Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 8

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 26. apríl 2012 Fimmtudagur 26. apríl 2012 Ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði á 1. maí 2012 Fram, fram fylking, forðum okkur háska frá, því ræningjar oss vilja ráðast á. Sýnum nú hug, djörfung og dug. Vakið, vakið vaskir menn, því voða ber að höndum;... Já, það er ekki um neitt annað að ræða en halda áfram, sýna hug, djörfung og dug. Læra af mistökunum, gera betur, gera öðruvísi, ekki gera eins og árin fyrir hrun, því sú vegferð steypti okkur ofaní þann forarpytt sem við erum stödd í ennþá. Að horfa um öxl er hollt til að læra af, til að endurtaka ekki það sem illa fór. En það virðist vera að valdablokkir hafi bara færst til, frá útrásararkitektunum sem teikn ­ uðu upp blekkingarleik sem kallaður var kænska í viðskiptum, til valdagráðugra stjórnmálamanna sem leggja höfuðáherslu á að bankar, fjármagnseigendur, beri ekki skertan hlut frá borði. Almúgi götunnar sem hreppti 110% leið lánaniðurfærslna á húsnæði sínu er látinn halda að það hafi jafnvel verið gert meira fyrir hann en hann átti skilið. Hér er allt með öfugum formerkjum. Hvaða ávinningur hlýst af því að koma fólki á kaldan klakann? Og þrátt fyrir hæstaréttadóm um ólögleg gjaldeyrislán þá efast fjármagnseigendur og stjórnmálamenn um til hverra dómurinn eigi að ná og svo eigi nú líka eftir að túlka hann. Eflaust verður hann túlkaður fjár­ magn inu í vil á því er varla nokkur vafi. Verð tryggð húsnæðislán, má minnast á þann óskapnað? Jú það þarf nú sennilega að gera eitthvað fyrir það ólánsama fólk sem tók þá stökkbreyttu peninga að láni en ekki náðist sátt um það á þingi. Misbeiting valds og auðs hefur aldrei verið meiri. Bankarnir hafa byggt sig upp enda var miljarðatugum dælt inní þá úr ríkissjóði, sjóði allra landsmanna, og nú geta þeir farið að lána fyrirtækjum aftur og neyslulán bjóðast einstaklingum. Hver þarf eða getur tekið lán þegar innkoma heimilanna dugar ekki einu sinni fyrir nauð þurftum. Hvað er verið að gera hér? Byggja upp gamla ónýta hagkerfið sem hrundi yfir okkur. Það þarf hug, djörfung og dug til að rétta hlutina af. Það þarf að jafna hlut fólks til að geta séð sér farborða á sómasamlegan hátt, ekki gera fólk að þurfalingum. Það er ekki nóg að tala upp atvinnu­ ástandið, blaðra um að húsnæðisverðið sé á upp leið, sala á nýjum bílum hafi aukist, byggingar framkvæmdir séu að fara í gang aftur. Hvaða bull er þetta, trúir þessu ein­ hver? Þó svo að stjórnmálamenn trúi eigin rausi og séu mjög uppteknir af að funda með sjálfum sér þá verða þeir að átta sig á því að hinir almennu þegnar þessa lands eru engir vitleysingar þeir vita sínu viti enda eru þeir að takast á við hinn raunverulega vanda sem er að ná endum sama og reyna að lifa af skattpíningar og álögur á meðan ríkisbubbarnir hlúa að sér og sínum. „Vakið, vakið vaskir menn, því voða ber að höndum.“ Svarta hagkerfið blómstrar, rán eru framin, þar er engu eirt, heimili, fyrirtæki, virðingin fyrir einkaeigum fólks og samfélagsins er lítil sem engin, okurlán eru látin óáreitt til unglinga og þeirra sem höllustum fæti standa, svívirðilegar aðferðir í innheimtumálum eru staðreynd, svik og prettir virðast vera sá gjaldmiðill sem samfélagið aðhyllist. Kjarasamningar náðust loks á síðastliðnu vori eftir margra mánaða karp við atvinnu­ rekendur og ríkistjórnin síðan dregin að samningaborðinu vegna ýmissa mála m.a. í atvinnu og­ uppbyggingamálum. En í upp hafi þessa árs voru kjarasamningar engu að síður í hættu vegna aðgerðaleysis og vanefnda stjórnvalda í veigamiklum málum en verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda tóku þá höndum saman og ákváðu að framlengja samningana þrátt fyrir svikin loforð ríkisvaldsins, ekki þótti forsvaranlegt að láta launafólk vera í óvissu og blæða. Kjör eldriborgara hafa ekki hvað síst orðið fyrir niðurskurðarhnífnum. Skatt lagn ing­ ar, gjaldskrárhækkanir, eigna og tekju­ teng ingar jaðra við að vera eigna upptaka hjá því fólki sem lagði grunninn að því að koma okkur út úr moldarkofunum til þess menningarsamfélags sem við búum nú í og þetta eru þakkirnar. Tölur sýna að atvinnuleysið hefur minnk­ að. Er það vegna þess að störfum hefur fjölgað eða getur það verið að erlendir starfsmenn sem hér voru hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og séu farnir til síns heima, ásamt því að margar íslenskar fjölskyldur hafa tekið sig upp og flutt úr landi, sér og sínum til bjargræðis. Það skyldi þó ekki vera. Stjórnvöld, sýn ið nú hug, djörfung og dug. Brýnasta verk­ efnið á lokaspretti kjörtímabilsins er að koma hjólum atvinnulífsins af stað, skapa raunveruleg atvinnutækifæri svo ein stakl­ ingar og fjölskyldur geti vaxið og dafnað hér á Íslandinu góða. Launafólk, horfum fram á veginn!! Það er nú einu sinni þannig að til að spara þá þarf að eyða, ekki sóa, heldur eyða í skynsamlegar fjárfestingar sem veita fólki atvinnu, þannig næst fram auðlegð sem allir græða á. Það eru engin vísindi heldur staðreyndir. 1. maí er baráttudagur verkafólks sem á að sameina okkur í baráttunni fyrir jöfnun lífskjara í sinni víðustu mynd. Við þurfum að standa saman, snúa bökum saman, þá eru okkur allir vegir færir. BJARTA FRAMTÍÐ! Verkalýðsfélagið Hlíf Sjómannafélag HafnarfjarðarStarfsmannafélag Hafnarfjarðar Kaffihlaðborð í boði stéttarfélaganna að fundi loknum kl. 13.30 Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun. Kl. 14.30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 Athugið, húsið verður ekki opnað fyrr en kröfugangan kemur í hús. Fundarstjóri: Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins: Linda Baldursdóttir, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Ræða: Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Skemmtiatriði: Freyr Eyjólfsson, tónlistamaður og eftirherma sem kitlar hláturtaugarnar Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Hafnarfirði 2012 Launafólk Stöndum saman, snúum bökum saman, þá eru okkur allir vegir færir Félögin leggja áherslu á: • að átak verði gert í atvinnumálum • að tekin verði upp nýr gjaldmiðill • að verðtrygging lána verði afnumin • að auðlindir landsins verði í þjóðareign • að ríki og sveitafélög auki framkvæmdir • að tekið verði á húsnæðisvanda heimilanna • að komið verði í veg fyrir að heimilunum blæði út • að vörður verði staðinn um lífeyrisréttindi landsmanna VINNA ER VELFERÐ – Lúðrasveit – Kröfuganga – Ræðuhöld – Skemmtiatriði – Kaffihlaðborð – Fj ar ða rp ós tu rin n 12 04 • © H ön nu na rh ús ið e hf . L jó sm yn di r: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.