Prentarinn - 01.07.1982, Page 12

Prentarinn - 01.07.1982, Page 12
Attatíu og fimm ár frá stofnun Hins íslenska prentarafélags Það hefur orðið að ráði hjá Félagi bókagerðarmanna að merkis- afmcela þeirra félaga, sem að sameiningunni stóðu, yrði minnst að nokkru, enda þótt þau hafi lagt niður störf og nafn. Þetta er vel ráðið og skynsamlega, einkum þegar haft er í huga hve mikils virði tengslin við fyrri tíma eru fyrir nútíð og framtíð okkar nýja félags. Öll eiga þau samtök, sem að stofn- un Félags bókagerðarmanna stóðu, merka sögu þótt mislöng sé. Þegar reynsla þeirra, minjar og saga er sam- einað í einum sjóði verður þar margt að finna, sem hefur sögulegt og félags- legt gildi, meira að segja svo mjög, að mörg ráð nýtast svo til óbreytt, þau sem áður dugðu hvað best. Önnur gefa okkur hugmyndir að nýjum vinnubrögðum, sem hæfa við gjör- breyttar aðstæður. í þetta sinn er það Hið íslenska prentarafélag og forverar þess, sem minnst verður, nánast í annálsbrot- um; en það hefði orðið 85 ára á sl. vori. í megindráttum er saga félagsins skráð í afmælisritum þess og Prentar- anum fram að áttræðisaldri. Þeir sem dýpra vilja skyggnast í sögu prentara- samtakanna geta því lesið þau rit. Auk þess munu frumgögn félagsins brátt tiltæk þeim sem áhuga hafa, ásamt sögugögnum hinna félaganna. Þótt stiklað verði á stóru finnst mér ekki verða hjá því komist að fara nokkrum orðum um forsögu HÍP þar sem hún markar jafnframt fyrstu spor íslenskrar verkalýðshreyfingar. Kveldvakan Árið 1886 stofnuðu prentarar í Reykjavík með sér félag sem þeir kölluðu Kveldvökuna. Þetta félag „gaf út“ handskrifað blað, sem það nefndi Kveldstjörnuna. Af því hafa varðveist 6 blöð frá síðari hluta árs 1886. Þótt félagið sé kallað skemmti- og fræðslufélag kemur það í ljós í 2. tbl. Kveldstjörnunnar, sem er hið fyrsta sem varðveist hefur, að annað og meira býr undir stofnun félagsins en skemmtanin ein og fræðslan. Má m. a. lesa það úr þessum orðum: „. . . ég fyrir mitt leyti hefði engu síður skemmtun af að vér hverjir með öðrum létum meiningu vora í ljósi um það atriði, sem snertir oss sem einn flokk af sama standi . . .“. . . það mun mega segja, að skemmtanir séu annað en atvinnumál. En ég skal nú lýsa þeirri tilfinning minni, að ég álít, að þau tvö atriði geti verið samhliða, og meira að segja álít ég það aðal velferðarspursmál sérhvers manns, að hafa skemmtanir, eða með öðrum orðum unað, rósemi og meðvitund þess, að vera frjáls og sjálfstæður, en ekki undirokaður af einhverjum, sem eftir sínu eðallyndi, sem sjaldan er um of, skammtar manni fé og frelsi og fyndist mér því, að vér hefðum fullt tilefni til, að gleðja oss í anda, ef vér hefðum framkvæmt eitthvað það, sem vér hefðum andlega hagsmuni af, og ekki hvað síst, ef vér jafnframt hefð- um aflað oss meira frjálsræðis en vér höfum, það er að segja, komið ár vorri þannig fyrir borð, að vér að nokkru leyti gætum sjálfir skammtað oss frelsi og jafnvel peninga, eða að minnsta kosti tryggt atvinnu vora sem ég leiði mér í hug að vér mundum geta ..." I næstu blöðum Kveldstjörnunnar kemur enn skýrar fram hvað undir býr og menn greinir þar á um hvaða Ieiðir séu best færar, í viðskiptum við at- vinnurekendur, til þess að afla prent- urum öruggari vinnu og betri lífs- kjara. Það er enginn vafi á því að með Kveldvökunni 1886 og blaði hennar eru prentarar að þreifa sig fram fyrstu sporin til stofnunar stéttarfélags. Síðasta blað, sem til er af Kveld- stjörnunni, er dagsett 4. desember 1886. Þeirra, sem getið er við ritstjórn blaðsins, eru fimm prentarar. Prentarafélagið 2. janúar 1887 er Prentarafélagið stofnað og eru félagsmenn þess nokkrir þeirra, sem að Kveldvökunni stóðu. Fyrstu lög þess: Grundvallar- lög og reglur eru samþykkt á stofn- fundinum. Síðustu breytingartilllögur við lög og reglur, sem varðveist hafa, eru samþykktar 4. maí 1890. Prentarafélagið „gaf út“ handskrifað blað með prentuðum haus og var nafn þess: „Prentarinn'1. 1. tbl. er dagsett 10. mars 1887. Hið síðasta (36. tbl.), 15. desember 1889. í lögum og reglum Prentarafélags- ins (gamla) kennir margra grasa: Um bókasafn félagsins og lesstofu; um blað félagsins, „Prentarann"; um sjóð félagsins; reglur um fjölda nemenda og nám; verðlagsskrár fyrir setjara og prentara (akkorð); fundarhaldsregl- ur, prentsmiðjusjóður. Sérstakar, ná- kvæmar reglugerðir hafa verið samdar um þessi efni. Um innri mál félagsins gilti sam- þykki félagsmanna, um þau málefni, sem að prentsmiðjueigendum sneri, var gert ráð fyrir samþykki þeirra. Lög og reglugerðir Prentarafélags- ins, eins og eftirfarandi tilvitnanir votta, taka af öll tvímæli um að hér var um fullmótað stéttarfélag að ræða, sem ákveðið hefur að fá viðurkennda samninga um kaup og kjör. I 19. grein félagslaganna segir svo: „Félagsstjórnin og félagsmenn allir skulu með samkomulagi við prent- smiðjueigendur og aðra hlutaðeigend- ur stuðla til: að ekki verði fleirum kennd prentiðn en svo, að álítast megi 12 PRENTARINN 4.2’82

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.