Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Síða 15

Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Síða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Miðvikudagur 16. maí 2012 Guðrún Björg hafði samband við Fjarðarpóstinn og vildi vekja athygli á slæmri umgengni við Hvaleyrarvatn. „Við fjöl­ skyldan fórum í göngutúr um Hvaleyrarvatn í dag. Okkur blöskraði um gengnin við þessa náttúruperlu sem við eigum í bænum okkar. Einhverjir aðilar hafa grillað sér pylsur og eflaust átt góða stund en skildu svo allt ruslið eftir sig, illa falið í holum og milli steina. Við hljótum að geta séð sóma okkar í því að þrífa eftir okkur ruslið svo við getum öll haldið áfram að njóta þeirrar dásemdar sem Hval­ eyrar vatn og umhverfi er.“ Sími 414 9900 www.tekkland.istekkland@tekkland.isHoltagörðumReykjavíkurvegiBorgartúni . Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 1. mars 2012 8.395 9.460 8.900 Tékkland Aðalskoðun Frumherji Íþróttir Knattspyrna: 16. maí kl. 20, Stykkishólmur Snæfell ­ Haukar (bikarkeppni karla) 18. maí kl. 18, Kaplakriki FH - ÍBV (úrvalsdeild kvenna) 18. maí kl. 19.15, ÍR­völlur ÍR ­ Haukar (1. deild kvenna A) 19. maí kl. 14, Fellavöllur Höttur ­ Haukar (1. deild karla) 20. maí kl. 20, Kaplakriki FH - Breiðablik (úrvalsdeild karla) 23. maí kl. 30, KR völlur KR ­ FH (úrvalsdeild karla) knattspyrna úrslit: karlar: Selfoss ­ FH: (þriðjudag) Haukar ­ Tindastóll: 2­0 FH ­ Fram: 1­0 konur: Afturelding ­ FH: 1­1 ÍA ­ Haukar: 1­0 Álftaneskórinn syngur íslenskar og ítalskar kórperlur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í dag mið vikudag kl. 20. Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzósópran syngur einsöng með kórnum en stjórn andi hans er Bjartur Logi Guðna son. Aðgangur á tónleik ana er ókeypis og allir vel komnir. Kórinn fer í söngferðalag til Bolzano á Ítalíu 5.­12. júní nk. og tónleikarnir nú eru eins konar æfing fyrir ferðalagið Tónleikar í kvöld Álftaneskórinn á leið til Bolzano Göngum betur um Íbúi á Völlunum hafði samband og vildi vita hvort ekki væri möguleiki á að koma upp strætóstoppistöð við Bónus að Tjarnarvöllum, t.d. við hringtorgið sínu hvoru megin. „Þar þurfa bílar hvort sem er að hægja ferðina. Mætti vera strætóskilti og gott fyrir íbúana á Völlunum að hafa þennan möguleika. Það hafa ekki allir aðgang að bíl og dálítið langt að burðast með þunga poka að Haukahúsi eða stoppistöðinni á Kirkjuvöllum (við Bjarkavelli), sérstaklega fyrir þá sem eru ekki með fulla líkamlega heilsu.“ Stoppistöð við Bónus Skoðanir lesenda: Systurnar Perla og Harpa Steingrímsdætur ásamt dans­ herrunum sínum gerðu sér lítið fyrir um þarliðna helgi og unnu báðar tvöfalt á Íslands meistara­ mótinu í samkvæmisdansi. Perla og Birkir Örn Karlsson 15 ára urðu Íslandsmeistarar í bæði ballroom og latin dönsum í flokki 16­18 ára og Harpa og Björgvin Þór Hall dórs son 13 ára urðu Íslands meistarar í bæði ballroom og latin dönsum í flokki 12­13 ára. Þessar dansandi systur fóru því heim með helminginn af öllum Íslands­ meistaratitlum í meistara flokki í sam kvæmis döns um um helgina. Þær eru báðar nemendur í Viði­ staða skóla. Glæstur árangur DÍH Árangur félaga í Dans­ íþróttafélagi Hafnarfjarðar hefur verið töluverðir í vetur og er skemmst frá því að segja að 5 bestu danspör landsins í ungl­ inga flokki fóru til Blackpool um páskana og kepptu þar á einu stæsta barna­ og unglingamóti heims og stóðu öll pörin sig frá­ bærlega vel. Þar voru um 200 keppnispör í unglingaflokknum 12­15 ára sem DÍH pörin kepptu við og voru þau að ná mjög góðum árangri allt upp í 16. sætið. Metþáttaka var á Íslandsmótinu í samkvæmisdönsum í Laugar­ dalshöll. Rúmlega 700 einstakl­ ingar vorur skráðir til leiks. Keppt var í báðum dansgreinum íþróttarinnar standard dönsum og suður­amerískum dönsum. Félagar í DÍH voru lang sigur­ sælastir og fengu gullið í öllum efstu flokkunum eða frá 12 ára Systur sigruðu tvöfalt Glæsilegur árangur DÍH félaga í dansi aldri. Dansarar í efstu flokkarnir dansa samkvæmisdansinn með frjálsri aðferð og kallast þeir flokkar F flokkar. Einnig átti DÍH fjölmörg yngri pöru sem kepptu og sýndu dans á þessu mót og stóðu sig öll ljómandi vel. Það má með sanni segja að DÍH hafi sópað til sín verð­ launum í vetur því á Íslands­ mótinu í 10 dönsum hjá F flokk­ um í mars sem haldið var á Ásvöllum fóru allir Íslands­ meistaratitlarnir einnig til DÍH í efstu flokkunum. Glæsilegur árang ur hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hefur vakið verð­ skuldaða athygli sem sýnir að dansinn er í mikilli sókn, sérstaklega í Hafnarfirði.Dansparið Rakel og Pétur t.v. og efst eru Birkir og Perla.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.