Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Qupperneq 4
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2012 Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa • www.fjardarposturinn.is Alvarleg fjárhagsstaða Hafnar­ fjarðarbæjar er því miður staðfest eina ferðina enn í nýframlögðum ársreikningum bæjarins. Full­ trúar meirihlutans í bæjar stjórn hreykja sér af viðsnún­ ingi í rekstrinum en ekkert er fjær sanni. Ekki skal gert lítið úr þeim erfiða niðurskurði og hagræðingu sem stofn anir og starfsmenn bæjarins hafa þurft að fara í gegnum og lagt mikið á sig í þeim efnum. En þegar fjár­ hags staða heimila, fyrir tækja eða sveitar­ félaga er skoðuð stoðir lítt að segja hana góða eftir að erfiðustu kostnaðarliðirnir eru teknir út, í þessu tilviki fjármagnsliðir, lífeyr is skuldbinding og afskriftir. Þetta eru allt þættir sem þarf að taka með í reikninginn og það skilja allir sem eru að greiða vexti af lánum sínum. Það var rúm lega milljarðshalli á rekstrar­ niðurstöðu A­ og B­hluta Hafn­ ar fjarðarbæjar á árinu 2011. Þar vegur þungt nærri þriggja millj­ arða króna vaxtakostnaður sem hætt er við að muni geta sligað bæinn þegar fram í sækir. Pólitísku andliti Samfylk­ ing ar innar skyldi bjargað Meirihluti Samfylkingarinnar undanfarin ár tefldi djarft og framkvæmdi um efni fram. Slíkt kallast óábyrg meðferð á almannafé. Það hefur verið og mun áfram koma harkalega niður á fjárhag Hafnarfjarðar, slakari þjónustu við bæjarbúa, óviðunandi viðhaldi eigna, frestun á nauðsynlegum fram­ kvæmdum og í hærri álögum á bæjarbúa. Ekki var vilji til að horf ast í augu við vand­ ann í haust, þegar end­ ur fjármögnun á lánum hjá Depfa stóð yfir. Þá gafst Hafnfirðingum tæki færi til að semja upp á nýtt við lánadrottna bæjar­ ins og fá hluta lánsins afskrifaðan. Þess í stað fékk Samfylkingin stuðning VG við að bjarga andlitinu og ýta vandanum fram yfir næstu kosningar, en alls munu 10 milljarðar króna falla á bæinn árið 2015. Og ekki vafðist það heldur fyrir meirihlutanum að hjálpa slitastjórn Depfa­bank­ ans að styrkja stöðu sína gagnvart bænum með því að veita þeim veð í öllum óseldum lóðum bæjarins. Eftir stendur skulda­ vandi sem Samfylkingin ber al gjöra ábyrgð á, skuldavandi sem engar raunverulegar áætl­ anir eru um að leysa. Höfundur er bæjarfulltrúi. Vextir af lánum 100.000 krónur á hvern íbúa Rósa Guðbjartsdóttir Fimmtudagsgöngur FERLIRs með Ómari Smára Ármannssyni Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á metnaðarfulla göngudagskrá um Reykjanesið með leiðsögn. Í hverri göngu er góð nestispása, en þess á milli verður sagt frá ýmsum fróðleik um umhverfið. Þátttökugjald er 500 kr. Næsta ganga er á upp stign­ ingardag, 17. maí. Gengið verð­ ur frá Krýsuvíkurvegi að Gjá­ seli og þaðan yfir í Straums sel þar sem gamla selstaðan verður skoð uð sem og tóftir bæjar skógavarðarins í Almenn ingi. Þá verður gengið í Nyrðri­ og Syðri­Straumselsfjárhella og til baka um Hafurbjarnaholt og Forna sel. (3:03) Mæting við Krýsuvíkurveg við skilti Skógræktarinnar skammt ofan akstursbrautar AÍH kl. 18.08. Nán ari upplýsingar á www. ferlir.is undir Framundan. Frá fyrstu göngu sumarsins s.l. fimmtudag á Selsvelli. Skiptir máli að forystumenn Hafnafjarðarbæjar hafi