Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 9
)
Rétt að segja upp
samningum
Ásgeir Ármannsson,
bókbindari í Hilmi:
Mér finnst það hafa ver-
ið sjálfsagt af trúnaðar-
mannaráði Félags bóka-
gerðarmanna að segja
upp samningum í fram-
haldi af bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinn-
ar. Mér finnst viðbrögð
verkalýðshreyfingarinn-
ar tóm hringavitleysa.
Ég segi fyrir sjálfan mig
að ég vil taka þátt í því
að fá skerðinguna lag-
færða.
Ekki sama hver
setur þau
Gunnar Gissurarson,
prentari í Kassagerð
Reykjavíkur:
Ég held að það hafi ver-
ið ástæða til að setja
þessi bráðabirgðalög,
eins og stundum áður.
Það virðist hins vegar
ekki vera sama hver set-
ur þau. Mér finnst við-
brögð verkalýðshreyf-
ingarinnar ákaflega
aumleg, þótt ég telji þó
kannske ekki ástæðu til
að hvetja til átaka.
Það verður að fylgja
því eftir
Anna Fornadóttir,
aðstoðarmaður í POB:
Mér líst mjög illa á þessi
lög. Ríkisstjórnin fer
þarna illa með verka-
fólkið. Viðbrögð verka-
lýðshreyfingarinnar eru
ekki góð, svo ekki sé
meira sagt. Við höfum
sagt upp kaupliðum
samninganna, það verð-
ur að fylgja því eftir, því
ekki er nóg að segja
þeim upp.
Lögin ekki góð
Jóhann Kristjánsson,
offsetljósmyndari í
Myndamót:
Mér finnst lögin ekki
góð. Hinsvegar held ég
að sé alvarlegt ástand í
þjóðfélaginu sem við
verðum að taka mið af.
Ég held að það sé ekki
hægt að fara fram með
neinar kaupkröfur eða
því um líkt. Ég held að
það sé betra að halda
fullri atvinnu en hafa
uppi stór orð um annað.
PRENTARINN 4.2.'82
9