Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 28
28 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Einstaklings og atvinnufrelsi -
frelsisstefna eru einkunnarorð og
grunnstef Hægri grænna, flokks
fólksins. (HG). Flokkurinn er
grænn borgara og milli stétt ar flokk-
ur. HG er flokkur tíðar-
and ans, raunsæis stjórn-
mála og er um bóta sinn-
aður endur reisn ar flokkur.
HG er lands málaflokkur
og ætlar ekki að taka þátt
í bæjar og sveitar stjórnar-
kosningum. Framtíð
Ís lands er samofin fram-
leiðslu á matvælum, orku
og blómlegri ferða þjón-
ustu. Við viljum Ísland
sem stærsta þjóðgarð Evrópu, frið-
land dýralífs og náttúru. Ísland er
fjár sjóður framtíðarinnar.
Raunsær umhverfisverndar
flokkur
HG er umhverfis verndarflokkur
og hugsar um hnattræn áhrif
um hverfisins á ábyrgan hátt. Raun-
sæisstefna flokksins vill stefnu-
markandi umhverfislausnir t.d. þar
sem erfitt er að vernda almannaeign.
Þessi raunsæisstefna er stundum
kölluð blágræn hug myndafræði,
„Blue Green“ eða „Conservative
Green“, en stefnan aðhyllist skyn-
samleg umhverfis væn haggildi.
Flokkurinn vill byggja upp grænt
markaðshagkerfi á Íslandi. Bæði
náttúru verndarsinnaðir íhalds menn
sem og frjálslyndir félagshyggju-
menn eða allir þeir sem aðhyllast
frjálst markaðshagkerfi geta fylgt
sér um stefnu flokksins um alhliða
skynsamlega notagilda náttúru-
vernd. Íslending ar hafa ávallt verið
í far ar broddi fyrir nátt úruvernd og
sýnt það í verki. Það er stefnan að
það verði aðall okkar.
Vandamálið er fjórflokkurinn
Það er ljóst að við eigum sem þjóð
og einstaklingar við ýmis vandamál
að stríða, sem fjór flokk ur inn ber
al farið stjórn mála lega ábyrgð á. Það
þýðir að stjórn málastéttin
hefur sýnt sig að vera oft
van hæf til verkanna, en
von andi geta flokkarnir
þó endur nýjað lífdaga
sína með því að nýtt
efnilegt og praktískt fólk
komist þar að. Annað
vandamál er að stjórn-
málamenn efna gjarnan
ekki þau fyrirheit, sem
þeir gefa fyrir kosningar,
fyrirheit um að takast á við vanda,
sem þeir samt vita að þeir valda ekki.
Það lýsir t.d. léleg um stjórnarháttum
og sið bresti, þegar menn sjá fram á
það að þeir ráða ekki við verkefnin,
að reyna þá með blekkingum og
orðfimi að koma sökinni yfir á aðra,
en óafvitandi bersýnir það þekkingar
og hæfileikaskort þeirra þegar upp er
staðið. Það er því algjör nauðsyn að
skipta út fólki, sem á einn eða annan
hátt hefur ekki staðið sig í stjórnun
landsins. Við viljum öll nýtt Alþingi
með fólki, sem ber ríkan kærleika til
landsins og þjóðarinnar og skilur
engan okkar útundan. Fólk með vit
og þekk ingu, hugsjónir og lausnir.
Við eig um okkar litla land, við erum
ein lítil fjölskylda, tölum sama
tungu málið og með sömu hags-
munina öll saman sem eitt. Þeir, sem
vilja vinna í þessum anda, munu ná
kjöri í næstu kosningum. En ef það
því miður reynist ekki þor eða vilji
hjá meirihluta þjóðarinnar að ná
fram slíkum breytingum, þá verður
hér áfram allt eins og það er og þá
meira af því sama og því sama.
Úrelt embættismannakerfi
Gamla íslenska fjórflokks og
embættismannakerfið er úr sér
gengið. Það sýndi sig vel í aðdrag-
anda íslenska efnahagshrunsins og
svo til dagsins í dag, en Alþingi er
núna nánast óstarfhæft svo sem
menn vita. Því miður er ekki hægt
að segja að hlutirnir hafi mikið
breyst eftir hrun, nema þá til hins
verra. Vandamálið var og er sam-
trygg ingin og mjög náin tengsl
stjórn málamanna við embættismenn
við verkalýðshreyfinguna við fjár-
magns eigendur. Þetta margeyki
stöðnunarinnar er það, sem heldur
landinu í heljargreipum verðtrygg-
ingarinnar í gegnum handstýrða
verðbólgu, sem orsakast af of háum
neyslusköttum, peningastefnu
Seðla bankans og 3,5% raun ávöxt-
unarkröfu lífeyrissjóðanna.
Smátt er smart
Skilgreina þarf betur hlutverk hins
opinbera, þannig að það þjóni hlut-
verki sínu gagnvart fólkinu í landinu
og standi vörð um grunn þjónustuna.
