurtöskugerð, tálgun og myndlist Miðvikudaginn 21. des. Raul söngæfingar í umsjón Kjartans Ólafssonar Deiglan fer í jólafrí 23. des. en byrjar aftur 4. janúar 2012 Föstudaginn 27. apríl: Facebook og netið fyrirlestur Maríanna Friðjónsdóttir Mánudaginn 30. apríl: Tálgun í umsjón Ólafs Oddssonar Miðvikudaginn 2. maí: Gengið verður á Helgafell með leiðsögn Guðrúnar Helgu frá Mountain Climbing. Mæting við Rauða krossinn kl. 10 Kammerkór Hafnarfjarðar ræðst í eitt af sínum stærsta verkefni hingað til þar sem kórinn efnir tónleika í Hörpu sunnudaginn 29. apríl nk. kl. 16. Á efnisskránni eru sálmar bandarískra blökkumanna. Helgi Bragason, kórstjóri Kammerkórsins, segir mikið tilhlökkunarefni að syngja í Hörpu og um sé að ræða afar spennandi og krefjandi verk­ efni. ,,Við höfum fengið til liðs við okkur Kristjönu Stefáns­ dóttur djasssöngkonu, Kjartan Valdemarsson píanó leikara, Jón Rafnsson sem leikur á kontra­ bassa og slagverksleikarann Krist inn Snæ Agnarsson og lofum fallegum tónleikum.“ Kammerkórinn var stofnaður í byrjun árs 1997 og hefur leitast við að hafa efnisskár sínar sem fjölbreyttastar. Á aðventutónleikum kórsins var sálumessa Benjamin Britten flutt og í mars söng kórinn mótettur við messu í Landa­ kotskirkju. Helgi hvetur Hafnfirðinga og nærsveitamenn til að láta þessa tónleika ekki framhjá sér fara. Hægt er að nálgast miða á harpa.is. Kammerkórinn í Hörpu á sunnudaginn kl. 16 Víðavangshlaup Hafnarfjarð­ ar var haldið sem vanalega á sum ar daginn fyrsta á Víðistaða­ túni. Keppendur voru um rúm­ lega 550 í 14 flokkum. Emil Stefánsson var fyrstur í mark í flokkum 15 ára og eldri karla og Margrét Rósa Hálfdanardóttir var fyrst í flokkum 15 ára og eldri kvenna. Veðrið var gott þó að ekki hafi verið mjög heitt. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins. Verðlaun voru gefin af Hafnar fjarðarbæ en allir kepp­ endur fengu verðlaunapeninga og fyrstu í mark í hverjum flokki fengu verðlaunabikar. Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin (tímar í mínútum: Karlar 21 árs og eldri Þórhallur Jóhannesson 8,45 Úlfar Linnet 8,59 Halldór Guðmundsson 9,23 Karlar 15-20 ára Emil Stefánsson 7,58 Piltar 13-14 ára Dagur Andri Einarsson Aðalsteinn Guðmundsson Arnór Snær Arnórsson Piltar 11-12 ára Hinrik Snær Steinsson Björn Borgar Magnússon Baldvin Hrafn Sigurðsson Piltar 9-10 ára Stefán Alexander Jónsson Dagur Már Oddsson Óskar Örn Gréve Bjarnason Hnokkar 7-8 ára Guðmundur Pétur Dungal Níelsson Róbert Thor Valdimarsson Halldór Harðarson Hnokkar 6 ára og yngri Þorvaldur Benediktsson Birkir Brynjarsson Birnir Freyr Hálfdánarson Konur 21 árs og eldri Katrín Sigurgeirsdóttir 12,33 Konur 15-20 ára Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9,23 Heiða Ósk Guðmundsdóttir 11,50 Freydís Rut Árnadóttir 15,30 Stúlkur 13-14 ára Andrea Anna Ingimarsdóttir Sólveig Lilja Rögnvaldsdóttir Sylvía Rún Hálfdanardóttir Stúlkur 11-12 ára Þórdís Eva Steinsdóttir Helena Ósk Hálfdánardóttir Bjarkey Líf Halldórsdóttir Stúlkur 9-10 ára Birgitta Rún Árnadóttir Vigdís Pálmadóttir Sólveig Halla Einarsdóttir Hnátur 7-8 ára Emilía