Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Side 30
30 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012
Um 50 manns hlupu hið árlega
Kaldárhlaup frá Kaldárbotnum
ofan Kaldársels og niður í miðbæ
Hafnarfjarðar. Veður var hið
besta, um -5°C og færðin góð og
nutu hlauparar hinnar fallegu
hlaupaleiðar en hlaupið var til að
minnast fyrstu rafveit unnar.
Steinunn Guðna dóttir hefur stað-
ið fyrir hlaupinu síðustu 3 ár og
fengið ýmsa til liðs við sig,
einstaklinga og fyrirtæki.
Tómas Zoëga (19) úr ÍR var
langfyrstur, á 32,11 mín en leiðin
var um 9,7 km. Annar varð
Róbert Gunnarsson (49) úr
Laugaskokki á 34,50 mín og
þriðji varð Björn Ingvar Guð-
bergsson (30) á 35,37 mín.
Hröð ust kvenna var Ebba Sæ rún
Brynjarsdóttir (30) úr Hlaupah-
ópi FH á 39,20 mín.
Tómas var yngstur keppenda
en Eysteinn Hafberg úr Skokk-
hópi Hauka var elstur 72 ára
gamall.
Endað var við Jólaþorpið og
Grýla afhenti vinninga til sigur-
vegara karla og kvenna og til
þeirra mörgu sem fengu út -
dráttarverðlaun frá verslunum
við Hamarskotslækinn.
húsnæði í boði
Glæsileg 98 m² 3 herb. íbúð til
leigu á efstu hæð í litlu fjölbýli við
hraunið í Norðurbænum. Í góðu
ástandi og allur frágangur sam
eignar til fyrirmyndar. Suðursvalir
og frábært útsýni. Umhverfið er
barnvænt og stutt í alla þjónustu
eins og skóla og leikskóla. Leigist
frá 1. jan – 1. júlí 2013. Verð kr.
160.000 m/ hita, rafmagni og
hússjóði. Tryggingarverð kr.
160.000. Nánari upplýsingar og
myndir – netfang: vef1@hi.is
þjónusta
Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar
og þurrkara. Uppl. í s. 772 2049.
Tölvuviðgerðir alla daga, kem á
staðinn, hægstætt verð.
Sími 664 1622 587 7291.
Bílaþrif. Kem og sæki.
Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur.
Úrvals efni. Hagstætt verð.
Uppl. í s. 845 2100.
Topptölvur. Allar almennar
tölvuviðgerðir fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Fast verð. Sæki og skila.
topptolvur@gmail.com. s. 848 2627.
til sölu
Svartur 3ja sæta leðursófi kr. 5.000.
Tveir stakir stólir m/ svörtu
flauelsáklæði 10 þ. kr. stk.
Umsemjanlegt verð.
Uppl. í s. 557 7664 eftir kl. 19.
Hnefaleikatæki til sölu
vegna þrengsla.
Síðasti geirfuglinn, s. 517 4935.
smáauglýsingar
aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s
s ím i 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a .
V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0
s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r.
Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
www.fjardarposturinn.is
– bæjarblað Hafnfirðinga!
Jólatónleikar Magrétar Eir
Jólatónleika Margrétar Eir eru í
Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20.
Miðasala á midi.is og í Lipurtá.
Tónleikar Jóns og Friðriks
Jón Jónsson og Friðrik Dór halda jól
með tvennum tónleikum í Bæjarbíói í
köld kl. 19.30 og kl. 22. Miðasala á
midi.is og v/innganginn.
Leiðsögn um Hafnarborg
Boðið er upp á leiðsögn um yfir
standandi sýningar í Hafnarborg kl.
12.15 alla föstudaga. Stutt
leiðsögn um sýningu Þórunnar
Elísabetar Sveinsdóttur, Lauslega
farið með staðreyndir sumt neglt
og annað saumað fast, og sýningu
Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur,
Hinumegin. Frítt inn.
