Prentarinn - 01.07.1982, Síða 5
Að fylla það
tómarúm
Hrafn Sœmundsson, höfundur með-
fylgjandi greinar er þjóðkunnur fyrir
störf sín og skrif um málefni þeirra sem
miður mega sín í þjóðfélaginu. Eins og
félagsmönnum er kunnugt er Hrafn
setjari að mennt og vann hann við iðn
sína þar tilfyrir stuttu að hann hófstörf
hjá Félagsmálastofnun Kópavogskaup-
staðar. Prentarinn óskar Hrafni alls
hins besta í nýju starfi.
Flestar þjóðir í Vestur-Evrópu
nota aldurstakmark á vinnumark-
aði sem hagstjórnartæki. Það er
reynt að fela atvinnuleysi eða
minnka það með því að lögbjóða
lægri lífeyrisaldur og ýmis ráð eru
einnig notuð til að fá fólk til að
hætta starfi áður en hinum lög-
boðna lífeyrisaldri er náð.
Við íslendingar höfum verið svo
heppnir að með fáum undantekn-
ingum hefur verið næg atvinna í
landinu eftir stríð.
Þetta góða atvinnuástand hefur
gert það nokkuð auðvelt að gefa
fullorðnu fólki kost á að vinna
fram yfir lífeyrisaldur, ef það hefur
óskað þess. Vissar reglur eru að
vísu um þetta, t. d. hjá opinberum
starfsmönnum, en algengt mun
það vera að horft sé framhjá þess-
um reglum og öðrum á vinnumark-
aði, ef viðkomandi einstaklingar
eru heilsuhraustir.
Þessa sérstöðu okkar íslendinga
meðal þjóðanna megum við ekki
láta falla niður. Við megum ekki
freistast til þess að nota atvinnu-
leysi fullorðins fólks sem hag-
stjórnartæki, jafnvel þó að nú
kreppi að okkur um sinn og hin
alþjóðlega kreppa sé að læsa sig í
okkur í vaxandi mæli og fiskistofn-
ar hrynji.
Atvinna til handa öllum, einnig
öldruðum, eru grundvallarmann-
réttindi, sem við skulum ekki af-
sala okkur, hvað sem í boði er.
En þó að við höfum þessi grund-
vallarsjónarmið í sambandi við
atvinnu aldraðra, þá skulum við
ekki horfa fram hjá þeirri stað-
reynd að heimurinn er í örri þróun.
Þjóðfélagið okkar, eins og önnur
tæknivædd þjóðfélög, er að verða
vélrænna og á margan hátt
ómanneskjulegra en áður var þrátt
fyrir betri afkomu á ytra borðinu.
Mörg störf sem fylgja hinni öru
tæknibyltinu, eru vandasöm og
sum ófrjó. Þetta gerir það að verk-
um, ef til vill, að fullorðið fólk á í
vaxandi mæli minni möguleika á að
finna sér frjó verkefni á vinnu-
markaði. Samkeppni á vinnu-
markaði mun trúlega aukast í ná-
inni framtíð og það er einnig
reynsla flestra þjóða, að ef um
samdrátt er að ræða þá bitnar hann
fyrst og fremst á nokkrum minni-
hlutahópum og aldraðir eru einn
þeirra.
Vegna þessa er það skynsamlegt
að verkalýðshreyfingin snúi sér í
vaxandi mæli að því verkefni að
vinna á skipulegan hátt að aðlögun
starfsloka meðlima sinna.
Þetta getur verkalýðshreyfingin
meðal annars gert með því að
stuðla að því að þeir sem komnir
eru á lífeyrisaldur eða nálgast
starfslok, myndi sjálfir samtök
innan raða verkalýðsfélaganna.
Innan Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, BSRB, hafa slík
samtök lífeyrisþega nú þegar verið
stofnuð og starfa með góðum
árangri.
Þrátt fyrir það að margir aðilar í
þjóðfélaginu vinni að málefnum
aldraðra, og það af miklum
dugnaði, þá mun það verða
happasælla að fólkið sjálft snúi sér
að því í auknum mæli að vinna að
sínum eigin málum.
Það takmark sem við ættum að
stefna að í þessum efnum er að
hver einstaklingur vakni með til-
hlökkun til hvers nýs dags.
Á efri árum reynist þetta mörg-
um erfitt meðal annars vegna þess
að fólk hefur ekki alltaf tiltæk
áhugamál sem taka við þegar
starfsgeta á hefðbundnum vinnu-
markaði fer dvínandi eða fólk
verður að hætta að vinna.
Að fylla það tómarúm sem oft
tekur við í elli er eitt stærsta og
brýnasta félagslega verkefni okkar
íslendinga.
Verkalýðshreyfingin á hiklaust
að ganga í þetta verkefni af fullu
raunsæi nú þegar.
— hs.
PRENTARINN 4.2.'82
5