Gunnlaugsdóttir Kristrún Ólafsdóttir Þórdís Ösp Melsted Hnátur 6 ára og yngri Sara Kristín Lýðsdóttir Alexia Kristínardóttir Mixa Sara Rún Hilmarsdóttir Stelpurnar hlaupa kröftuglega af stað á Víðistaðatúninu. Góðir Íslendingar! Skilum landinu okkar ósködduðu bæði til lands og sjávar til afkomenda okkar ­ en hvernig? Með því að kjósa okkur verðugan forseta sem vill feta í fótspor okkar ástsæla Ólafs Ragnars Gríms sonar, í einu og öllu. Við getum ekki ætlast til að Ólafur einn standi vörð um auðlindir lands ins okkar, full veldi þess og menn ingu. Allt þetta glatast með inngöngu í ESB Styðjum því með gleði og glæsibrag við bakið á öðrum glæsilegum þjóðhöfðingja. Jón Lárusson vill taka við hinum erfiðu byrðum, sem hvíla á herð­ um Ólafs og leysa dæmið á sama hátt og Ólafur hefir afrekað að gera í þeim ólgusjó sem steðjar að íslenskri þjóð. Ólafur þarf að fá frið til að sinna eigin fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Hugsum mál okkar vandlega þá er við stígum inn í kjörklefann, því nú er ábyrgðin okkar að gera alveg kórrétt. Jón Lárusson segir, börnin okkar eru framtíð Ís lands, vernd­ um þau fyrir því að þurfa að gegna her­ þjónustu sem næst ligg ur fyrir að verði næsta plága og önnur hætta sem að Evrópu­ aðild verður, ef þjóðin stendur ekki sam an um að vernda sig. Þá er traustur vel menntaður og sterkur maður sá skjöldur sem þjóðin þarf að eiga. Og það er einmitt hinn reyndi yfirrann­ sóknar lögreglumaður Jón Lárus­ son. Þá væri stigið gæfuspor á okkar dýrmætustu eign Íslands­ ins okkar. ef við fáum hinn 46 ára, 2ja metra háa mann til að taka við búinu á Bessastöðum, þá væri okkur borgið til næstu 40 ára hvað þetta varðar. Höfundur er bátasmiður, bifvélavirki og formaður Framtíðar Íslands. Kjósum Jón Lárusson Garðar H. Björgvinsson Úrslit í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar Lj ós m .: M ag nú s H ar al ds so n Lj ós m .: M ag nú s H ar al ds so n Á hverju vori veitir Foreldraráð Hafnarfjarðar viðurkenningu til aðila í skólaumhverfi Hafnar­ fjarðar sem þykja hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi, vinna að góðum og bættum tengslum skóla og heimilis í bænum, sinnt frum kvöðlastarfi og/eða lagt sitt af mörkum við óeigingjarnt starf í þágu barna, unglinga og foreldra í Hafnarfirði. Foreldraviður kenn ingin er afhent í byrjun maí og fá allir sem tilnefndir eru, viður kenn­ ingar skjal. Sá sem hreppir svo við ur kenninguna sjálfa fær grip að gjöf eftir hafnfirskan lista­ mann. Foreldraráð hefur með því styrkt hafnfirska listamenn í þessu tilefni. Á síðasta vori voru fimm einstaklingar tilnefndir og hreppti Jóhanna Margrét Fleck­ enstein viðurkenningu Foreldra­ ráðs fyrir óeigingjarnt frum­ kvöðla starf í þágu barna og ungl­ inga hér í bæ. Opið er fyrir til­ nefningar til 30. apríl en hægt er að senda þær á netfangið for­ eldra rad@hafnarfjordur.is. Eftir það verða birt nöfn og verk efni þeirra sem tilnefnd eru, á heima­ síðu Foreldraráðs Hafnar fjarðar foreldrarad.hafnarfjordur.is. Kallað eftir tilnefningum til viðurkenninga

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.