Prentarinn - 01.07.1982, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.07.1982, Blaðsíða 13
að þeir allir geti haft atvinnu og að ekki þurfi vel hæfir verkamenn að missa atvinnu sökum ofaukins fjölda nemenda." Samin hefur verið ítarleg „Verð- Iagsskrá fyrir setjara og prentara“ með 60 tíma vinnuviku o. fl. samningsat- riðum: - Fundað með trúnaðarmönnum Hlutverk trúnaðarmannsins á vinnustöðum verður æ mikilvægara og viðameira. Þar kemur til að þeim er stöðugt ætlað stærra hlut- verk í samningum, FBM og félags- menn gera meiri kröfur til þeirra en áður og hver vinnustaður hefur vaxandi hlutverk í hagsmunabar- áttu félagsins og auðvitað mæðir það á trúnaðarmanninum. Til þess að mæta þessum breyt- ingum hefur verið samið um rétt trúnaðarmanna til að taka þátt í námskeiðum í vinnutíma og reynt er að auka samskipti stjórnar FBM og þeirra. í því augnamiði var efnt til fund- ar með trúnaðarmönnum fimmtu- daginn 16. september 1982. Fund- inn sóttu um 40 trúnaðarmenn auk stjórnar félagsins og stóð hann á þriðja tíma. Þar eð stutt var liðið frá setningu kaupránslaga ríkis- stjórnarinnar fór mestur tími fund- arins í að ræða um kjaramálin ekki síst með hliðsjón af því að FBM hafði nýtt sér heimild í kjarasamn- ingum og sagt upp kaupliðunum. Nánast allir fundarmenn tóku til máls og lýstu vanþóknun sinni á kaupráninu og undrun sinni á því að ekki væri samstaða innan verka- Iýðshreyfingarinnar um að hrinda þessari árás stjórnvalda. Meiningin er að halda fundi með trúnaðarmönnum reglubundið í framtíðinni. Pá má jafnframt geta þess að fyrirhugað er að halda vikunámskeið fyrir trúnaðarmenn eftir áramótin og er ástæða til að hvetja þá til þátttöku í því, enda eiga þeir fullan samningslegan rétt til að sækja það. — mes. „. . . undir hana rita prentsmiðju- eigendur og þar til kjörnir félags- menn, enda er hún þá gildandi samn- ingur og ófrávíkjanlegur fyrir hlutað- eigendur." Eins og önnur verkalýðsfélög jafn- an síðar, lagði Prentarafélagið höfuð- áherslu á atvinnuöryggið og þvínæst launakjörin. Engar fundargerðarbækur Kveld- vökunnar eða Prentarafélagsins hafa komið í leitirnar. Þeir, sem verið hafa í ritstjórn Prentarans eru sjö, þar af tveir sem áður voru í ritnefnd Kveldvökunnar. Framhald.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.