skoðun á stjórnun fiskveiða? Sumum finnst ekki. Vilja bara láta kon­ tór ista í 101 og mestu hávaða­ seggina í stjórn arflokk unum ráða för. Linkind er að verða landlæg meðal meiri­ hluta bæj ar stjórnar Hafnafjarðar enda ekki hefð á þeim bæn um að fara gegn því sem veldissproti foryst­ unnar segir á hverj um tíma. Það var ekki gert þegar um ræðan um stækkun ál versins í Straumsvík átti sér stað; ekki heldur þegar lokun St. Jósefs spítala var ákveðin með einu pennastriki þrátt fyrir til­ lögur um aðrar leiðir og ekki heldur nú þegar gríðarlegir hags­ munir fyrir Hafnfirðinga eru enn og aftur í húfi vegna fyrirhugaðra breyt inga á fiskveiðistjórnunar­ kerfinu. Þessari nálgun verður að mótmæla. Reyndar má treysta því að þar sem Samfylkingin er í forystu í sveitarfélögum á suðvestur­ horninu, þ.e. í Hafnarfirði og Reykjavík eru sjávarútvegsmálin ekki á dagskrá. Það er hins vegar engin tilviljun. En þetta er meira en bagalegt, þetta er stórhættulegt hagsmunum okkar Hafnfirðinga. Við eigum ekki eingöngu mikla sögu sem útgerðarbær, sú saga er enn sprelllifandi nema mark­ miðið sé að fjölga störf um meðal sagn fræð inga. Í Hafnarfirði eru út ­ gerðir, fiskvinnsla og öfl ug starfsemi sem tengist bæði veiðum og vinnslu fyrir utan alla þá þjónustu sem tengist þessari atvinnugrein beint og óbeint. Greiðsl ur þessara aðila í formi veiðigjalda (ein bág biljan sem sumir við halda markvisst er að ekki sé greitt veiðigjald í ríkis­ sjóð), tekju skatts, útsvars og ann arra gjalda hlaupa á hundr­ uðum millj ónum króna. Forystu­ mönn u m bæjarins ber að skoða hvaða áhrif fiskveiðistjórnunar­ frum vörp ríkisstjórnarinnar hafa á bæinn okkar, beint og óbeint. Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu at ­ vinnu greinum landsins er óþol andi. Ekki síður að alið er á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Þegar núverandi fiskveiði­ stjórn unarkerfi var sett á lagg­ irnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársauka­ fulla hagræðingu innan greinar­ innar sem margir virðast hafa gleymt. Fiskistofnarnir voru á niður­ leið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnana. Í stórum dráttum tókst það ætlunarverk. Því er skynsam leg­ ast að menn flýti sér hægt, horfi á heildarmyndina og hlusti á þá sem leitað hefur verið til. Og verði ekki hræddir við það. Hvort sem menn stjórna í Hafnar firði eða annars staðar. Höfundur er þingmaður. Útgerðarbærinn Hafnarfjörður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Róðrarkeppnin Enn er mögulegt fyrir lið að skrá sig í róðrarkeppnina á Sjómannadaginn. Keppt er í 7 manna sveitum og geta lið skráð sig til keppni hjá Karel í s. 690 0345. Um leið og lið hafa skráð sig til keppni geta þau hafið æfingar í Hafnar­ fjarðar höfn. HVERFAFUNDIR bÆJARSTJÓRA Íbúar í Suðurbæ og Hvaleyrarholti eru hvattir til að fjölmenna á fundinn Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri boðar til hverfafunda. Á fundunum verður lögð áhersla á næstu framkvæmdir í hverfunum, skipulag og uppbyggingu, skólamál, þjónustu og annað sem brennur á íbúum hverfanna. Miðvikudagurinn 23. maí kl. 20 Fundarstaður: Hvaleyrarskóli SUÐURbÆR - HVALEYRARHOLT Ath! Ný dagsetning

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.