Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 14

Fjarðarpósturinn - 26.04.2012, Page 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2012 Á aðalfundi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sem haldinn var 9. mars í Hafnarborg var fyrsta heimasíða félagsins opnuð. Eftir að síðan var opnuð hafa ýmsar upplýsingar bæst inn á hana, tíð­ indi af starfinu sem og fróð leikur og eldri sagnapunktar um skóg­ rækt í bænum á fyrri árum og áratugum sem eldri félagsmenn höfðu safnað í gegnum tíðina. Þetta er áhugavert og gagnlegt efni fyrir þá sem vilja kynna sér sögu skógræktar í Hafnarfirði sem og starfið sem er framundan. Dagskrá sumarsins liggur m.a. fyrir og síðan er hægt að leita til starfsmanna félagsins og fá nánari upplýsingar og ræða mál­ in. Heimasíðan var nokkurn tíma í mótum áður en hún var opnuð með formlegum hætt en slóðin er www.skoghf.is Sveinbjörn Sigurðsson þjálf­ ari og lærisveinar hans í 5. flokki FH í handbolta gera það gott. Um síðustu helgi var síðasta deildarkeppnin af fimm haldin á Akureyri og þar sigraði liðið alla sína leiki með miklum yfirburðum en liðið sigraði á fjórum mótum af fimm og stendur uppi sem Íslands­ meistari. Þetta er í þriðja sinn í röð sem þessi hópur verður Íslandsmeistari og er framtíðin björt innan FH með svona strákum. Ný heimasíða skógarfólks Íslandsmeistarar í 3. sinn 5. flokkur FH Íslandsmeistari í handbolta Múnkhásen í Gaflaraleikhúsinu Sýningar á hinu bráð skemmtilega leikriti Múnkhásen halda áfram. Miða sala á midi.is og www. gaflaraleikhusid.is Listsýning Lækjar Listsýning Lækjar í tengslum við List án landamæra sem ber yfirskriftina „Lækjarlitir“ stendur yfir á Café Aróma. Þar eru sýnd myndl istarverk sem voru unnin í Læk á síðastliðnum vetri. Hluti að verkunum voru unnin undir leiðsögn Ásu Bjarkar Snorradóttur mynd lista konu og Ólafs Oddssonar sem kennt hefur tálgun í við. Sýnd verða olíum álverk og vatnslitamyndir, einnig verða sýndir hlutir sem gerðir hafa verið úr þæfðri ull og tálgaðir í við. Þeir sem sýna eru Smári Eiríksson, Kristinn Þór Elíasson, Helena Stein dórsdóttir, Svava Halldórsdóttir, Jón ína Guðmundsdóttir, Guðrún Guð­ laugsdóttir, Gyða Ólafsdóttir, Sigríður Ríkey Eiríksdóttir, Hrafnhildur Sigur­ bjartardóttir og Þóroddur Jónsson. Sýninginstendur til 9. maí og er opin á opnunartíma Café Aróma. Akureyrarmyndir í Bæjarbíói Laugardaginn kl. 16 endursýnir Kvikmyndasafn Íslands myndina Accident, margverðlaunað meistara­ verk Joseph Loseys. Á þriðjudaginn kl. 20 verða sýndar Akureyrarmyndir í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Akureyringar voru fyrstir Íslendinga til að sjá lifandi myndir á tjaldi, því Norðmennirnir D. Fernander og R. Hallseth buðu þeim fyrstum landsmanna á kvik mynda­ sýningu í Góðtemplarahúsi bæjarins þann 27. júní á því herrans ári 1903. Sýningar í Hafnarborg Sýn ingin Skjaldarmerkið hennar skjöldu með verkum eftir Atla Viðar Engil bertsson stendur yfir í Sverrissal Hafnar borgar. Í aðalsal safnsins stendur yfir sýning Hrafnkels Sig­ urðs sonar, Port City. Efniviður hennar er að mestu leyti sóttur í slippi þar sem skip eru dregin á land til viðhalds og endurbóta. menning & mannlíf Íþróttir Næstu leikir Handbolti úrslitakeppni: 27. apríl kl. 19, Kaplakriki FH - Akureyri (ef þarf) 1. maí kl. 15.45, Laugardalshöll FH eða Akureyri ­ HK (1. úrslitaleikur) Knattspyrna: 1. maí kl. 19.15, Laugardalsv. KR ­ FH (meistarakeppni karla) handbolti úrslit: karlar: Akureyri ­ FH: (miðv.dag) Haukar ­ HK: 24­30 FH ­ Akureyri: 22­17 Akureyri ­ FH: 25­18 HK ­ Haukar: 21­18 Haukar ­ HK: 31­36 húsnæði óskast Óskum eftir Íbúð til leigu 2-3 herbergja á Reykjarvíkursvæðinu helst í Hafnarfirði. Leiguskipti á 4. herbergja íbúð á Akureyri möguleg. Upplýsingar í síma 847 6957 eða netfang halldor@fabtravel.is Þrítug móðir með eitt barn óskar eftir 3 herbergja íbúð í Setberginu eða þar í grennd. Er með langtíma­ leigu í huga. S. 823 3993, Erna. húsnæði í boði Herbergi til leigu í miðbæ Hafnarfjarðar. Eldhúsaðstaða, þvottahús og bað með öðrum leigjanda, sér inngangur. Upplýsingasími 898 9455. Til leigu á Flatahrauni 16a 128 m² íbúð m/ 3 svefnherbergjum. Svalir. Hægt að leigja herbergi. Uppl. í s. 862 2339. þjónusta Þakviðgerðir, vatnsþéttingar af öllum stærðum og gerðum. Fáið tilboð í síma 777 5697. Þakvernd ehf. lekabani@gmail.com Heimilistækjaviðgerðir. Geri við þvottavélar og fl. heimilistæki. Kem í heimahús. Sama þjónusta um helgar. Uppl. í s. 772 2049. