Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Page 20

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Page 20
20 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012 Starfsfólk útibús Arion banka í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkru að láta gott af sér leiða með sölu á heimalöguðum sultum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafn ar fjarðar. Sulturnar voru seld ar fyrir utan bankann í Firði þar sem starfsfólk útibúsins stóð vaktina tvo föstudaga í des ember. Söluborð starfsfólks var skemmtileg viðbót í flóruna en jafnan kennir ýmissa grasa á göngum verslunar miðstöðv­ arinnar vikurnar fyrir jól. „Það var mjög ánægjulegt hvað gestir og gangandi tóku vel í það sem við vorum að gera og við söfnuðum hátt í 100 þús­ und krónum á einungis tveimur dög um,“ segir Klara Lísa Her­ valds dóttir, þjónustustjóri úti­ búsins. „Öll hjálpuðumst við að og flest okkar komu með krukkur og efni að heiman. Krukkurnar fylltum við með dýrind is Eplachutney, Rauð­ laukschutney og Chilisultu. Við vorum öll virkilega ánægð með hvernig til tókst,“ segir Klara en hugmyndina að verkefninu átti starfsfólkið. „Okkur langaði að láta gott af okkur leiða og okkur fannst ákjósanlegast að selja vörur í Firði. Best væri að selja eitthvað sem geymist og auð­ velt er að taka með sér,“ segir Jóhanna Reynisdóttir úti bús­ stjóri um þetta óvenjulega verk­ efni í útibúinu. „Uppskriftirnar komu frá starfsfólkinu, allir tóku þátt og mikil stemning mynd aðist hjá okkur,“ segir Jóhanna en það ríkir sann­ kallaður jólaandi í útibúinu og má segja að ilmurinn úr eld­ húsinu hafi verið afskaplega lokk andi þegar sultugerðin stóð sem hæst. Auk þess að gefa Mæðra­ styrks nefnd Hafnarfjarðar upp­ hæðina sem safnaðist með söl­ unni styrkti útibú Arion banka í Hafnarfirði Mæðrastyrks nefnd­ ina um 250 þúsund krónur og því voru nefndinni afhentar 341.700 krónur að styrk. Seldu sultur til styrktar Mæðrastyrksnefnd Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar nýtur góðvildar víða Starfsfólk Arion banka sem tók þátt í sultusölunni til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Actavis óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. Fjarðarpósturinn ..vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa í nær 30 ár! Líka á www.facebook.com/fjardarposturinn Hafnfirðingar hafa verið duglegir að gefa út bækur og hér eru tvær þeirra sem koma út fyrir jólin. Góðgæti fyrir gæludýrin Bjarkey Björnsdóttir hefur gefið út bókina Góðgæti fyrir gæludýrin, 76 bls. litskreytta bók með uppskriftum að góðgæti fyrir hin ýmsu gæludýr. Þar leitast hún við að koma fram með nýjar hugmyndir og jafnvel gamlar aðferðir við að búa til nammi og mat handa dýrum. Í bókinni má finna uppskriftir að góðgæti fyrir hunda, ketti, páfagauka, kanínur og hesta ásamt ýmsum fróðleik um matarræði. Næstum mennsk Næstum mennsk er ný, ramm­ íslensk, gamansöm mynda saga sem hentar eldri sem yngri les­ endum. Bókin er eftir Ísold Ell­ ingsen Davíðs dóttur, 22 ára upp­ eldis fræði nema. Sagan fjallar um hvernig leiðir ninja lær lings, geimvera, nýfallins eng ils, varúlfs og álfkonu lágu sam an í fyrsta sinn með af drifa ríkum afleiðingum fyrir mann kynið – og alla hina. Ísold hefur skrifað vefstrípur um aðalper són ur bókarinnar með hléum síð an 2007 við góðar undir tektir, en eftir 2ja ára vinnu gefur hún nú út sína fyrstu sögu í fullri lengd. Bókin er 90 bls. og gefin út í lit. Nýjar bækur Matur fyrir dýrin og myndasaga

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.