Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012
Síðasta vetrardag söfnuðust
um 7000 manns, nemendur og
starfsfólk í leik-, grunn- og
framhaldsskólum í Hafnarfirði
saman á átta stöðum í bænum,
hreyfðu sig og sungu saman.
Sungin voru lögin Í rigningu ég
syng (Singing in the rain),
Hö fuð, herðar, hné og tær og
Ávaxta lagið með viðeigandi
hreyf ingum. Tilgangur verkefn-
isins var að minna á mikilvægi
hreyfingar á hverjum degi fyrir
heilbrigt líf.
Atburðurinn var að frum-
kvæði Flensborgarskóla sem er
frumkvöðull sem heilsueflandi
framhaldsskóli á Íslandi. Dag-
urinn er þá tileinkaður hreyf-
ingu sem minnir á mikilvægi
heilbrigðs lífernis.
7000 Hafnfirðingar á iði
Heilsueflandi átak á átta stöðum í bænum
Kátt var á hjalla við Flensborgarskóla.
Hinn árlegi viðburður Bjartra daga Gakktu í bæinn
verður fimmtudaginn 31. maí en þá bjóða
listamenn og menningarstofnanir heim og versl
anir í miðbænum bjóða uppá viðburði eða tilboð.
Viðburðurinn stendur frá kl. 1822.
Viltu vera með, bjóða heim og/eða standa
fyrir skemmtilegum viðburði. Vill gatan/
hverfið gera eitthvað skemmtilegt eða vill
hópurinn þinn koma saman og rölta á milli
viðburða og verslana?
Bjartir dagar vekja athygli á því sem er að gerast í
bænum – láttu vita af þér.
Nánari upplýsingar gefur Marín Hrafnsdóttir
marin@hafnarfjordur.is, sími 585 5776/ 664 5776.
Gakktu í bæinn á
björtum döGum
Íslandsmeistaramótið í blóma-
skreytingum fór fram á sum-
ardaginn fyrsta á Garð yrkju skól-
anum á Reykjum í Ölfusi. Hafn-
firðingurinn Stein ar Björgvins-
son sem starfar hjá Gróðrar-
stöðinni Þöll kom, sá og sigraði.
Þetta er í þriðja skiptið sem
Steinar hampar titlinum. Þátt tak-
endur áttu að vinna tvö verk.
Annað var und irbúið og var
þemað að þessu sinni „álf-
heimar“. Seinna verk ið sem var
óundirbúið bar yfir skriftina
„upp skera“. Keppnin fer fram
annað hvert ár en Stein ar vann
árin 2004 og 2006 en hefur síðan
ekki tekið þátt fyrr en í ár.
Hafnfirðingar hafa notið starfa
Steinars í Gróðrarstöðinni Þöll
og Skógræktarfélaginu en hann
hefur gert glæsilegar jólaskreyt-
ingar sem þar hafa verið seldar
auk þess sem hann sem skóg-
fræðingur ráðleggur fólki um
plöntuval.
Íslandsmeistari í blómaskreytingum
Steinar Björgvinsson sigursæll í blómaskreytingum
Steinar með sigurlaunin ásamt Guðríði Helgadóttur forstöðu manni
starfs- og endurmenntadeildar Landbúnaðarháskólans, Ásdísi Páls-
dóttur sem lenti í 3. sæti og Jóni Þresti Ólafssyni sem lenti í 2. sæti.
Steinar að störfum í keppninni.
Árgangur 1950 hittist
Fólk úr árgangi 1950 úr
Hafnarfirði stendur fyrir hátíð
fyrir þennan árgang úr Hafnar-
firði 11.-12. maí á Höfðabrekku
í Mýrdal en þar rekur ein úr
árganginum ferðaþjónustu.
Áhugasamir geta haft samband
við Auðunn Karlsson eða skráð
sig beint á Höfðabrekku, www.
hofdabrekka.is
U N
bókhald ehf
Almenn
bókhaldsþjónusta
Stofnun félaga
Skattframtöl fyrir
einstaklinga og fyrirtæki
Allt á einum stað
UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði
568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is
Fjölmennt var á Hörðuvöllum þar sem sungið var og dansað.
Hreyfing getur verið skemmti-
leg - og þroskandi fyrir heilann
- eins og skátarnir segja.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n