Prentarinn - 01.07.1982, Page 7

Prentarinn - 01.07.1982, Page 7
t “ -':/dbö ÍÍbNHK í£' VÍlitíS* Menningar pósturinn Út er komin hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu söng- bók og er hún til sölu á skrifstofu félagsins. Söngbókin er hin vandaðasta og hefur að geyma fjölda söngkvæða úr ýmsum átt- um. Eftirfarandi kvæði er úr bókinni: Hve þungt er yfir bænum Bubbi Morthens Sami Hve þungt er yfir bænum sem er svartur, leiður. Ungt birki í húsagörðum með rotin lauf, tóm hreiður. Dailurinn í slipp, ég er snauður. Túrinn bölvað flipp, enginn auður. Aldrei skal ég aftur út á ballarhaf fyrr en flotinn orðinn er rauður. Víxlar bíða brosandi heima á borðum horfnar allar mublurnar. Konan kvaddi mig með fáum orðum. kannist þið við rulluna. Hversu dásamlegt er að vera sjómaður, sannur vesturbæingur. Léttfríkaðir mávar syngja óð í eyru: Ertu ekki ánægður. Já, sjómannslífið er sönn rómantík. Aldrei bræla, þú þarft enga skjólflík. Nóg af bleðlum, djamm I Reykjavík og þú munt enda sem sjórekið lík. 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.