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 ­ 587 7291. Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Set vörn á rúður. Léttara að skafa! Úrvals efni. Uppl. í s. 845 2100. til sölu Vegna þrengsla vil ég selja hnefaleikaáhöldin mín. Það helsta af þeim endurnýjað fyrir ári. Get tekið lærlinga í hnefaleikum, aðeins einn í einu, fyrir sanngjarnt verð. G.H. Björgvinsson s. 517 4935, 696 2265. tapað - fundið Svartur bíllykill með fjarstýringu og litlum lykli tapaðist 17. apríl við gamla bókasafnið í Mjósundi. Á svartri Bjarkar lykla kippu. Fundarlaunum heitið. Vin samlegast hafið samband í s. 699 6948. Litla læðan okkar hún Títla hvarf frá Lyngprýði við Álftanesveg 3. apríl s.l. þar sem hún var í pöss­ un. M/gula ól með litlum bjöllum. Eyrna merkt. Uppl. í s. 565 2242 ­ 861 2769 eða 822 3177. Fernando týndist 19. apríl í Norðurbænum. Vins. athugið í bílskúrum og útihúsum. Örmerki. Uppl. sí s. 898 3918/698 3918. Svört 11 mánaða læða týndist frá Flókagötu aðfaranótt föstudags. Hún er ómerkt og ólarlaus. Þeir sem vita um ferðir hennar hafið samband í síma 698 4140. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.facebook.com/ fjardarposturinn Er rennilásinn bilaður? Passa fötin ekki á þig? Þarf að gera við? KÍKTU VIÐ - GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 Sími 867 2273 FATA- VIÐGERÐIR Loftnets og símaþjónusta Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma­ og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Nú get ég ekki orða bundist lengur yfir þeirri lélegu þjónustu sameinaðs banka Byrs og Íslands banka við Strandgötu. Á sínum tíma var þó nokkur fjöldi sem skipti um banka og fór frá Byr (fyrrum sparisjóð Hafn­ firðinga) með tilheyrandi kostn­ að eftir sukk og svínarí Byrs og yfir til Íslandsbanka og þá flestir væntanlega til Íslandsbanka við Fjarðargötu. Fólk þetta er svo selflutt til baka án þess að vera spurt við sam einingu bankanna. Ekki nóg með það heldur loka þeir útibúi Íslandsbanka og sameina útibúin í eitt sem er staðsett eins og áður segir við Strandgötuna í Hafnar­ firði. Við þessa sameiningu hafa sennilega einhverjir starfsmenn fengið reisupassann þar sem sjálfsagt hefur átt að spara. Í þau skipti sem ég hef komið í þetta sameinaða útibú við Strandgötuna er biðin oft um og yfir 20 mínútur eftir að komast að hjá gjaldkera og sjaldnast fleiri en þrír gjaldkerar að störfum. Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur og í raun veru­ lega skert þjónusta við viðskipta­ vinina, auk þess eru mjög fá bílastæði við útibúið og ekki hlaupið að því að „skreppa“ í bank ann. Bankarnir auglýsa stanslaust í fjölmiðlum með myndum af brosandi fólki, en það fólk er greinilega ekki viðskiptavinir til­ tekins útibús. Það er ljóst! Pirrað og þreytt fólk sem býður eftir afgreiðslu er ekki sýnt í sjón­ varpinu! Með ósk um úrbætur. Viðskiptavinur. Lesendur hafa orðið: Bros í bönkunum... Nei það er bara í auglýsingunum Múnkhásen til Akureyrar Sýningu Gaflaraleikhússins á Ævintýrum Múnkhásens hefur verið tekið frábærlega af áhorf­ end um og gagnrýnendum og hafa hátt í 3.000 manns lagt leið sína í litla leikhúsið við Vík­ inga stræti. Ákveðið hefur verið að bæta við sýningum í maí og verður sýnt til 19. maí. Hægt er að nálgast miða á sýn inguna í síma 565 5900 og á midi.is. Gaflaraleikhúsinu hefur verið boðið að koma í Menningarhúsið Hof á Akureyri með sýninguna og er það ánægjulegt því Akur­ eyri er vinabær Hafnarfjarðar. Frá vinstri: Sveinbjörn Sigurðsson þjálfari, Guðmundur Jónas­ son, Oliver Snær Ægisson, Eyþór Örn Ólafsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Mímir Sigurðsson Stefán Andri Sævarsson, Örvar Eggertsson og Helgi Freyr Sigurgeirsson.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.