Síldarævintýrið fyrir 1960
Á Hrafnistu stendur yfir ljósmynda
sýning Hauks Helgasonar fv. sjó
manns, skólastjóra, bæjar fulltrúa og
fram kvæmdastjóra. Þar sýnir hann
margar bestu myndir sínar frá síldar
árunum fyrir 1960.
Dagskrá Jólaþorpsins
Laugardagurinn 22. desember
14 Kvennakór Öldutúns
14.15 Einar töframaður
15 Jólastelpan leikþáttur
15.30 Leikfélag Hafnarfjarðar
atriði úr Jólasveinavísum
16 Margrét Arnardóttir leikur á
nikkuna
16.30 Árni Svavar Johnsen spilar
Þorláksmessa
Opið kl. 1322
14.15 Margrét Arnardóttir leikur á
nikkuna
14.40 Addi litli & Biggi Em
15 Jólaball
16.15 After Hours tríóið
17 Stefán H. Henrýsson píanó
leikari
18 Sveinn og sonur spila
jólatónlist
19.30 Rótarýklúbburinn Straumur
býður í Jólagöngu Hafnar
fjarðar Gengið frá Fríkirkjunni
20 Þorláksmessutónleikar
Jólaþorpsins
menning & mannlíf
Loftnet - netsjónvarp
Viðgerðir og uppsetning á loftnetum,
diskum, síma- og tölvulögnum,
ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og
heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
Sumir létu frostið ekki hafa áhrif á sig.
Karatedeild Hauka hefur átt
gott ár og sýndi það og sannaði á
Íslandmeistaramóti full orð inna í
Kumite að hún er ein af betri
Karatedeildum landsins þar sem
allir keppendur deild arinnar
kom ust í úrslit í sínum flokkum.
Vill deildin óska Hafn firð-
ingum gleðilegra jóla og far-
sældar á komandi ári og vonast
forsvarsmenn deildarinnar til
þess að sjá gamla félaga og nýja
þegar æfingar hefjast 7. janúar
nk.
Karatefólk í jólaskapi
Á dögunum var haldið kaffi-
samsæti til að fagna ýmsum
starfs afmælum á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Aðaltilefnið var að
30 ár voru liðin frá því að deild
2B var opnuð á Hrafnistu og
jafnframt var því fagnað að tvær
starfskonur deildarinnar hafa
unnið þar frá opnun, þær
Elínborg Jóhannsdóttir og Fríða
Guðjónsdóttir. Þá fögnuðu tvær
konur 20 ára starfsafmæli á
deildinni og ein 15 ára starfs-
afmæli. Að síðustu var því fagn-
að að þrjár starfskonur deildar-
innar eiga þriggja ára starfs-
afmæli á deildinni í desember.
Í tilefni áfanganna var slegið
upp veisluborði með tertum og
öðrum kræsingum, þangað sem
heimilisfólki, starfsfólki og
gestum var boðið á meðan ten-
ór söngvarinn Stefán Stefánsson
söng og heillaði alla með frá-
bærri sviðsframkomu.
Starfsafmæli á Hrafnistu
F.v., afmæli í sviga: Elínborg Jóhannsdóttir (30), Anna Rut Antons
dóttir (20), Unnur Magnúsdóttir deildarstjóri á deild 2B, Sjöfn Karls
dóttir (20), Svandís Ragnars (15), Pétur Magnússon forstjóri Hrafn
istu , Fríða Guðjónsdóttir (30) og Kristín Björk Hermannsdóttir (3).
SH hélt glæsilegt jólasundmót og sýningu 15. desember sl. og var
fjölmennt í lauginni og á áhorefndapöllum.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Fallegasta hlaupaleiðin
Vel heppnað Kaldárhlaup
Tóma Zoëga á fullri ferð.
Oddgeir Gunnarsson og Ebba Særún á lokaspretti á Strandgötunni.
Lj
ós
m
.:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r
Lj
ós
m
.:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r
Lj
ós
m
.:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r