Tómarúm hefur skapast gagnvart
heimilunum og litlum og meðal stór-
um fyrirtækjum, en stefna stjórn valda
hefur hingað til verið að standa vörð
um stórfyrirtæki og fyrirtækja-
samstæður í skjóli fjármálastofnana,
hvort sem er þau eru í ríkis eða í
einka eigu. Þessu verður að breyta.
Þetta á sérstaklega við um ákvarðanir
varð andi heilbrigðisþjónustuna og
uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.
Hægri grænir ætlar að taka allar
nýlokaðar spítala og heilsu gæslu-
stofn anir strax aftur í notkun og auka
nálægðina aftur við þjónustu við fólk-
ið, sem gleymist allt of oft í háloftum
herranna.
Höfundur er form. Hægri grænna.
Hægri grænir er flokkur fólksins
Guðmundur
Franklín Jónsson
Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is
Upplýsingar og skráningar á þessi námskeið eru á heimasíðu SH www.sh.is
Fyrir enn frekar upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á sh@sh.is
Fjölbreytt tilboð
sundnámskeiða
styrkir barna- og unglingastarf SH
Skráðu þig
og þína núna!
Sundnámskeið fyrir börn 4-6 ára og 3-4 ára
– Nýir hópar í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug
Framhaldsnámskeið fyrir 3-4 ára og 5-6 ára
Sundkennsla og sundæfingar fyrir alla aldurshópa
– Sundhöllin, Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug
Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna
– Ný námskeið hefjast 8. janúar
Lárus Björnsson úr Björg-
unar sveit Hafnarfjarðar og
Íslensku alþjóða björgunar-
sveitinni (ÍA) er kominn til
Filippseyja þar sem felli byl-
urinn Bopha gerði mikinn usla
fyrir skömmu. Lárus er hluti af
viðbragðsteymi Nethope, sem
eru regnhlífarsamtök 37 stærstu
hjálparsamtaka heimsins og
sér hæfa sig í fjarskiptum og
tölvutækni á skaðasvæðum.
Teymið sér um að koma fyrstu
fjarskiptatækjunum á vettvang
auk þess að framkvæma þarfa-
greiningu og meta aðstæður út
frá fjarskiptasjónarmiði á þeim
svæðum er verst urðu úti. Eftir
fellibylinn hefur allt rafmagns-
og fjarskiptakerfi á svæðinu
legið niðri og reiknað er með að
það geti tekið allt að einn
mánuð að koma því aftur í
gang. Eins og fólk í viðbragðs-
geir anum þekkir eru fjarskipti
undirstaða góðrar samhæfingar
og stjórnunar aðgerða.
Lárus, sem starfar hjá
Slökkvi liði höfuð borgar svæð-
isins, er hluti af fjarskiptahópi
Björgunar sveitar Hafnarfjarðar
sem einnig sinnir fjarskipta-
málum Íslensku alþjóðabjörg-
unar sveitarinnar. Innan hópsins
er mikil þekking og reynsla,
m.a. frá ferð ÍA til Haiti árið
2010, sem sóst er eftir í alþjóð-
legu hjálparstarfi. Þess má geta
að í teyminu er einnig Gísli
Rafn Ólafsson, félagi í Björg-
unarsveit Hafnarfjarðar, sem
var einn af stjórnendum ÍA og
starfar nú hjá Nethope.
Á Filippseyjum urðu yfir 5
milljónir mannna fyrir barðinu á
fellibylnum Bopha þegar hann
fór yfir landið. Um 740 manns
hafa fundist látnir og tæp lega
900 er enn saknað. Milli 250-
350 þúsund manns hafa misst
heimili sín og það mun taka
marga mánuði og jafn vel ár að
byggja aftur upp á þeim svæð-
um sem verst urðu úti.
Björgunarsveitarmenn
til Filippseyja
Lárus SAREX Greenland Sea æfingunni við Grænland í haust.
Húsfyllir var á árlegum
aðventumorgni Aðalskoðunar
fyrir skömmu. Bílalyfturnar
voru dúklagðar og skreyttar
jólaljósum og hlaðnar góðgæti.
Hressileg tónlist og jólaleg
hljómaði og fólk naut þess að
hitta mann og annann.
Morgunmatur á lyftunum
3 kennslu stofur
Í síðustu viku skrifuðu Guð-
rún Ágústa Guðmundsdótt ir
bæjar stjóri og Magnús Jóhanns-
son og Benedikt Steingrímsson,
frá FM húsum, undir samning
um að FM hús þjónusti og sjái
um rekstur 3ja lausra kennslu-
stofa við Áslandsskóla. Stof-
urnar verða settar niður við
skól ann í næstu viku og hefst
kennsla í þeim eftir áramótin.
Til stendur að hefja viðræður
við lóðarhafa Áslandsskóla um
að við skólann rísi kennslu-
húsnæði með fjórum kennslu-
stof um og íþróttasal. Ljó
sm
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Benedikt, Guðrún og Magnús.