Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Hversdagsleikinn getur verið harður á
dimmum vetrardögum. Að vakna á
morgnana, koma börnum í skólann, mæta
í vinnu, takast á við daginn, vera jákvæður
og ákveða hvað eigi að vera í kvöldmat,
keyra á æfingar, láta lesa og koma svo
liðinu í svefn og ró. Sumir dagar renna í
eitt og hver dagur er öðrum líkur.
Jólahátíðin kemur eins og himnasending
þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að
brjóta upp hversdagsleikann, gleðjast yfir
smáum hlutum eins og að fá mandarínu í
skóinn, fara í fjölskylduboð, spila og
hlæja, kaupa jólatré og stressast yfir
jólakortum og gjöfum, mæta á jólasýningar
og láta sig hlakka til jólanna þar sem
leyfilegt er að borða allt, hanga á
náttfötunum heilu dagana, horfa á nýjustu
Disneyteiknimyndina og knúsast.
Það að upplifa hefðbundin takt hvers
dagsleikans eru forréttindi. Það eru margir
í okkar litla samfélagi sem þrá ekkert
heitar en að upplifa þennan takt með sínu
nánustu. Það eru nefnilega forréttindi að
hafa nóg fyrir stafni, að eiga alla sína að,
heil brigða og glaða, að vera í starfi þar
sem manni líður vel og að fylgja börnunum
sínum á æfingar þar sem þau fá að
blómstra. Það eru forréttindi þegar erfið
asta ákvörðun dagsins er hvað eigi að hafa
í matinn og að geta upplifað stressið,
spennuna og gleðina í desember.
Því skulum við muna að hlúa að þeim
sem um þessar mundir hafa ekki tækifæri
á að upplifa hversdagsleikann og vera
tilbúin að gefa af okkur. Heimsókn til
ættingja, símtal til vina, jólakort til
kunningja, og hlýjar kveðjur til nágranna.
Höldum utan um þá sem misst hafa
ættingja og vini og eru að upplifa
saknaðarjól. Gefum af okkur og stöndum
saman. Verum skapandi þegar gefa á gjöf
til þeirra sem allt eiga. Mörg eru samtökin
sem hægt er að styrkja og styðja á þessum
tímum með því að kaupa af þeim jólagjafir
eða jólakort. Látum neikvæða samfélags
umræðu ekki hafa áhrif á okkur, verum
þakklát og glöð fyrir að búa þó í samfélagi
þar sem mismunandi skoðanir fá að vera
uppi á borðum.
Jólahátíðin er mörgum erfið, þá sér
staklega þeim sem hafa ekki hversdags
leikann og upplifa ekki þessa hátíð
kærleiks og friðar sem uppbrot og tíma til
að kjarna sig og hvílast. Verum þakklát
fyrir það smáa, látum ekki stressið yfirtaka
gleðina. Hlæjum að því sem betur má fara
og höfum húmor fyrir okkur sjálfum.
Jólin munu koma, hvort sem við erum
tilbúin fyrir þau eða ekki. Umfram allt,
horfum vel í kringum okkur, fylgjumst
með fólkinu og gefum líðan þess gaum og
verum boðin og búin til að rétta fram
hjálparhönd. Jólin snúast um að styrkja
fjölskyldu og vináttubönd. Notum tæki
færið og göngum inn í nýtt ár með hjörtun
full af góðum minningum frá samveru
stundum og verum tilbúin til að takast
aftur á við hversdagsleikann með bros á
vör.
Gleðileg jól,
Margrét Gauja.
Forréttindi hversdagsleikans
Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar
Gjafabréf
sem renna
ekki út
Margir hafa brunnið sig á því
að gjafabréf hafa oft tak mark
að an gildistíma. Icewear Drífa
ehf. hefur brugðist við þessu og
hefur auglýst að gjafabréf
þeirra renni ekki út. Mættu
fleiri fara að þessu fordæmi og
lengja gildistíma gjafabréfa
sinna. Almennur gildistími er
fjögur ár en heimilt er að semja
um styttri tíma og er fólk því
ráðlagt að samþykkja ekki
gjafabréf með styttri gildistíma
en fjögur ár.
Allt síðasta sumar voru bekkjar
félagar í 9. bekk í Víði staðaskóla við
tökur á kvik mynd eftir handriti
Nicholas Helgasonar og Jökuls Berg
sveins sonar en hann leik stýrir einnig
myndinni. Fjöl margir hafa aðstoðað
strákana við kvikmyndagerðina, m.a.
faðir Jökuls sem sjálfur starfar sem
kvikmynda fram leiðandi.
Myndin, sem er tæplega hálftíma
löng, verður frumsýnd í Bæjarbíói
4. janúar nk. og þegar uppselt á sýning
una.
Vonast strákarnir til þess að myndin
fái góð viðbrögð og ef marka má
myndstubb sem settur hefur verið á
netið, þá er vandað til verka og strákarnir
sem leika í myndinni, hinir mestu
töffarar í miklum átakasenum.
Finna má myndstubbinn á Youtube
undir Ódauðleg hefnd.
JBF PRODUCTIONS MEÐ STUÐNINGI
NEW WORK EHF KYNNIR
KVIKMYND EFTIR JÖKUL BERGSVEINSSON
DAGUR ANDRI EINARSSON MATTH
ÍAS MAR BIRKISSON SINDRI FREYR
SIGURÐSSON
KOLBEINN SVEINSSON VIKTOR HELG
I BENEDIKTSSON KÁRI ÞÓR BIRGIR
SSON
AUKALEIKARAR KÁRI HRAFN GUÐMUND
SSON PÉTUR HRAFN FRIÐRIKSSON
ÓLIVÍA RAKELARDÓTTIR JÓN LÁRU
S BERGSVEINSSON
GUNNAR HELGI GUÐJÓNSSON KVIKM
YNDATAKA NICHOLAS HELGASON AÐSTO
Ð VIÐ UPPTÖKU EINAR KARL GUNNARSSO
N
KLIPPING JÖKULL BERGSVEINSSON FÖR
ÐUN ÝR INGÓLFSDÓTTIR LITALEIÐRÉTTIN
G HANNES LÁRUS JÓNSSON HANDRIT
JÖKULL BERGSVEINSSON
& NICHOLAS HELGASON FRAMLEIÐAND
I BERGSVEINN JÓNSSON LEIKSTJÓRN J
ÖKULL BERGSVEINSSON
12 MYND Þ
ESSI ER EKKI VIÐ
HÆFI YNGRI EN 12 ÁR
A
Aðstandendur myndirarinnar f.v.: Viktor Helgi Benediktsson,
Dagur Andri Einarsson, Jökull Berg sveinsson, Matthías Mar
Birkisson og Sindri Freyr Sigurðsson.
Brenndir Bananar 3 – ódauðleg hefnd
Strákar í 9. bekk frumsýna kvikmynd í Bæjarbíói
Jólalegur Hafnarfjörður
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n