Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 32

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Blaðsíða 32
32 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 18. apríl 2012 1966 - 2011 45 ÁRA styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Firði - Hafnarfirði - Sími 565 2592 - fjolsport@fjolsport.is Öll helstu merkin á einum stað! Frábær jólatilboð á íþróttavörum og skóm Allt að 40% afsláttur frá fimmtudegi til sunnudags Flug elda­ sýning við höfnina Laugardaginn 29. desember heldur Björgunarsveit Hafnar­ fjarðar flugelda sýn ingu kl. 20.30. Gríðarlegur kostnaður er við að halda svona sýningu, kostn­ aðarverð flug eldanna sem notað ir eru er hátt enda mikið og vandað efni notað. Þá hafa auknar öryggis kröfur kallað vinnu, dýran búnað og aðkeypta þjónustu sem Björgunarsveitin hefur þurft að greiða. Hafnfirsk fyrirtæki hafa hingað til styrkt sveitina myndarlega við þessa sýningu og á elleftu stundu tókst að fá kostunaraðila. Hafði sveitin sett sér það markmið að ná að minnsta kosti kostun á helmingi af kostnaði við sýn­ inguna og náðist það. Í ár eru það Íslandsbanki og Vélsmiðja Hjalta Einarssonar sem styrkja sýninguna. Sveitin kallar eftir fyrirtækjum sem eru tilbúin að leggja sveitinni lið til að geta boðið bæjarbúum upp á glæsi­ lega flugeldasýningu á komandi árum. Jólaganga á Þorláks messu Rótarýklúbburinn Straumur býður býður bæjarbúum í Jóla­ göngu Hafnarfjarðar í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Gengið er frá Fríkirkjunni kl. 19.30 og endað í Jólaþorpinu kl. 20. Kamm er kór Hafnarfjarðar leið­ ir gönguna með söng.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.